Vatni og samlokum dreift til langþreyttra farþega Kristín Ólafsdóttir skrifar 17. desember 2017 16:29 Frá örtröðinni á Keflavíkurflugvelli í dag. Vatni og samlokum hefur verið dreift til farþega auk þess sem bráðaliðar standa vaktina ef eitthvað skyldi koma upp á. Vísir/Eyþór Mikill mannfjöldi bíður nú eftir afgreiðslu við söluskrifstofu Icelandair á Keflavíkurflugvelli. Samkvæmt upplýsingum frá ljósmyndara Vísis á svæðinu hafa einhverjir beðið í röðum á flugvellinum frá því klukkan 7:30 í morgun og sjá ekki enn fyrir endann á þessu. Upplýsingafulltrúi Isavia segir starfsmenn fyrirtækisins keppast við að gera bið farþeganna bærilegri. Mikil örtröð hefur myndast á Keflavíkurflugvelli þar sem nokkur hundruð manns bíða eftir afgreiðslu við söluskrifstofu Icelandair. Tuttugu flugferðum félagsins hefur verið aflýst í dag og öðrum seinkað vegna verkfalls flugvirkja sem hófst klukkan 6 í morgun. Ljósmyndari fréttastofu, sem verið hefur á Keflavíkurflugvelli frá því klukkan 15 í dag, segir þungt loft vera á flugvellinum og farþegar séu margir orðnir „kófsveittir“ eftir langa bið. Þá ræddi hann við konu sem kom með flugi frá Bandaríkjunum í morgun. Hún hafði verið í röðum á flugvellinum síðan klukkan 7:30 og sá ekki enn fyrir endann á biðinni. Þá vissu konan og samferðamenn hennar ekki af verkfalli flugvirkja fyrr en flugvélin var lent í Keflavík.Bráðaliðar til staðar ef þess þarf Guðjón Helgason, upplýsingafulltrúi Isavia, segir í samtali við Vísi að starfsfólk fyrirtækisins vinni nú hörðum höndum að því að gera biðina bærilegri fyrir farþegana. „Þetta er mjög löng röð,“ segir Guðjón en eins og fram hefur komið bíður fólkið eftir afgreiðslu hjá söluskrifstofu Icelandair. „Þar er fólk að fá gistingu og svo er verið að finna leið fyrir það til að komast til síns heima.“Biðin eftir afgreiðslu hefur verið löng.VísirÞá segir Guðjón að mannskapur á vegum fyrirtækisins hafi verið kallaður út aukalega vegna ástandsins á vellinum. Vatni og samlokum hefur verið dreift til farþega í röðinni og þá eru bráðaliðar einnig á svæðinu ef eitthvað skyldi koma upp á. Guðjón hafði ekki upplýsingar um hvenær áætlað væri að leyst yrði úr málinu. Ekki náðist í Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúa Icelandair, við vinnslu þessarar fréttar.Boðað til fundar klukkan 17 Alls hefur um tuttugu flugferðum til og frá Íslandi verið aflýst vegna verkfalls flugvirkja Icelandair auk þess sem að seinkun varð á öllum flugferðum félagsins frá Íslandi í morgun. Maraþonfundi samninganefndanna var slitið klukkan 2:30 í nótt án árangurs. Á þeim fundi lagði samninganefnd Samtaka atvinnulífsins fram tilboð sem flugvirkjar svöruðu. Því var svo hafnað af SA. Ríkissáttasemjari hefur boðað til fundar í kjaradeilu Flugvirkjafélag Íslands, Icelandair og Samtaka atvinnulífsins nú síðdegis. Fundurinn hefst klukkan 17 í húsnæði Ríkissáttasemjara. Fréttir af flugi Kjaramál Verkfall flugvirkja Icelandair Tengdar fréttir Verkfallið hefur áhrif á þessar flugferðir Icelandair Verkfall flugvirkja Icelandair hófst klukkan sex í morgun og búist er við röskunum á flugáætlun Icelandair vegna þess. 17. desember 2017 07:38 Símkerfi Icelandair lá niðri vegna álags Fjölmargir óánægðir farþegar hafa einnig látið í sér heyra í gegnum samfélagsmiðla félagsins en flugferðum hefur verið aflýst vegna verkfalls flugvirkja. 17. desember 2017 13:50 Verkfall flugvirkja Icelandair hafið Verkfall flugvirkja hjá Icelandair hófst klukkan sex í morgun. Fundi samninganefnda flugvirkja og Samtaka atvinnulífsins lauk í nótt án árangurs. 17. desember 2017 07:11 Boðað til fundar í kjaradeilu flugvirkja og Icelandair Ríkissáttasemjari hefur boðað til fundar í kjaradeilu Flugvirkjafélag Íslands, Icelandair og Samtaka atvinnulífsins nú síðdegis. Fundurinn hefst klukkan fimm í húsnæði Ríkissáttasemjara. 17. desember 2017 15:04 Mest lesið Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Innlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Erlent „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Innlent Erfitt að átta sig á áformum Trumps Erlent Þremur vísað út af Landspítalanum Innlent Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Innlent Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi Innlent Sundgestir reknir inn vegna þruma og eldinga Veður Fleiri fréttir Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Þungt yfir Bangkok og lögsókn vegna olíugjalda Endurreisn VG og njósnir á Íslandi Reyndi að stinga lögreglu af á torfæruhjóli Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Ungir skátar sæmdir forsetamerkinu Ný gæðavottun stuðli ekki að mismunun Mikið líf og fjör á Íslandsleikunum á Selfossi Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Hestar á vappi um Kórana Tilkynnt um ungmenni sem framdi rán og líkamsárás Spenna á Grænlandi og íslenskumiði í glugga leigubíla Bæjarstjórnin gagnrýnir skýrslu um hvernig eigi að byggja upp bæinn Roðsnakk frá 19 ára frumkvöðli slær í gegn Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Grænlandsheimsókn Vance og tíu tíma langir tónleikar Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Unglingur hrækti á lögreglumann Sjá meira
Mikill mannfjöldi bíður nú eftir afgreiðslu við söluskrifstofu Icelandair á Keflavíkurflugvelli. Samkvæmt upplýsingum frá ljósmyndara Vísis á svæðinu hafa einhverjir beðið í röðum á flugvellinum frá því klukkan 7:30 í morgun og sjá ekki enn fyrir endann á þessu. Upplýsingafulltrúi Isavia segir starfsmenn fyrirtækisins keppast við að gera bið farþeganna bærilegri. Mikil örtröð hefur myndast á Keflavíkurflugvelli þar sem nokkur hundruð manns bíða eftir afgreiðslu við söluskrifstofu Icelandair. Tuttugu flugferðum félagsins hefur verið aflýst í dag og öðrum seinkað vegna verkfalls flugvirkja sem hófst klukkan 6 í morgun. Ljósmyndari fréttastofu, sem verið hefur á Keflavíkurflugvelli frá því klukkan 15 í dag, segir þungt loft vera á flugvellinum og farþegar séu margir orðnir „kófsveittir“ eftir langa bið. Þá ræddi hann við konu sem kom með flugi frá Bandaríkjunum í morgun. Hún hafði verið í röðum á flugvellinum síðan klukkan 7:30 og sá ekki enn fyrir endann á biðinni. Þá vissu konan og samferðamenn hennar ekki af verkfalli flugvirkja fyrr en flugvélin var lent í Keflavík.Bráðaliðar til staðar ef þess þarf Guðjón Helgason, upplýsingafulltrúi Isavia, segir í samtali við Vísi að starfsfólk fyrirtækisins vinni nú hörðum höndum að því að gera biðina bærilegri fyrir farþegana. „Þetta er mjög löng röð,“ segir Guðjón en eins og fram hefur komið bíður fólkið eftir afgreiðslu hjá söluskrifstofu Icelandair. „Þar er fólk að fá gistingu og svo er verið að finna leið fyrir það til að komast til síns heima.“Biðin eftir afgreiðslu hefur verið löng.VísirÞá segir Guðjón að mannskapur á vegum fyrirtækisins hafi verið kallaður út aukalega vegna ástandsins á vellinum. Vatni og samlokum hefur verið dreift til farþega í röðinni og þá eru bráðaliðar einnig á svæðinu ef eitthvað skyldi koma upp á. Guðjón hafði ekki upplýsingar um hvenær áætlað væri að leyst yrði úr málinu. Ekki náðist í Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúa Icelandair, við vinnslu þessarar fréttar.Boðað til fundar klukkan 17 Alls hefur um tuttugu flugferðum til og frá Íslandi verið aflýst vegna verkfalls flugvirkja Icelandair auk þess sem að seinkun varð á öllum flugferðum félagsins frá Íslandi í morgun. Maraþonfundi samninganefndanna var slitið klukkan 2:30 í nótt án árangurs. Á þeim fundi lagði samninganefnd Samtaka atvinnulífsins fram tilboð sem flugvirkjar svöruðu. Því var svo hafnað af SA. Ríkissáttasemjari hefur boðað til fundar í kjaradeilu Flugvirkjafélag Íslands, Icelandair og Samtaka atvinnulífsins nú síðdegis. Fundurinn hefst klukkan 17 í húsnæði Ríkissáttasemjara.
Fréttir af flugi Kjaramál Verkfall flugvirkja Icelandair Tengdar fréttir Verkfallið hefur áhrif á þessar flugferðir Icelandair Verkfall flugvirkja Icelandair hófst klukkan sex í morgun og búist er við röskunum á flugáætlun Icelandair vegna þess. 17. desember 2017 07:38 Símkerfi Icelandair lá niðri vegna álags Fjölmargir óánægðir farþegar hafa einnig látið í sér heyra í gegnum samfélagsmiðla félagsins en flugferðum hefur verið aflýst vegna verkfalls flugvirkja. 17. desember 2017 13:50 Verkfall flugvirkja Icelandair hafið Verkfall flugvirkja hjá Icelandair hófst klukkan sex í morgun. Fundi samninganefnda flugvirkja og Samtaka atvinnulífsins lauk í nótt án árangurs. 17. desember 2017 07:11 Boðað til fundar í kjaradeilu flugvirkja og Icelandair Ríkissáttasemjari hefur boðað til fundar í kjaradeilu Flugvirkjafélag Íslands, Icelandair og Samtaka atvinnulífsins nú síðdegis. Fundurinn hefst klukkan fimm í húsnæði Ríkissáttasemjara. 17. desember 2017 15:04 Mest lesið Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Innlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Erlent „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Innlent Erfitt að átta sig á áformum Trumps Erlent Þremur vísað út af Landspítalanum Innlent Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Innlent Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi Innlent Sundgestir reknir inn vegna þruma og eldinga Veður Fleiri fréttir Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Þungt yfir Bangkok og lögsókn vegna olíugjalda Endurreisn VG og njósnir á Íslandi Reyndi að stinga lögreglu af á torfæruhjóli Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Ungir skátar sæmdir forsetamerkinu Ný gæðavottun stuðli ekki að mismunun Mikið líf og fjör á Íslandsleikunum á Selfossi Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Hestar á vappi um Kórana Tilkynnt um ungmenni sem framdi rán og líkamsárás Spenna á Grænlandi og íslenskumiði í glugga leigubíla Bæjarstjórnin gagnrýnir skýrslu um hvernig eigi að byggja upp bæinn Roðsnakk frá 19 ára frumkvöðli slær í gegn Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Grænlandsheimsókn Vance og tíu tíma langir tónleikar Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Unglingur hrækti á lögreglumann Sjá meira
Verkfallið hefur áhrif á þessar flugferðir Icelandair Verkfall flugvirkja Icelandair hófst klukkan sex í morgun og búist er við röskunum á flugáætlun Icelandair vegna þess. 17. desember 2017 07:38
Símkerfi Icelandair lá niðri vegna álags Fjölmargir óánægðir farþegar hafa einnig látið í sér heyra í gegnum samfélagsmiðla félagsins en flugferðum hefur verið aflýst vegna verkfalls flugvirkja. 17. desember 2017 13:50
Verkfall flugvirkja Icelandair hafið Verkfall flugvirkja hjá Icelandair hófst klukkan sex í morgun. Fundi samninganefnda flugvirkja og Samtaka atvinnulífsins lauk í nótt án árangurs. 17. desember 2017 07:11
Boðað til fundar í kjaradeilu flugvirkja og Icelandair Ríkissáttasemjari hefur boðað til fundar í kjaradeilu Flugvirkjafélag Íslands, Icelandair og Samtaka atvinnulífsins nú síðdegis. Fundurinn hefst klukkan fimm í húsnæði Ríkissáttasemjara. 17. desember 2017 15:04