Dálítið góður jólakokteill Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 15. desember 2017 10:45 Sönghópurinn Elfur ætlar að láta raddirnar hljóma í Fríkirkjunni í Reykjavík í kvöld. Sönghópurinn Elfur heldur jólatónleika í kvöld klukkan 20 í Fríkirkjunni í Reykjavík. Þar eru á ferðinni sex atvinnusöngkonur sem spanna vítt raddsvið. Þetta eru þær Hulda Dögg Proppé sópran, Thelma Hrönn Sigurdórsdóttir sópran, Rakel Edda Guðmundsdóttir sópran, Auður Guðjohnsen alt, Lilja Dögg Gunnarsdóttir alt og Svanfríður Hlín Gunnarsdóttir alt. „Þetta er dálítið góður jólakokteill,“ segir Auður um prógrammið og tekur fram að þær stöllur syngi a cappella, það er að segja tónlist sem er eingöngu fyrir raddir. „Það er ekki mikið um svoleiðis tónleika,“ bendir hún á og kveðst telja dagskrána metnaðarfulla og glæsilega. „Við syngjum jólalög í bland við önnur og þetta eru meðal annars útsetningar eftir okkur í hópnum. Við erum nokkrar þar sem erum dálítið að útsetja og græjum texta sjálfar við lög sem eru ekki með íslenskum texta.“ Þetta er greinilega fjölhæfur hópur sem gengur í verkin og gerir það sem gera þarf, meðal annars að yrkja. En er ekki eitthvað á dagskránni sem almenningur þekkir? „Jú, jú,“ svarar Auður sannfærandi. „Þetta eru alveg lög sem fólk þekkir. Raddirnar okkar sjá bara um undirleikinn og því útsetjum við þau fyrir raddirnar.“ Menning Mest lesið Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Lífið Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Lífið Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Lífið Tjáði sig um ástarsambandið sem splundraði tveimur hjónaböndum Bíó og sjónvarp Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Lífið Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Lífið Fáklædd og flott á dreglinum Tíska og hönnun Pabbi fyrir tvítugt, ekkill þrítugur, afi um fertugt og veltir rúmum milljarði Áskorun Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Lífið Rick Davies í Supertramp er látinn Lífið Fleiri fréttir Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira
Sönghópurinn Elfur heldur jólatónleika í kvöld klukkan 20 í Fríkirkjunni í Reykjavík. Þar eru á ferðinni sex atvinnusöngkonur sem spanna vítt raddsvið. Þetta eru þær Hulda Dögg Proppé sópran, Thelma Hrönn Sigurdórsdóttir sópran, Rakel Edda Guðmundsdóttir sópran, Auður Guðjohnsen alt, Lilja Dögg Gunnarsdóttir alt og Svanfríður Hlín Gunnarsdóttir alt. „Þetta er dálítið góður jólakokteill,“ segir Auður um prógrammið og tekur fram að þær stöllur syngi a cappella, það er að segja tónlist sem er eingöngu fyrir raddir. „Það er ekki mikið um svoleiðis tónleika,“ bendir hún á og kveðst telja dagskrána metnaðarfulla og glæsilega. „Við syngjum jólalög í bland við önnur og þetta eru meðal annars útsetningar eftir okkur í hópnum. Við erum nokkrar þar sem erum dálítið að útsetja og græjum texta sjálfar við lög sem eru ekki með íslenskum texta.“ Þetta er greinilega fjölhæfur hópur sem gengur í verkin og gerir það sem gera þarf, meðal annars að yrkja. En er ekki eitthvað á dagskránni sem almenningur þekkir? „Jú, jú,“ svarar Auður sannfærandi. „Þetta eru alveg lög sem fólk þekkir. Raddirnar okkar sjá bara um undirleikinn og því útsetjum við þau fyrir raddirnar.“
Menning Mest lesið Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Lífið Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Lífið Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Lífið Tjáði sig um ástarsambandið sem splundraði tveimur hjónaböndum Bíó og sjónvarp Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Lífið Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Lífið Fáklædd og flott á dreglinum Tíska og hönnun Pabbi fyrir tvítugt, ekkill þrítugur, afi um fertugt og veltir rúmum milljarði Áskorun Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Lífið Rick Davies í Supertramp er látinn Lífið Fleiri fréttir Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira