Þrír milljarðar fara í að greiða upp halla Sveinn Arnarsson skrifar 16. desember 2017 07:00 Á glæru Bjarna Benediktssonar sést að talað er um 4,2 milljarða aukalega til lyfjakaupa. vísir/Ernir Meirihluti þeirra 4,2 milljarða króna sem fara aukalega til lyfjakaupa í nýju fjárlagafrumvarpi Bjarna Benediktssonar verður nýttur til að greiða niður fjárlagahalla þessa árs. Aðeins um 700 milljónir króna fara aukalega í lyfjakaup árið 2018.Jakob Falur GarðarssonFréttablaðið greindi frá því þann 14. febrúar síðastliðinn að ekkert fjármagn væri til til þess að taka upp ný lyf. Ríkisstjórnin gaf það svo út þremur dögum seinna að veita ætti aukið fé til upptöku nýrra lyfja. Það fjármagn var aldrei sett inn í málaflokkinn heldur hafa lyfjagreiðslunefnd og sjúkratryggingar keyrt fram úr þeim ramma sem þeim var settur í síðustu fjárlögum. Það fé sem mun fara aukalega til lyfjakaupa er því um 700 milljónir. „Það er sannarlega fagnaðarefni að sjá hærra framlag til málaflokksins en við höfum átt að venjast undanfarin ár,“ segir Jakob Falur Garðarsson, formaður Frumtaka. „Við höfum bent á að oft hefur þurft að bregðast við í kjölfar fjárlaga til að tryggja sem kostur er sjúklingum nýjustu lyf vegna þess að ekki var gert ráð fyrir þeim í fjárlagaáætlun. Það var gert á árinu sem nú er að líða. Því er í þessum fjárlögum verið að taka á uppsöfnuðum halla þessa árs.“Af þeim 4,2 milljörðum fer megnið í að greiða fyrir ákvörðun fjármálaráðherra og heilbrigðisráðherra í síðustu ríkisstjórn, sem samþykkt var á ríkisstjórnarfundi þann 17. febrúar síðastliðinn.vísir/vilhelmÁður hefur komið fram að íslenskt heilbrigðiskerfi er eftirbátur heilbrigðiskerfanna á Norðurlöndunum hvað varðar upptöku nýrra krabbameinslyfja til að mynda og höfum við verið hálfdrættingar á við Skandinava upp á síðkastið. Því gefur aukið fjármagn í málaflokkinn von um að íslenskir sjúklingar geti fengið lyfjameðferð sambærilega þeirri sem veitt er í nágrannalöndum okkar. „Við höfum verið eftirbátar okkar nágrannalanda,“ segir Jakob Falur. „Með þessu fjárlagafrumvarpi er sannarlega verið að bregðast við þeirri stöðu sem uppi hefur verið undanfarin ár.“ Að mati Jakobs Fals hafa fjárlög undanfarinna ára ekki verið í takt við raunveruleikann um fjölda sjúklinga og þörfina á nýjum góðum lyfjum, til að mynda gigtar- og krabbameinslyfjum. Nú sýnist honum hins vegar að fjárlagafrumvarpið endurspegli þá þörf sem uppi er. „Ekki einungis er verið að taka á uppsafnaða vandanum, heldur virðist ljóst að ríkisstjórnin ætlar að standa við þau orð að styrkja heilbrigðiskerfið og þar er aðgengi að nýjum lyfjum lykilatriði.“ Fjárlagafrumvarp 2018 Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Innlent „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Innlent Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Erlent Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Innlent „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ Innlent Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Erlent Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Innlent Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna Erlent Fleiri fréttir Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Hafna því að hafa boðið nokkra launahækkun „Það er allt á floti“ Hringvegurinn farinn í sundur á tveimur stöðum Bein útsending: Áhyggjur af framtíð Reykjavíkurflugvallar Tvöfölduðu refsinguna fyrir skotárásina við Silfratjörn Átta ára fangelsisvist staðfest Vinir Kópavogs þáðu styrki án réttrar skráningar Eiginkona Ragnars Þórs aðstoðar Ásthildi Lóu Krefjast svara hvort ráðherra hafi skipt sér af kjaraviðræðum Fengu óveðrið beint í æð „Þetta er bara rétt byrjunin ef við hugsum ekki í forvörnum“ Segir mannslífum stofnað í hættu með lokun flugbrautar Bandbrjálað veður á Stöðvarfirði og allir kallaðir til Nýr fundur boðaður eftir hádegi eftir „jákvæða framvindu“ Verkföllum aflýst eftir að samningi var landað hjá sátta Fara fram á að Kópavogsbær fresti lokuninni á Dalvegi Isavia fær tvo daga til að loka flugbrautinni Sjá meira
Meirihluti þeirra 4,2 milljarða króna sem fara aukalega til lyfjakaupa í nýju fjárlagafrumvarpi Bjarna Benediktssonar verður nýttur til að greiða niður fjárlagahalla þessa árs. Aðeins um 700 milljónir króna fara aukalega í lyfjakaup árið 2018.Jakob Falur GarðarssonFréttablaðið greindi frá því þann 14. febrúar síðastliðinn að ekkert fjármagn væri til til þess að taka upp ný lyf. Ríkisstjórnin gaf það svo út þremur dögum seinna að veita ætti aukið fé til upptöku nýrra lyfja. Það fjármagn var aldrei sett inn í málaflokkinn heldur hafa lyfjagreiðslunefnd og sjúkratryggingar keyrt fram úr þeim ramma sem þeim var settur í síðustu fjárlögum. Það fé sem mun fara aukalega til lyfjakaupa er því um 700 milljónir. „Það er sannarlega fagnaðarefni að sjá hærra framlag til málaflokksins en við höfum átt að venjast undanfarin ár,“ segir Jakob Falur Garðarsson, formaður Frumtaka. „Við höfum bent á að oft hefur þurft að bregðast við í kjölfar fjárlaga til að tryggja sem kostur er sjúklingum nýjustu lyf vegna þess að ekki var gert ráð fyrir þeim í fjárlagaáætlun. Það var gert á árinu sem nú er að líða. Því er í þessum fjárlögum verið að taka á uppsöfnuðum halla þessa árs.“Af þeim 4,2 milljörðum fer megnið í að greiða fyrir ákvörðun fjármálaráðherra og heilbrigðisráðherra í síðustu ríkisstjórn, sem samþykkt var á ríkisstjórnarfundi þann 17. febrúar síðastliðinn.vísir/vilhelmÁður hefur komið fram að íslenskt heilbrigðiskerfi er eftirbátur heilbrigðiskerfanna á Norðurlöndunum hvað varðar upptöku nýrra krabbameinslyfja til að mynda og höfum við verið hálfdrættingar á við Skandinava upp á síðkastið. Því gefur aukið fjármagn í málaflokkinn von um að íslenskir sjúklingar geti fengið lyfjameðferð sambærilega þeirri sem veitt er í nágrannalöndum okkar. „Við höfum verið eftirbátar okkar nágrannalanda,“ segir Jakob Falur. „Með þessu fjárlagafrumvarpi er sannarlega verið að bregðast við þeirri stöðu sem uppi hefur verið undanfarin ár.“ Að mati Jakobs Fals hafa fjárlög undanfarinna ára ekki verið í takt við raunveruleikann um fjölda sjúklinga og þörfina á nýjum góðum lyfjum, til að mynda gigtar- og krabbameinslyfjum. Nú sýnist honum hins vegar að fjárlagafrumvarpið endurspegli þá þörf sem uppi er. „Ekki einungis er verið að taka á uppsafnaða vandanum, heldur virðist ljóst að ríkisstjórnin ætlar að standa við þau orð að styrkja heilbrigðiskerfið og þar er aðgengi að nýjum lyfjum lykilatriði.“
Fjárlagafrumvarp 2018 Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Innlent „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Innlent Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Erlent Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Innlent „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ Innlent Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Erlent Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Innlent Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna Erlent Fleiri fréttir Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Hafna því að hafa boðið nokkra launahækkun „Það er allt á floti“ Hringvegurinn farinn í sundur á tveimur stöðum Bein útsending: Áhyggjur af framtíð Reykjavíkurflugvallar Tvöfölduðu refsinguna fyrir skotárásina við Silfratjörn Átta ára fangelsisvist staðfest Vinir Kópavogs þáðu styrki án réttrar skráningar Eiginkona Ragnars Þórs aðstoðar Ásthildi Lóu Krefjast svara hvort ráðherra hafi skipt sér af kjaraviðræðum Fengu óveðrið beint í æð „Þetta er bara rétt byrjunin ef við hugsum ekki í forvörnum“ Segir mannslífum stofnað í hættu með lokun flugbrautar Bandbrjálað veður á Stöðvarfirði og allir kallaðir til Nýr fundur boðaður eftir hádegi eftir „jákvæða framvindu“ Verkföllum aflýst eftir að samningi var landað hjá sátta Fara fram á að Kópavogsbær fresti lokuninni á Dalvegi Isavia fær tvo daga til að loka flugbrautinni Sjá meira