Engin áform ennþá um lög á verkfall flugvirkja Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 18. desember 2017 15:58 Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, segir ríkisstjórnina fylgjast með framvindu mála í kjaradeilu flugvirkja og Icelandair. vísir/ernir Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, segir að ríkisstjórnin hafi engin áform ennþá um að setja lög á verkfall flugvirkja Icelandair sem nú hefur staðið í tæpan einn og hálfan sólarhring. Stjórnvöld fylgist þó með framvindu mála í kjaradeilunni og meti stöðuna eftir því sem fram líður. „Það er verið að funda í deilunni og við vonum bara að deilendur komist að niðurstöðu,“ segir Katrín í samtali við Vísi. „Það eru engin áform um lagasetningu. Við fylgjumst með stöðunni og leggjum áherslu á að deiluaðilar reyni að ná einhverri niðurstöðu,“ segir Katrín. Margir hafa bent á að kjarasamningur flugvirkja og Icelandair muni setja tóninn fyrir komandi kjaraviðræður bæði á almenna og opinbera vinnumarkaðnum en fjöldi kjarasamninga verður laus eftir áramót. Aðrir hafa bent á að launahækkun þingmanna upp á 45 prósent sem ákvörðuð var af kjararáði fyrir ári síðan setji tóninn fyrir höfrungahlaupið á vinnumarkaði sem stundum er kallað svo.Er þetta eitthvað sem forsætisráðherra hefur áhyggjur af og er til skoðunar að þingmenn taki á sig launalækkun? „Ég hef átt óformleg samtöl við formenn heildarsamtaka á vinnumarkaði og ég hef áhuga á að kalla þá að borðinu til að reyna að ná einhverri samstöðu um hvernig við ætlum að eiga þetta samtal á vinnumarkaðnum. Þar er ýmislegt undir og við teljum mjög mikilvægt að verja þá kaupmáttaraukningu sem hefur orðið. Til þess þarf að tryggja ákveðinn stöðugleika efnahagslega en verkalýðshreyfingin hefur auðvitað lagt mikla áherslu að aðgerðir til að tryggja félagslegan stöðugleika. Svo hefur auðvitað verið rætt um málefni og fyrirkomulag kjararáðs og ýmsa þætti sem snúa að ábyrgari vinnumarkaði. Við munum vilja eiga þetta samtal við heildarsamtök á vinnumarkaði hvað er undir til að við getum náð einhverri heildarsýn,“ segir Katrín og ítrekar að málefni kjararáðs eru á meðal þess sem verði skoðuð í þessu samtali. Aðspurð hvort hún hafi áhyggjur af áhrifum verkfallsins á ferðaþjónustuna sem atvinnugrein í heild og orðspor Íslands almennt sem ferðamannastaðar segir Katrín að verkfallið hafi auðvitað neikvæð áhrif á þá flugfarþega sem verða fyrir áhrifum af því. „En ég ætla ekkert að segja til um það hvort þetta hafi einhver áhrif á orðspor Íslands til lengri tíma. Ég læt það nú ekki stöðva mig að fara til Frakklands þó að það sé alltaf verkfall þar þegar ég fer þangað. Mér finnst það ekki mitt hlutverk að segja til um það en við þekkjum þetta víða annars staðar frá.“ Verkfall flugvirkja Icelandair Tengdar fréttir Flugvirkjar óttast lagasetningu Það kemur í ljós núna um og eftir hádegi hvort boðað verði til fundar í kjaradeilu flugvirkja, hjá Ríkissáttasemjara í dag. Formaður Flugvirkjafélagsins segir flugvirkja hafa dregið verulega úr kröfum sínum gagnvart viðsemjendum sínum og óttast að lög verði sett á verkfallið. 18. desember 2017 12:25 Nær öllum ferðum Icelandair til Ameríku aflýst Icelandair hefur neyðst til þess að fresta nær öllum flugferðum flugfélagsins til Bandaríkjanna og Kanada sem voru á áætlun í dag vegna verkfalls flugvirkja félagsins. Samningafundi deiluaðila var slitið í nótt án árangurs. 18. desember 2017 11:03 Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Fleiri fréttir Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, segir að ríkisstjórnin hafi engin áform ennþá um að setja lög á verkfall flugvirkja Icelandair sem nú hefur staðið í tæpan einn og hálfan sólarhring. Stjórnvöld fylgist þó með framvindu mála í kjaradeilunni og meti stöðuna eftir því sem fram líður. „Það er verið að funda í deilunni og við vonum bara að deilendur komist að niðurstöðu,“ segir Katrín í samtali við Vísi. „Það eru engin áform um lagasetningu. Við fylgjumst með stöðunni og leggjum áherslu á að deiluaðilar reyni að ná einhverri niðurstöðu,“ segir Katrín. Margir hafa bent á að kjarasamningur flugvirkja og Icelandair muni setja tóninn fyrir komandi kjaraviðræður bæði á almenna og opinbera vinnumarkaðnum en fjöldi kjarasamninga verður laus eftir áramót. Aðrir hafa bent á að launahækkun þingmanna upp á 45 prósent sem ákvörðuð var af kjararáði fyrir ári síðan setji tóninn fyrir höfrungahlaupið á vinnumarkaði sem stundum er kallað svo.Er þetta eitthvað sem forsætisráðherra hefur áhyggjur af og er til skoðunar að þingmenn taki á sig launalækkun? „Ég hef átt óformleg samtöl við formenn heildarsamtaka á vinnumarkaði og ég hef áhuga á að kalla þá að borðinu til að reyna að ná einhverri samstöðu um hvernig við ætlum að eiga þetta samtal á vinnumarkaðnum. Þar er ýmislegt undir og við teljum mjög mikilvægt að verja þá kaupmáttaraukningu sem hefur orðið. Til þess þarf að tryggja ákveðinn stöðugleika efnahagslega en verkalýðshreyfingin hefur auðvitað lagt mikla áherslu að aðgerðir til að tryggja félagslegan stöðugleika. Svo hefur auðvitað verið rætt um málefni og fyrirkomulag kjararáðs og ýmsa þætti sem snúa að ábyrgari vinnumarkaði. Við munum vilja eiga þetta samtal við heildarsamtök á vinnumarkaði hvað er undir til að við getum náð einhverri heildarsýn,“ segir Katrín og ítrekar að málefni kjararáðs eru á meðal þess sem verði skoðuð í þessu samtali. Aðspurð hvort hún hafi áhyggjur af áhrifum verkfallsins á ferðaþjónustuna sem atvinnugrein í heild og orðspor Íslands almennt sem ferðamannastaðar segir Katrín að verkfallið hafi auðvitað neikvæð áhrif á þá flugfarþega sem verða fyrir áhrifum af því. „En ég ætla ekkert að segja til um það hvort þetta hafi einhver áhrif á orðspor Íslands til lengri tíma. Ég læt það nú ekki stöðva mig að fara til Frakklands þó að það sé alltaf verkfall þar þegar ég fer þangað. Mér finnst það ekki mitt hlutverk að segja til um það en við þekkjum þetta víða annars staðar frá.“
Verkfall flugvirkja Icelandair Tengdar fréttir Flugvirkjar óttast lagasetningu Það kemur í ljós núna um og eftir hádegi hvort boðað verði til fundar í kjaradeilu flugvirkja, hjá Ríkissáttasemjara í dag. Formaður Flugvirkjafélagsins segir flugvirkja hafa dregið verulega úr kröfum sínum gagnvart viðsemjendum sínum og óttast að lög verði sett á verkfallið. 18. desember 2017 12:25 Nær öllum ferðum Icelandair til Ameríku aflýst Icelandair hefur neyðst til þess að fresta nær öllum flugferðum flugfélagsins til Bandaríkjanna og Kanada sem voru á áætlun í dag vegna verkfalls flugvirkja félagsins. Samningafundi deiluaðila var slitið í nótt án árangurs. 18. desember 2017 11:03 Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Fleiri fréttir Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Sjá meira
Flugvirkjar óttast lagasetningu Það kemur í ljós núna um og eftir hádegi hvort boðað verði til fundar í kjaradeilu flugvirkja, hjá Ríkissáttasemjara í dag. Formaður Flugvirkjafélagsins segir flugvirkja hafa dregið verulega úr kröfum sínum gagnvart viðsemjendum sínum og óttast að lög verði sett á verkfallið. 18. desember 2017 12:25
Nær öllum ferðum Icelandair til Ameríku aflýst Icelandair hefur neyðst til þess að fresta nær öllum flugferðum flugfélagsins til Bandaríkjanna og Kanada sem voru á áætlun í dag vegna verkfalls flugvirkja félagsins. Samningafundi deiluaðila var slitið í nótt án árangurs. 18. desember 2017 11:03