Hlutabréfin flugu upp eftir úrlausn deilunnar Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 19. desember 2017 19:45 Hlutabréf í Icelandair Group tóku kipp í morgun eftir að samningar náðust í kjaradeilu flugvirkja Icelandair. Verkfalli flugvirkja hefur verið frestað um fjórar vikur en það hafði staðið yfir í tæpa tvo sólarhringa þegar nýr kjarasamningur var undirritaður í nótt. Þegar samninganefndir Icelandair, Samtaka atvinnulífsins og Flugvirkjafélags Íslands komust að samkomulagi hafði verkfallið staðið yfir í tæpa tvo sólarhringa. Þafði ekki aðeins áhrif á um 20 þúsund flugfarþega, heldur einnig á gengi hlutabréfa í Icelandair Group. Verkfallið hófst á sunnudag en skömmu eftir að Kauphöllin var opnuð í gær, lækkuðu bréf í fyrirtækinu um 3,26% Gengið tók svo strax kipp upp á við í morgun eftir að samningar voru í höfn en við lok dags í dag höfðu hlutabréf í félaginu hækkað um 6,94% og er það mesta hækkun hlutabréfa í Kauphöllinni í dag.Kosið um samninginn eftir áramót Alls var sextíu og fjórum flugferðum aflýst vegna verkfallsins, eða um helmingi allra ferða flugfélagsins á þeim tveimur sólarhringum sem verkfallið stóð yfir. Nýr kjarasamningur var undirritaður í húsakynnum ríkissáttasemjara um klukkan fjögur í nótt en hann gildir til 28 mánaða eða út árið 2019. Samningurinn verður kynntur félagsmönnum Flugvirkjafélags Íslands á morgun en atkvæðagreiðsla um samningin fer þó líklega ekki fram fyrr en eftir áramót að sögn Gunnar R. Jónsson, formanns samninganefndar flugvirkja. Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir fagnaðarefni að samningar hafi náðst, en meðan kjaradeilan stóð hvað hæst gagnrýndi hann flugvirkja fyrir óraunhæfar kröfur. „Ég held að það sé mjög mikilvægt í aðdraganda kjarasamninga, sem eru í eðli sínu samningar um bætt lífskjör fólks, að við verðum að geta talað um staðreyndir í aðraganda þessara kjarasamninga. Það er það sem að samtök atvinnulífsins gerðu og það er það sem Samtök atvinnulífsins munu halda áfram að gera í aðdraganda kjarasamninga,“ segir Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA. Fari svo að flugvirkjar felli samninginn þarf að byrja aftur á byrjunarreit að sögn Halldórs. „Ég vænti þess að flugvirkjar kynni sér efni samningsins vel og taki síðan ábyrga afstöðu til hans í beinu framhaldi.“ Icelandair Kjaramál Verkfall flugvirkja Icelandair Tengdar fréttir Verkfallið hafði áhrif á ferðir um 20 þúsund flugfarþega Fella þurfti niður 64 flug Icelandair, eða um helming allra fluga flugfélagsins, á meðan á verkfalli flugvirkja félagsins stóð yfir. 19. desember 2017 14:41 Nær öllum ferðum Icelandair til Ameríku aflýst Icelandair hefur neyðst til þess að fresta nær öllum flugferðum flugfélagsins til Bandaríkjanna og Kanada sem voru á áætlun í dag vegna verkfalls flugvirkja félagsins. Samningafundi deiluaðila var slitið í nótt án árangurs. 18. desember 2017 11:03 Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Fleiri fréttir Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Sjá meira
Hlutabréf í Icelandair Group tóku kipp í morgun eftir að samningar náðust í kjaradeilu flugvirkja Icelandair. Verkfalli flugvirkja hefur verið frestað um fjórar vikur en það hafði staðið yfir í tæpa tvo sólarhringa þegar nýr kjarasamningur var undirritaður í nótt. Þegar samninganefndir Icelandair, Samtaka atvinnulífsins og Flugvirkjafélags Íslands komust að samkomulagi hafði verkfallið staðið yfir í tæpa tvo sólarhringa. Þafði ekki aðeins áhrif á um 20 þúsund flugfarþega, heldur einnig á gengi hlutabréfa í Icelandair Group. Verkfallið hófst á sunnudag en skömmu eftir að Kauphöllin var opnuð í gær, lækkuðu bréf í fyrirtækinu um 3,26% Gengið tók svo strax kipp upp á við í morgun eftir að samningar voru í höfn en við lok dags í dag höfðu hlutabréf í félaginu hækkað um 6,94% og er það mesta hækkun hlutabréfa í Kauphöllinni í dag.Kosið um samninginn eftir áramót Alls var sextíu og fjórum flugferðum aflýst vegna verkfallsins, eða um helmingi allra ferða flugfélagsins á þeim tveimur sólarhringum sem verkfallið stóð yfir. Nýr kjarasamningur var undirritaður í húsakynnum ríkissáttasemjara um klukkan fjögur í nótt en hann gildir til 28 mánaða eða út árið 2019. Samningurinn verður kynntur félagsmönnum Flugvirkjafélags Íslands á morgun en atkvæðagreiðsla um samningin fer þó líklega ekki fram fyrr en eftir áramót að sögn Gunnar R. Jónsson, formanns samninganefndar flugvirkja. Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir fagnaðarefni að samningar hafi náðst, en meðan kjaradeilan stóð hvað hæst gagnrýndi hann flugvirkja fyrir óraunhæfar kröfur. „Ég held að það sé mjög mikilvægt í aðdraganda kjarasamninga, sem eru í eðli sínu samningar um bætt lífskjör fólks, að við verðum að geta talað um staðreyndir í aðraganda þessara kjarasamninga. Það er það sem að samtök atvinnulífsins gerðu og það er það sem Samtök atvinnulífsins munu halda áfram að gera í aðdraganda kjarasamninga,“ segir Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA. Fari svo að flugvirkjar felli samninginn þarf að byrja aftur á byrjunarreit að sögn Halldórs. „Ég vænti þess að flugvirkjar kynni sér efni samningsins vel og taki síðan ábyrga afstöðu til hans í beinu framhaldi.“
Icelandair Kjaramál Verkfall flugvirkja Icelandair Tengdar fréttir Verkfallið hafði áhrif á ferðir um 20 þúsund flugfarþega Fella þurfti niður 64 flug Icelandair, eða um helming allra fluga flugfélagsins, á meðan á verkfalli flugvirkja félagsins stóð yfir. 19. desember 2017 14:41 Nær öllum ferðum Icelandair til Ameríku aflýst Icelandair hefur neyðst til þess að fresta nær öllum flugferðum flugfélagsins til Bandaríkjanna og Kanada sem voru á áætlun í dag vegna verkfalls flugvirkja félagsins. Samningafundi deiluaðila var slitið í nótt án árangurs. 18. desember 2017 11:03 Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Fleiri fréttir Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Sjá meira
Verkfallið hafði áhrif á ferðir um 20 þúsund flugfarþega Fella þurfti niður 64 flug Icelandair, eða um helming allra fluga flugfélagsins, á meðan á verkfalli flugvirkja félagsins stóð yfir. 19. desember 2017 14:41
Nær öllum ferðum Icelandair til Ameríku aflýst Icelandair hefur neyðst til þess að fresta nær öllum flugferðum flugfélagsins til Bandaríkjanna og Kanada sem voru á áætlun í dag vegna verkfalls flugvirkja félagsins. Samningafundi deiluaðila var slitið í nótt án árangurs. 18. desember 2017 11:03