Erlent

Harry og Meghan ganga í það heilaga þann 19. maí

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Harry og Meghan þegar þau tilkynntu um trúlofun sína í liðnum mánuði.
Harry og Meghan þegar þau tilkynntu um trúlofun sína í liðnum mánuði. vísir/getty
Harry Bretaprins og bandaríska leikkona Meghan Markle munu ganga í það heilaga þann 19. maí 2018. Þetta kemur fram í tilkynningu sem Kensington-höll sendi frá sér fyrr í dag.

Parið, sem hefur saman frá því í júlí 2016, tilkynnti um trúlofun sína í nóvember. Skömmu síðar bárust fregnir af því að brúðkaupið færi fram næsta vor og að athöfnin yrði í kapellu heilags Georgs í Windsor-kastala.

Konungsfjölskyldan mun borga fyrir brúðkaupið, þar á meðal fyrir athöfnina, veisluna, tónlistaratriði og blómin.

Harry og Meghan munu verja jólunum saman á Sandringham-setrinu með Elísabetu Englandsdrottningu, ömmy Harry.

Athygli vekur að brúðkaupið ber upp á sama dag og úrslitaleikinn í ensku bikarkeppninni sem Vilhjálmur, hertoginn af Cambridge og bróðir Harry, fer vanalega á þar sem hann er forseti Enska knattspyrnusambandsins.

Harry og Meghan komu í fyrsta sinn opinberlega fram saman í Nottingham þann 1. desember síðastliðinn.

Hér fyrir neðan má sjá viðtal sem tekið var við þau í tilefni af trúlofun þeirra.

Fréttin hefur verið uppfærð.


Tengdar fréttir

Hver er Meghan Markle?

Harry Bretaprins og Meghan Markle munu ganga í hjónaband næsta vor.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×