Erlent

Suður-kóresk poppstjarna fannst látin

Atli Ísleifsson skrifar
Jonghyun var vinsælasti liðsmaður Shinee.
Jonghyun var vinsælasti liðsmaður Shinee. Vísir/Getty
Einn af liðsmönnum suður-kóresku strákasveitarinnar Shinee hefur fundist látinn í íbúð sinni í höfuðborginni Seúl.

Jonghyun var 27 ára og Kim Jong-hyun réttu nafni. Hann var einn af fimm liðsmönnum sveitarinnar sem hefur átt hvern smellinn á fætur öðrum í Suður-Kóreu.

Suður-kóreskir fjölmiðlar greina frá því að Jonghyun hafi fundist meðvitundarlaus í íbúð sinni og verið fluttur á sjúkrahús þar sem hann var úrskurðaður látinn. Lögregla vill ekki útiloka að Jonghyun hafi svipt sig lífi.

Systir söngvarans kom að Jonghyun í íbúðinni og gerði sjúkraliði viðvart.

Jonghyun sló á ásamt öðrum liðsmönnum Shinee í gegn árið 2008, en þeir hafa einnig notið vinsæla á erlendum vettvangi, meðal annars í Japan. Hann hóf sólóferil sinn árið 2015.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×