Gott að vinna í kringum aðra Guðný Hrönn skrifar 16. desember 2017 14:00 Sigga Maija, Íris og Ragnar reka MINØR Coworking-vinnustofurnar úti á Granda. vísir/stefán Ljósmyndarinn Íris Ann Sigurðardóttir rekur MINØR Coworking vinnustofuna úti á Granda ásamt fatahönnuðinum Siggu Maiju og hönnuðinum Ragnari Visage. Þar hefur um það bil 25 manna hópur fólks sem starfar í skapandi greinum vinnuaðstöðu. Íris segir að á vinnustofunni fái sköpunargleðin innspýtingu. Ævintýrið í kringum MINØR hófst fyrir þremur árum þegar Íris og vinkona hennar voru að leita sér að vinnuaðstöðu.„Þá fundum við þetta rými úti á Granda sem var um það bil 300 fermetrar. Þetta var eitthvað svo skemmtilega hrátt og við tímdum ekki að sleppa því frá okkur þó að það væri allt of stórt fyrir okkur tvær.“ „Þannig að við ákváðum að fá fleiri með okkur í rýmið en við vorum ekki nema fimm í upphafi,“ útskýrir Íris. Hún segir MINØR Coworking hafa þróast hratt og mikið síðan þá. Upphaflegi hópurinn í MINØR hafði svo augastað á 500 fermetra rými sem stóð til hliðar við þeirra rými. „Við ákváðum svo að bæta því við okkur fyrir ári síðan, þannig að við erum núna komin í 800 fermetra.“ Hörkuvinna en vel þess virðiMINØR Coworking rýmið er ekki rekið í gróðaskyni. Spurð út í hvort það krefjist ekki mikillar vinnu að halda utan um reksturinn svarar Íris játandi. „Jú, vissulega er þetta hörkuvinna, en þetta er svo skemmtilegt og við höfum mikla trú á þessu. Rýmið býður upp á marga möguleika. Við erum að vinna að því alla daga að betrumbæta aðstöðuna. Það er góður meðbyr núna og við erum spennt fyrir framhaldinu.“Hluti fólksins sem hefur vinnuaðstöðu á MINØR, þar sem sköpunargleðin fær innspýtingu.vísir/stefánÍris segir mikið vatn hafa runnið til sjávar síðan hún tók við rýminu. „Þetta var rosa hrátt í upphafi. Það fór mikil vinna í að skrúbba út fisklyktina. En í dag erum við komin með til dæmis silkiprentaðstöðu, saumaaðstöðu og, ljósmyndastofu og viðburðasal fyrir ýmiss konar námskeið og uppákomur. Svo fengum við um daginn óvænt rými í verbúð við Grandagarð 25 þar sem hönnuðir hjá MINØR Coworking hafa opnað litla hönnunarverslun sem verður opin í nokkra mánuði.“ Spark í rassinnAðspurð hvort það sé mikilvægt að hennar mati fyrir fólk í listgreinum að vinna í skapandi umhverfi, í stað þess að vinna einn heima, segir Íris: „Já, það er rosa mikill munur. Maður fær mikinn innblástur við að sjá hvað annað fólk er að gera og tala við aðra. Margir hérna hafa einmitt verið að vinna lengi heima og tala um að það sé þreytandi. Maður fær ákveðið spark í rassinn við að mæta á staðinn þar sem eitthvað er að gerast. Svo er mikill vinskapur í þessu. Við erum öll að vinna í svo mismunandi greinum og þannig myndast gott tækifæri til samvinnu.“ Tíska og hönnun Mest lesið Aron Kristinn orðinn pabbi Lífið Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Lífið Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Lífið Umboðsmaður Jenner lést af slysförum Lífið „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Lífið Komu Balmain Hair Couture í Hagkaup fagnað með glæsilegum viðburði Lífið samstarf Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið Fleiri fréttir Var orðið að spurningu um líf og dauða Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Fyrst skíði og nú golf Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén Sjá meira
Ljósmyndarinn Íris Ann Sigurðardóttir rekur MINØR Coworking vinnustofuna úti á Granda ásamt fatahönnuðinum Siggu Maiju og hönnuðinum Ragnari Visage. Þar hefur um það bil 25 manna hópur fólks sem starfar í skapandi greinum vinnuaðstöðu. Íris segir að á vinnustofunni fái sköpunargleðin innspýtingu. Ævintýrið í kringum MINØR hófst fyrir þremur árum þegar Íris og vinkona hennar voru að leita sér að vinnuaðstöðu.„Þá fundum við þetta rými úti á Granda sem var um það bil 300 fermetrar. Þetta var eitthvað svo skemmtilega hrátt og við tímdum ekki að sleppa því frá okkur þó að það væri allt of stórt fyrir okkur tvær.“ „Þannig að við ákváðum að fá fleiri með okkur í rýmið en við vorum ekki nema fimm í upphafi,“ útskýrir Íris. Hún segir MINØR Coworking hafa þróast hratt og mikið síðan þá. Upphaflegi hópurinn í MINØR hafði svo augastað á 500 fermetra rými sem stóð til hliðar við þeirra rými. „Við ákváðum svo að bæta því við okkur fyrir ári síðan, þannig að við erum núna komin í 800 fermetra.“ Hörkuvinna en vel þess virðiMINØR Coworking rýmið er ekki rekið í gróðaskyni. Spurð út í hvort það krefjist ekki mikillar vinnu að halda utan um reksturinn svarar Íris játandi. „Jú, vissulega er þetta hörkuvinna, en þetta er svo skemmtilegt og við höfum mikla trú á þessu. Rýmið býður upp á marga möguleika. Við erum að vinna að því alla daga að betrumbæta aðstöðuna. Það er góður meðbyr núna og við erum spennt fyrir framhaldinu.“Hluti fólksins sem hefur vinnuaðstöðu á MINØR, þar sem sköpunargleðin fær innspýtingu.vísir/stefánÍris segir mikið vatn hafa runnið til sjávar síðan hún tók við rýminu. „Þetta var rosa hrátt í upphafi. Það fór mikil vinna í að skrúbba út fisklyktina. En í dag erum við komin með til dæmis silkiprentaðstöðu, saumaaðstöðu og, ljósmyndastofu og viðburðasal fyrir ýmiss konar námskeið og uppákomur. Svo fengum við um daginn óvænt rými í verbúð við Grandagarð 25 þar sem hönnuðir hjá MINØR Coworking hafa opnað litla hönnunarverslun sem verður opin í nokkra mánuði.“ Spark í rassinnAðspurð hvort það sé mikilvægt að hennar mati fyrir fólk í listgreinum að vinna í skapandi umhverfi, í stað þess að vinna einn heima, segir Íris: „Já, það er rosa mikill munur. Maður fær mikinn innblástur við að sjá hvað annað fólk er að gera og tala við aðra. Margir hérna hafa einmitt verið að vinna lengi heima og tala um að það sé þreytandi. Maður fær ákveðið spark í rassinn við að mæta á staðinn þar sem eitthvað er að gerast. Svo er mikill vinskapur í þessu. Við erum öll að vinna í svo mismunandi greinum og þannig myndast gott tækifæri til samvinnu.“
Tíska og hönnun Mest lesið Aron Kristinn orðinn pabbi Lífið Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Lífið Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Lífið Umboðsmaður Jenner lést af slysförum Lífið „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Lífið Komu Balmain Hair Couture í Hagkaup fagnað með glæsilegum viðburði Lífið samstarf Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið Fleiri fréttir Var orðið að spurningu um líf og dauða Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Fyrst skíði og nú golf Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén Sjá meira