Rappar með sveitinni Pöndunum 17. desember 2017 10:15 Hinn ellefu ára Arnaldur Halldórsson sló í gegn sem jólastjarna á jólatónleikum Björgvins. Vísir/Vilhelm Hinn ellefu ára Arnaldur Halldórsson sló í gegn sem jólastjarna á jólatónleikum Björgvins. En hvernig leið honum á sviðinu í Hörpu? Mjög vel og það var gaman að syngja fyrir allt fólkið. Stemmningin í hópnum varlíka gríðarlega góð en oft var kvartað yfir því að við krakkarnir hefðum of hátt. Var þetta eins og þú reiknaðir með? Nei, allt var miklu stærra og flottara en ég átti von á. Ég vissi heldur ekki að við krakkarnir yrðum strax svona góðir vinir. Vonandi hitti ég þá fljótt aftur. Hvaða lög söngst þú? Ég söng Dag einn um Jólin sem er íslenska útgáfan af Someday at Christmas eftir Stevie Wonder. Svo sungum við jólastjörnurnar lagið „Nei, nei, ekki um jólin“ með kónginum sjálfum, Bó. Hefur þú sungið opinberlega áður? Ég var í Sönglist í tvö ár og þar komum við fram á sýningum fyrir ættingja og vini. Síðan fórum við nokkrir vinir um daginn á elliheimilið á Seltjarnarnesi og sungum fyrir eldri borgarana. Svo er ég í rapphljómsveitinni Pöndurnar en við erum ennþá bara á Youtube. Ferðu oft á tónleika? Nei ekki oft en ég fór á Justin Bieber og það er eftirminnilegt. Svo sá ég Zöru Larsson, það var ekki jafn spennandi. Hlustar þú mikið á tónlist? Ég hlusta á tónlist alla daga og fíla rapp, popp og rólegt. Annars hef ég mest verið að hlusta á jólalög síðustu vikur Átt þú þér eftirlætis tónlistarmann/konu? Ég held mest upp á JóaPé og Króla í rappinu og Ed Sheeran í poppinu. Svo er Páll Óskar frábær og það var gaman að syngja með honum í Hörpu. Hver eru helstu áhugamálin? Að leika, syngja og dansa. Í augnablikinu er söngurinn númer eitt. En skemmtilegast er að blanda þessu öllu saman eins og gert er í söngleikjum. Ég er líka í stökkfimleikum hjá Gróttu og mér finnst alltaf gaman að leika við vini mína. Hvað langar þig að verða? Mig dreymir um að verða leikari, dansari, söngvari og rappari. Kannski líka útvarpsmaður. Hvað finnst þér best við jólin? Kærleikurinn. Síðan elska ég smákökurnar sem ömmur mínar baka. Krakkar Mest lesið „Risa tilkynning“ Lífið Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Tíska og hönnun „Ég myndi ekki vilja fá þetta í andlitið“ Lífið Laufey Lín og Bjarki á lista Forbes Lífið Birgitta prinsessa er látin Lífið Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu Menning Þetta hlustaði heimsbyggðin á árið 2024 Lífið Taka sér hlé hvort frá öðru Lífið Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Lífið 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Lífið Fleiri fréttir Ásta Fanney til Feneyja Þetta hlustaði heimsbyggðin á árið 2024 Birgitta prinsessa er látin Laufey Lín og Bjarki á lista Forbes Með okkar augum fengu Kærleikskúluna Flatur strúktúr gekk ekki upp Fyrsta verkefni þingmanna verði að mála mynd hver af öðrum Tónlistarkona selur íbúð í miðbænum „Ég myndi ekki vilja fá þetta í andlitið“ Taka sér hlé hvort frá öðru Sá yngsti 23 ára og sá elsti 98 ára Þjóðþekktir einstaklingar búa til pláss fyrir grínstjóra UNICEF „Risa tilkynning“ Komst í jólaskapið í september 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Fitusmánuð á rauða dreglinum Daníel Takefusa og Ásdís Eva selja íbúð á eftirsóttum stað Sóli mátti bara tala í eftirhermum Heitasti útvarpsmaður landsins selur slotið Dagur og Jónas Reynir fá ekki starfslaun Gummi Kíró og Lína fagna fimm árum af ást Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Hlýlegt sjónvarpsherbergi með vínbar í Garðabæ Kvöddu með stæl Ástfangnar í tuttugu ár Gísli Pálmi er orðinn pabbi Harold með ólæknandi krabbamein Opna „hommalegustu blómabúðina í bænum“ Orð ársins vísar til rotnunar heilans Alma Möller og Inga Sæland í mesta stuðinu Sjá meira
Hinn ellefu ára Arnaldur Halldórsson sló í gegn sem jólastjarna á jólatónleikum Björgvins. En hvernig leið honum á sviðinu í Hörpu? Mjög vel og það var gaman að syngja fyrir allt fólkið. Stemmningin í hópnum varlíka gríðarlega góð en oft var kvartað yfir því að við krakkarnir hefðum of hátt. Var þetta eins og þú reiknaðir með? Nei, allt var miklu stærra og flottara en ég átti von á. Ég vissi heldur ekki að við krakkarnir yrðum strax svona góðir vinir. Vonandi hitti ég þá fljótt aftur. Hvaða lög söngst þú? Ég söng Dag einn um Jólin sem er íslenska útgáfan af Someday at Christmas eftir Stevie Wonder. Svo sungum við jólastjörnurnar lagið „Nei, nei, ekki um jólin“ með kónginum sjálfum, Bó. Hefur þú sungið opinberlega áður? Ég var í Sönglist í tvö ár og þar komum við fram á sýningum fyrir ættingja og vini. Síðan fórum við nokkrir vinir um daginn á elliheimilið á Seltjarnarnesi og sungum fyrir eldri borgarana. Svo er ég í rapphljómsveitinni Pöndurnar en við erum ennþá bara á Youtube. Ferðu oft á tónleika? Nei ekki oft en ég fór á Justin Bieber og það er eftirminnilegt. Svo sá ég Zöru Larsson, það var ekki jafn spennandi. Hlustar þú mikið á tónlist? Ég hlusta á tónlist alla daga og fíla rapp, popp og rólegt. Annars hef ég mest verið að hlusta á jólalög síðustu vikur Átt þú þér eftirlætis tónlistarmann/konu? Ég held mest upp á JóaPé og Króla í rappinu og Ed Sheeran í poppinu. Svo er Páll Óskar frábær og það var gaman að syngja með honum í Hörpu. Hver eru helstu áhugamálin? Að leika, syngja og dansa. Í augnablikinu er söngurinn númer eitt. En skemmtilegast er að blanda þessu öllu saman eins og gert er í söngleikjum. Ég er líka í stökkfimleikum hjá Gróttu og mér finnst alltaf gaman að leika við vini mína. Hvað langar þig að verða? Mig dreymir um að verða leikari, dansari, söngvari og rappari. Kannski líka útvarpsmaður. Hvað finnst þér best við jólin? Kærleikurinn. Síðan elska ég smákökurnar sem ömmur mínar baka.
Krakkar Mest lesið „Risa tilkynning“ Lífið Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Tíska og hönnun „Ég myndi ekki vilja fá þetta í andlitið“ Lífið Laufey Lín og Bjarki á lista Forbes Lífið Birgitta prinsessa er látin Lífið Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu Menning Þetta hlustaði heimsbyggðin á árið 2024 Lífið Taka sér hlé hvort frá öðru Lífið Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Lífið 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Lífið Fleiri fréttir Ásta Fanney til Feneyja Þetta hlustaði heimsbyggðin á árið 2024 Birgitta prinsessa er látin Laufey Lín og Bjarki á lista Forbes Með okkar augum fengu Kærleikskúluna Flatur strúktúr gekk ekki upp Fyrsta verkefni þingmanna verði að mála mynd hver af öðrum Tónlistarkona selur íbúð í miðbænum „Ég myndi ekki vilja fá þetta í andlitið“ Taka sér hlé hvort frá öðru Sá yngsti 23 ára og sá elsti 98 ára Þjóðþekktir einstaklingar búa til pláss fyrir grínstjóra UNICEF „Risa tilkynning“ Komst í jólaskapið í september 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Fitusmánuð á rauða dreglinum Daníel Takefusa og Ásdís Eva selja íbúð á eftirsóttum stað Sóli mátti bara tala í eftirhermum Heitasti útvarpsmaður landsins selur slotið Dagur og Jónas Reynir fá ekki starfslaun Gummi Kíró og Lína fagna fimm árum af ást Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Hlýlegt sjónvarpsherbergi með vínbar í Garðabæ Kvöddu með stæl Ástfangnar í tuttugu ár Gísli Pálmi er orðinn pabbi Harold með ólæknandi krabbamein Opna „hommalegustu blómabúðina í bænum“ Orð ársins vísar til rotnunar heilans Alma Möller og Inga Sæland í mesta stuðinu Sjá meira