Lífið

Telja að í orðum felist kraftur

Guðný Hrönn skrifar
Þóra og Kolbrún segja Nafnspjöldin vera tilvalda gjöf.
Þóra og Kolbrún segja Nafnspjöldin vera tilvalda gjöf. vísir/eyþór
Þær Kolbrún Pálína og Þóra Sigurðardóttir stofnuðu vefverslunina Nostr, sem sérhæfir sig í veggspjöldum, fyrir ári. Þar ná þær að sameinuðu ástríðu sína fyrir fallegum orðum og hönnun. „Nostr er hugsað sem okkar vettvangur til að fá útrás fyrir sköpunargleðina. Við höfum báðar starfað við fjölmiðla og hér er það ást okkar á tungumálinu og merkingu þess sem fær útrás,“ segir Kolbrún.

Stöllurnar hafa mikla trú á að í orðum felist mikill kraftur.

„Við erum flest nokkuð lunkin við að nota leiðindaorð en fólki er það síður tamt að nota falleg orð. Það var hugmyndin að baki Nafnspjöldunum.“

„Við byrjuðum með eina útfærsluhugmynd en síðan hefur fólk tekið þessa hugmynd og útfært á ótal vegu. Í flestum tilfellum sendir fólk okkur nafnið á viðkomandi sem það vill gleðja og lýsingarorð með,“ segir Þóra.

Nafnaspjöldin eru ekki einu veggspjöldin frá Nostr sem hafa vakið lukku en nýlega bættu þær við stjörnumerkjum sem hafa vakið athygli. „Við erum afar stoltar af stjörnumerkjunum okkar og til að toppa það þá eru þau komin í sölu í Hrím,“ segir Kolbrún.

Þær Kolbrún og Þóra vilja benda á að á laugardaginn á milli klukkan 14.00 og 17.00 verða þær með uppákomu ásamt Andreu Magnúsdóttur í verslun hennar í Strandgötunni í Hafnarfirði. „Þar munum við selja myndir á jólatilboði og aðstoða fólk sem hefur áhuga á að panta Nafnspjald.“








Fleiri fréttir

Sjá meira


×