Sjóðir GAMMA kaupa hlut í Arctic Adventures Daníel Freyr Birkisson skrifar 19. desember 2017 15:37 Forsvarsmenn Arctic Adventures segja að mikil tækifæri felist enn í ferðaþjónustunni. VÍSIR/PJETUR Sjóðir í stýringu hjá GAMMA Capital Management hafa keypt 15 prósent hlut í Arctic Adventures hf., fyrirtæki á sviði afþreyingar fyrir ferðamenn. Arctic sameinaðist nýlega afþreyingarfyrirtækinu Extreme Iceland og er velta sameinaðs fyrirtækis um 5,6 milljarðar króna og starfsmenn um 250. Þetta kemur fram í tilkynningu frá GAMMA og Arctic Adventures. Arctic býður upp á fjölda tegunda afþreyfinga á Íslandi; jöklagöngur, íshellaferðir, gönguferðir, snjósleðaferðir, hvalaskoðun, flúðasiglingar og kajakaferðir. Nýlega keypti Arctic Hótel Hof í Öræfasveit og Hótel Geirland við Kirkjubæjarklaustur til að styðja við vöxt fyrirtækisins. Eftir kaupin eiga þeir Davíð Másson og Halldór Hafsteinsson saman tæplega 28 prósent hlut í félaginu, fyrrum eigendur Extreme Iceland eiga samtals 27 prósent, sjóðir á vegum GAMMA 15 prósent og Jón Þór Gunnarsson og Styrmir Þór Bragason tæplega 14 prósent hvor. Jón Þór Gunnarsson, forstjóri Arctic Adventures, segir eigendur fyrirtækisins fagna fjárfestingu GAMMA og sjá áframhaldandi tækifæri í ferðaþjónustu hér á landi. „Eigendur Arctic Adventures fagna því að fá sjóði GAMMA inn í eigendahópinn. Við lítum á GAMMA sem framsýnan fjárfesti sem passi vel inn í stefnu Arctic. Arctic hefur vaxið mikið síðustu ár og teljum við ennþá vera mikil tækifæri í ferðaþjónustu á Íslandi. Fyrirtækið er í góðri stöðu, með góða afkomu og lága skuldsetningu sem gerir okkur kleift að halda áfram að vaxa og styrkja stöðu okkar á þessum spennandi markaði. Við stefnum á skráningu á markað á árinu 2019 og teljum við aðkomu GAMMA styrkja okkur í þeirri vegferð.“ Sjóðir í rekstri GAMMA Capital Management fjárfesta fyrir hönd sjóðsfélaga samkvæmt skilgreindri fjárfestingarstefnu. Eignir í stýringu hjá GAMMA eru um 140 milljarðar króna og rekur fyrirtækið tvo verðbréfasjóði, sex fjárfestingarsjóði og 23 fagfjárfestasjóði. Ferðamennska á Íslandi Mest lesið „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Viðskipti innlent Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Viðskipti innlent Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Viðskipti erlent Heiðrún Lind kaupir í Sýn Viðskipti innlent Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Viðskipti innlent Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Viðskipti innlent Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Viðskipti innlent „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Viðskipti innlent Gervihjónabönd: Að eiga vinnueiginmann eða vinnueiginkonu Atvinnulíf Fleiri fréttir Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Sjá meira
Sjóðir í stýringu hjá GAMMA Capital Management hafa keypt 15 prósent hlut í Arctic Adventures hf., fyrirtæki á sviði afþreyingar fyrir ferðamenn. Arctic sameinaðist nýlega afþreyingarfyrirtækinu Extreme Iceland og er velta sameinaðs fyrirtækis um 5,6 milljarðar króna og starfsmenn um 250. Þetta kemur fram í tilkynningu frá GAMMA og Arctic Adventures. Arctic býður upp á fjölda tegunda afþreyfinga á Íslandi; jöklagöngur, íshellaferðir, gönguferðir, snjósleðaferðir, hvalaskoðun, flúðasiglingar og kajakaferðir. Nýlega keypti Arctic Hótel Hof í Öræfasveit og Hótel Geirland við Kirkjubæjarklaustur til að styðja við vöxt fyrirtækisins. Eftir kaupin eiga þeir Davíð Másson og Halldór Hafsteinsson saman tæplega 28 prósent hlut í félaginu, fyrrum eigendur Extreme Iceland eiga samtals 27 prósent, sjóðir á vegum GAMMA 15 prósent og Jón Þór Gunnarsson og Styrmir Þór Bragason tæplega 14 prósent hvor. Jón Þór Gunnarsson, forstjóri Arctic Adventures, segir eigendur fyrirtækisins fagna fjárfestingu GAMMA og sjá áframhaldandi tækifæri í ferðaþjónustu hér á landi. „Eigendur Arctic Adventures fagna því að fá sjóði GAMMA inn í eigendahópinn. Við lítum á GAMMA sem framsýnan fjárfesti sem passi vel inn í stefnu Arctic. Arctic hefur vaxið mikið síðustu ár og teljum við ennþá vera mikil tækifæri í ferðaþjónustu á Íslandi. Fyrirtækið er í góðri stöðu, með góða afkomu og lága skuldsetningu sem gerir okkur kleift að halda áfram að vaxa og styrkja stöðu okkar á þessum spennandi markaði. Við stefnum á skráningu á markað á árinu 2019 og teljum við aðkomu GAMMA styrkja okkur í þeirri vegferð.“ Sjóðir í rekstri GAMMA Capital Management fjárfesta fyrir hönd sjóðsfélaga samkvæmt skilgreindri fjárfestingarstefnu. Eignir í stýringu hjá GAMMA eru um 140 milljarðar króna og rekur fyrirtækið tvo verðbréfasjóði, sex fjárfestingarsjóði og 23 fagfjárfestasjóði.
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Viðskipti innlent Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Viðskipti innlent Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Viðskipti erlent Heiðrún Lind kaupir í Sýn Viðskipti innlent Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Viðskipti innlent Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Viðskipti innlent Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Viðskipti innlent „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Viðskipti innlent Gervihjónabönd: Að eiga vinnueiginmann eða vinnueiginkonu Atvinnulíf Fleiri fréttir Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Sjá meira