Atla Rafni vikið frá Borgarleikhúsinu Jakob Bjarnar og Kolbeinn Tumi Daðason skrifa 19. desember 2017 12:00 Uppnám ríkir innan Borgarleikhússins eftir að Kristín Eysteinsdóttir vék Atla Rafni fyrirvaralaust frá störfum. Neyðarástand ríkir nú í Borgarleikhúsinu og er búið að taka leiksýninguna Medeu, sem til stóð að frumsýna 29. desember næstkomandi, úr sölu. Ástæðan er sú að Kristín Eysteinsdóttir leikhússtjóri vék Atla Rafni Sigurðarsyni leikara, sem fer með burðarhlutverk í verkinu, fyrirvaralaust frá húsinu. Samkvæmt heimildum Vísis mun ástæða brottvikningarinnar vera ásakanir sem settar hafa verið fram í tengslum við Metoo-byltinguna. Vísi hefur ekki tekist að ná tali af málsaðilum, þeim Kristínu né Atla Rafni, þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. Vísir gerði tilraun til að kaupa miða á Medeu en svör í miðasölu voru eftirfarandi: „Það er búið að loka fyrir sölu eins og er.“Verður ekki hægt að komast á sýninguna um jólin? „Ég býst ekki við því eins og er. Það gæti verið að þessu verði frestað. Það verður fundað í dag,“ sagði konan í miðasölu Borgarleikhússins.Mikil óvissa og málið viðkvæmt Ekki hefur heldur tekist að ná í Birnu Hafstein, formann Leikarafélagsins, vegna málsins. Sömuleiðis hefur Vignir Egill Vigfússon, markaðsfulltrúi leikhússins, ekki svarað símtölum. Þá hefur markaðsstjóri Borgarleikhússins, María Hrund Marinósdóttir, ekki svarað símtölum Vísis. Ljóst er að málið er afar viðkvæmt. Eftir því sem næst verður komist var Atla Rafni ekki gefinn kostur á að grípa til varna. Hann mun nú vera að skoða sinn rétt þar sem hann telur málsmeðferðina óboðlega og tildrögin óljós. Stjórnendur leikhússins vísa hins vegar til þess að það sé sjálfseignastofnun og þurfi því ekki að fara eftir þeim verkferlum sem opinberar stofnanir þurfa að hlíta. Óvissa ríkir innan leikhússin. Starfsfólki er kunnugt um uppsögnina en þeim mun hins vegar ekki hafa verið gerð grein fyrir því í hverju ásakanirnar á hendur Atla Rafni felast.Verkefnastaðan í fullkomnu uppnámi Atli Rafn hefur verið einn farsælasti leikari þjóðarinnar undanfarin árin. Hann er fastráðinn við Þjóðleikhúsið en er í ársleyfi til að sinna verkefnum í Borgarleikhúsinu. Sem áður sagði stóð til að hann gegndi veigamiklu hlutverki í Medeu eftir Evrípídes í leikstjórn Hörpu Arnardóttur, sem átti að vera jólasýning Borgarleikhússins. Þá átti Atli Rafn að fara með hlutverk krypplingsins í Rocky Horror sem samkvæmt sýningaskrá stendur til að frumsýna í mars. Leikstjóri söngleiksins þess er Marta Nordal. Þá hefur Atli Rafn jafnframt verið að leika í sýningunni Kartöfluæturnar eftir Tyrfing Tyrfingsson í leikstjórn Ólafs Egilssonar sem hefur verið til sýninga á fjölum Borgarleikhússins. Það má þannig ljóst vera að fullkomið uppnám ríkir vegna málsins innan veggja Borgarleikhússins.Medea fyrsti femínistinn Kristín Þóra Haraldsdóttir hefur verið að æfa hlutverk Medeu og hún segir í nýlegu viðtali sem birtist í Fréttablaðinu eftirfarandi um persónuna sem hún hefur verið að undirbúa sig við að túlka: „Sumir segja að Medea sé fyrsti femínistinn. „Og ég hef spurt mig, hvað þarf til að eitthvað breytist varðandi ofbeldi í garð kvenna? #metoo byltingin snýst ekki um hefnd heldur réttlæti og kannski er Medea í grunninn að leita að einhvers konar réttlæti.“ Atli Rafn gegn Borgarleikhúsinu Menning MeToo Tengdar fréttir Tjaldið fellur: Konur úr sviðslistum og kvikmyndagerð segja frá ofbeldi og kynferðislegri áreitni 548 konur hafa deilt reynslusögum af kynferðisofbeldi, áreitni og mismunum innan leiklistarstéttarinnar á Íslandi. 27. nóvember 2017 20:01 Karlar í sviðslistum og kvikmyndagerð lýsa yfir stuðningi við MeToo Karlar í sviðslistum og kvikmyndagerð hafa sent frá sér yfirlýsingu þar sem þeir lýsa stuðningi við baráttuna gegn kynbundnu ofbeldi. Alls 740 karlmenn hafa skrifað undir yfirlýsinguna. 10. desember 2017 11:37 #MeToo sögur lesnar upp á sunnudag: Rjúfa þögnina og stíga fram í sameiningu í krafti fjöldans Hópur íslenskra kvenna kemur saman á Nýja sviði Borgarleikhússins og víðar um landið á sunnudag og lesa frásagnir úr #MeToo herferðinni. 7. desember 2017 18:30 Medea og myrkrið Kristín Þóra Haraldsdóttir leikkona tekst nú á við eitt þekktasta og harmrænasta hlutverk leikbókmenntanna meðfram því að halda jól með fjölskyldunni. 15. desember 2017 15:00 Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Innlent Grín sendiherrans ógni Íslandi Innlent Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Fleiri fréttir Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sjá meira
Neyðarástand ríkir nú í Borgarleikhúsinu og er búið að taka leiksýninguna Medeu, sem til stóð að frumsýna 29. desember næstkomandi, úr sölu. Ástæðan er sú að Kristín Eysteinsdóttir leikhússtjóri vék Atla Rafni Sigurðarsyni leikara, sem fer með burðarhlutverk í verkinu, fyrirvaralaust frá húsinu. Samkvæmt heimildum Vísis mun ástæða brottvikningarinnar vera ásakanir sem settar hafa verið fram í tengslum við Metoo-byltinguna. Vísi hefur ekki tekist að ná tali af málsaðilum, þeim Kristínu né Atla Rafni, þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. Vísir gerði tilraun til að kaupa miða á Medeu en svör í miðasölu voru eftirfarandi: „Það er búið að loka fyrir sölu eins og er.“Verður ekki hægt að komast á sýninguna um jólin? „Ég býst ekki við því eins og er. Það gæti verið að þessu verði frestað. Það verður fundað í dag,“ sagði konan í miðasölu Borgarleikhússins.Mikil óvissa og málið viðkvæmt Ekki hefur heldur tekist að ná í Birnu Hafstein, formann Leikarafélagsins, vegna málsins. Sömuleiðis hefur Vignir Egill Vigfússon, markaðsfulltrúi leikhússins, ekki svarað símtölum. Þá hefur markaðsstjóri Borgarleikhússins, María Hrund Marinósdóttir, ekki svarað símtölum Vísis. Ljóst er að málið er afar viðkvæmt. Eftir því sem næst verður komist var Atla Rafni ekki gefinn kostur á að grípa til varna. Hann mun nú vera að skoða sinn rétt þar sem hann telur málsmeðferðina óboðlega og tildrögin óljós. Stjórnendur leikhússins vísa hins vegar til þess að það sé sjálfseignastofnun og þurfi því ekki að fara eftir þeim verkferlum sem opinberar stofnanir þurfa að hlíta. Óvissa ríkir innan leikhússin. Starfsfólki er kunnugt um uppsögnina en þeim mun hins vegar ekki hafa verið gerð grein fyrir því í hverju ásakanirnar á hendur Atla Rafni felast.Verkefnastaðan í fullkomnu uppnámi Atli Rafn hefur verið einn farsælasti leikari þjóðarinnar undanfarin árin. Hann er fastráðinn við Þjóðleikhúsið en er í ársleyfi til að sinna verkefnum í Borgarleikhúsinu. Sem áður sagði stóð til að hann gegndi veigamiklu hlutverki í Medeu eftir Evrípídes í leikstjórn Hörpu Arnardóttur, sem átti að vera jólasýning Borgarleikhússins. Þá átti Atli Rafn að fara með hlutverk krypplingsins í Rocky Horror sem samkvæmt sýningaskrá stendur til að frumsýna í mars. Leikstjóri söngleiksins þess er Marta Nordal. Þá hefur Atli Rafn jafnframt verið að leika í sýningunni Kartöfluæturnar eftir Tyrfing Tyrfingsson í leikstjórn Ólafs Egilssonar sem hefur verið til sýninga á fjölum Borgarleikhússins. Það má þannig ljóst vera að fullkomið uppnám ríkir vegna málsins innan veggja Borgarleikhússins.Medea fyrsti femínistinn Kristín Þóra Haraldsdóttir hefur verið að æfa hlutverk Medeu og hún segir í nýlegu viðtali sem birtist í Fréttablaðinu eftirfarandi um persónuna sem hún hefur verið að undirbúa sig við að túlka: „Sumir segja að Medea sé fyrsti femínistinn. „Og ég hef spurt mig, hvað þarf til að eitthvað breytist varðandi ofbeldi í garð kvenna? #metoo byltingin snýst ekki um hefnd heldur réttlæti og kannski er Medea í grunninn að leita að einhvers konar réttlæti.“
Atli Rafn gegn Borgarleikhúsinu Menning MeToo Tengdar fréttir Tjaldið fellur: Konur úr sviðslistum og kvikmyndagerð segja frá ofbeldi og kynferðislegri áreitni 548 konur hafa deilt reynslusögum af kynferðisofbeldi, áreitni og mismunum innan leiklistarstéttarinnar á Íslandi. 27. nóvember 2017 20:01 Karlar í sviðslistum og kvikmyndagerð lýsa yfir stuðningi við MeToo Karlar í sviðslistum og kvikmyndagerð hafa sent frá sér yfirlýsingu þar sem þeir lýsa stuðningi við baráttuna gegn kynbundnu ofbeldi. Alls 740 karlmenn hafa skrifað undir yfirlýsinguna. 10. desember 2017 11:37 #MeToo sögur lesnar upp á sunnudag: Rjúfa þögnina og stíga fram í sameiningu í krafti fjöldans Hópur íslenskra kvenna kemur saman á Nýja sviði Borgarleikhússins og víðar um landið á sunnudag og lesa frásagnir úr #MeToo herferðinni. 7. desember 2017 18:30 Medea og myrkrið Kristín Þóra Haraldsdóttir leikkona tekst nú á við eitt þekktasta og harmrænasta hlutverk leikbókmenntanna meðfram því að halda jól með fjölskyldunni. 15. desember 2017 15:00 Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Innlent Grín sendiherrans ógni Íslandi Innlent Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Fleiri fréttir Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sjá meira
Tjaldið fellur: Konur úr sviðslistum og kvikmyndagerð segja frá ofbeldi og kynferðislegri áreitni 548 konur hafa deilt reynslusögum af kynferðisofbeldi, áreitni og mismunum innan leiklistarstéttarinnar á Íslandi. 27. nóvember 2017 20:01
Karlar í sviðslistum og kvikmyndagerð lýsa yfir stuðningi við MeToo Karlar í sviðslistum og kvikmyndagerð hafa sent frá sér yfirlýsingu þar sem þeir lýsa stuðningi við baráttuna gegn kynbundnu ofbeldi. Alls 740 karlmenn hafa skrifað undir yfirlýsinguna. 10. desember 2017 11:37
#MeToo sögur lesnar upp á sunnudag: Rjúfa þögnina og stíga fram í sameiningu í krafti fjöldans Hópur íslenskra kvenna kemur saman á Nýja sviði Borgarleikhússins og víðar um landið á sunnudag og lesa frásagnir úr #MeToo herferðinni. 7. desember 2017 18:30
Medea og myrkrið Kristín Þóra Haraldsdóttir leikkona tekst nú á við eitt þekktasta og harmrænasta hlutverk leikbókmenntanna meðfram því að halda jól með fjölskyldunni. 15. desember 2017 15:00
Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent
Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent