Skiptir máli Hörður Ægisson skrifar 15. desember 2017 07:00 Skuldabréfaútgáfur ríkisins sæta almennt ekki tíðindum. Þau tímamót urðu hins vegar í vikunni að ríkissjóður gaf út 500 milljóna evra skuldabréf á hagstæðustu kjörum sem hann hefur nokkurn tíma fengið á erlendum fjármagnsmörkuðum. Andvirði skuldabréfsins, sem er til fimm ára og ber 0,5 prósenta fasta vexti á ávöxtunarkröfunni 0,56 prósent, er einkum nýtt til að gera upp eldri og óhagstæðari skuldabréfaútgáfu og þannig spara ríkinu árlega milljarða í vaxtakostnað. Eftirspurnin var áttfalt meiri en framboðið sem er til marks um það traust og tiltrú sem erlendir fjárfestar hafa á íslenska hagkerfinu. Ljóst er að enn ein hækkunin á lánshæfismati Íslands – matsfyrirtækið Fitch hækkaði einkunn ríkisins í liðinni viku úr A- í A – hefur átt sinn þátt í því að kjörin voru eins góð og raun bar vitni. Í rökstuðningi Fitch er vísað til mikils og viðvarandi viðskiptaafgangs, batnandi ytri stöðu þjóðarbúsins, efnahagsstöðugleika, lækkunar á skuldum ríkisins og kröftugs hagvaxtar. Haftaáætlun stjórnvalda sem var kynnt sumarið 2015, sem þótti trúverðug og hefur reynst með eindæmum vel heppnuð, hefur skipt sköpum í þeirri efnahagsþróun. Frá þeim tíma hefur lánshæfiseinkunn Íslands hækkað meira og hraðar en fordæmi eru fyrir hjá nokkru öðru ríki í sögunni. Orðspor alþjóðlegu matsfyrirtækjanna skaðaðist verulega við alþjóðlegu fjármálakreppuna. Hvaða skoðun sem menn kunna að hafa á fyrirtækjunum í dag er það engu að síður staðreynd að mat þeirra á lánshæfi þjóðríkja hefur áhrif á fjárfestingarákvarðanir stórs hóps alþjóðlegra fagfjárfesta. Hækkun á lánshæfiseinkunn Íslands skilar sér beint í bættum vaxtakjörum ríkissjóðs á alþjóðlegum fjármagnsmörkuðum. Þetta skiptir því máli. Ávinningurinn af hærri lánshæfiseinkunn einskorðast hins vegar ekki við ríkissjóð. Vaxtakjör íslensku bankanna haldast hverju sinni í hendur við lánshæfi ríkisins. Þessi þróun hefur því einnig jákvæð áhrif á aðgengi og lánakjör þeirra á erlendum mörkuðum sem aftur skilar sér í lægri fjármögnunarkostnaði fyrir íslensk fyrirtæki og heimili. Þótt lánshæfiseinkunn ríkisins hafi nú þegar hækkað skarpt á skömmum tíma þá eru líkur á því að hún eigi að óbreyttu að geta hækkað um tvo flokka til viðbótar. Þannig eru ýmsar þjóðir í Evrópu, sem eru með umtalsvert verri skuldastöðu en íslenska ríkið, með hærri lánshæfiseinkunn en Ísland. Sú staða ætti brátt að taka breytingum. Þar skiptir ekki hvað síst máli að á aðeins þremur árum hafa skuldir ríkissjóðs lækkað um 400 milljarða – sem hlutfall af landsframleiðslu verða þær um 32 prósent í lok næsta árs – og útlit er fyrir að þær lækki enn frekar næstu árin. Þá er hrein erlend staða þjóðarbúsins jákvæð um 4,4 prósent af landsframleiðslu sem þýðir að Ísland er þar í hópi með stöndugustu ríkjum Evrópu á borð við Sviss, Noreg, Austurríki og Svíþjóð. Sú ákvörðun Fitch að hækka lánshæfiseinkunn Íslands örfáum dögum áður en ný ríkisstjórn kynnti fjárlagafrumvarpið er ákveðin traustsyfirlýsing. Gengið var út frá því að haldið yrði áfram á sömu braut í ríkisfjármálum. Það mat reyndist að mestu rétt. Afgangurinn verður þó lítillega minni en lagt var upp með í fyrra fjárlagafrumvarpi. Það eru vonbrigði enda virðist nú útséð um að vextir Seðlabankans lækki frekar í bili. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hörður Ægisson Mest lesið „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Er sjávarútvegur einkamál kvótakónga? Finnbjörn A. Hermannsson Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Ísland er ekki stjórntækt með verðtryggingu? Örn Karlsson Skoðun Ó Palestína Arnar Eggert Thoroddsen Skoðun Að þora að stíga skref Magnús Þór Jónsson Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun Hvernig getum við stigið upp úr sorginni? Birna Guðný Björnsdóttir Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun
Skuldabréfaútgáfur ríkisins sæta almennt ekki tíðindum. Þau tímamót urðu hins vegar í vikunni að ríkissjóður gaf út 500 milljóna evra skuldabréf á hagstæðustu kjörum sem hann hefur nokkurn tíma fengið á erlendum fjármagnsmörkuðum. Andvirði skuldabréfsins, sem er til fimm ára og ber 0,5 prósenta fasta vexti á ávöxtunarkröfunni 0,56 prósent, er einkum nýtt til að gera upp eldri og óhagstæðari skuldabréfaútgáfu og þannig spara ríkinu árlega milljarða í vaxtakostnað. Eftirspurnin var áttfalt meiri en framboðið sem er til marks um það traust og tiltrú sem erlendir fjárfestar hafa á íslenska hagkerfinu. Ljóst er að enn ein hækkunin á lánshæfismati Íslands – matsfyrirtækið Fitch hækkaði einkunn ríkisins í liðinni viku úr A- í A – hefur átt sinn þátt í því að kjörin voru eins góð og raun bar vitni. Í rökstuðningi Fitch er vísað til mikils og viðvarandi viðskiptaafgangs, batnandi ytri stöðu þjóðarbúsins, efnahagsstöðugleika, lækkunar á skuldum ríkisins og kröftugs hagvaxtar. Haftaáætlun stjórnvalda sem var kynnt sumarið 2015, sem þótti trúverðug og hefur reynst með eindæmum vel heppnuð, hefur skipt sköpum í þeirri efnahagsþróun. Frá þeim tíma hefur lánshæfiseinkunn Íslands hækkað meira og hraðar en fordæmi eru fyrir hjá nokkru öðru ríki í sögunni. Orðspor alþjóðlegu matsfyrirtækjanna skaðaðist verulega við alþjóðlegu fjármálakreppuna. Hvaða skoðun sem menn kunna að hafa á fyrirtækjunum í dag er það engu að síður staðreynd að mat þeirra á lánshæfi þjóðríkja hefur áhrif á fjárfestingarákvarðanir stórs hóps alþjóðlegra fagfjárfesta. Hækkun á lánshæfiseinkunn Íslands skilar sér beint í bættum vaxtakjörum ríkissjóðs á alþjóðlegum fjármagnsmörkuðum. Þetta skiptir því máli. Ávinningurinn af hærri lánshæfiseinkunn einskorðast hins vegar ekki við ríkissjóð. Vaxtakjör íslensku bankanna haldast hverju sinni í hendur við lánshæfi ríkisins. Þessi þróun hefur því einnig jákvæð áhrif á aðgengi og lánakjör þeirra á erlendum mörkuðum sem aftur skilar sér í lægri fjármögnunarkostnaði fyrir íslensk fyrirtæki og heimili. Þótt lánshæfiseinkunn ríkisins hafi nú þegar hækkað skarpt á skömmum tíma þá eru líkur á því að hún eigi að óbreyttu að geta hækkað um tvo flokka til viðbótar. Þannig eru ýmsar þjóðir í Evrópu, sem eru með umtalsvert verri skuldastöðu en íslenska ríkið, með hærri lánshæfiseinkunn en Ísland. Sú staða ætti brátt að taka breytingum. Þar skiptir ekki hvað síst máli að á aðeins þremur árum hafa skuldir ríkissjóðs lækkað um 400 milljarða – sem hlutfall af landsframleiðslu verða þær um 32 prósent í lok næsta árs – og útlit er fyrir að þær lækki enn frekar næstu árin. Þá er hrein erlend staða þjóðarbúsins jákvæð um 4,4 prósent af landsframleiðslu sem þýðir að Ísland er þar í hópi með stöndugustu ríkjum Evrópu á borð við Sviss, Noreg, Austurríki og Svíþjóð. Sú ákvörðun Fitch að hækka lánshæfiseinkunn Íslands örfáum dögum áður en ný ríkisstjórn kynnti fjárlagafrumvarpið er ákveðin traustsyfirlýsing. Gengið var út frá því að haldið yrði áfram á sömu braut í ríkisfjármálum. Það mat reyndist að mestu rétt. Afgangurinn verður þó lítillega minni en lagt var upp með í fyrra fjárlagafrumvarpi. Það eru vonbrigði enda virðist nú útséð um að vextir Seðlabankans lækki frekar í bili.
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun