Sala á HM-pakkaferðum hefst „eins fljótt og hægt er“ eftir dráttinn Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 1. desember 2017 09:45 Íslendingar urðu fastagestir við Rauðu Mylluna í París en þar hituðu upp, fögnuðu og grétu í kringum leikina við Austurríki og Frakkland á EM 2016. Vísir/Vilhelm Icelandair stefnir á að setja í sölu ferðir á alla þrjá leiki Íslands í riðlakeppninni eins fljótt og hægt er eftir að ljóst er í hvaða riðli Ísland lendir á HM í Rússlandi. Dregið verður í riðla í Moskvu í dag klukkan 15 að íslenskum tíma, klukkan 18 að staðartíma. Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúi Icelandair, segir stefna í að pakkaferðirnar fari í sölu í kvöld. Það sé planið. Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúi Icelandair.vísir/anton brink „Við verðum aðeins að sjá hvernig þetta kemur út,“ segir Guðjón. Á hann við í hvaða borgum Íslands spilar og á hvaða dögum. Það mun allt liggja fyrir þegar klukkan slær fjögur í dag.Sjá einnig:Allt sem þú þarft að vita fyrir dráttinn „Það sem við erum búnir að ákveða er að við fljúgum eina ferð að minnsta kosti á alla leikstaðina. Ferðirnar fara í sölu eins fljótt og hægt er eftir dráttinn.“ Um er að ræða tveggja sólarhringaferðir þar sem flogið verður út daginn fyrir leik og heim daginn eftir. Guðjón segir flugtímann til Rússlands ólíkan eftir því hvaða borgir um ræðir, enda Rússland risastórt land. Flugtíminn sé á bilinu fjórir til sex tímar, ekki ósvipað flugum til austurstrandar Bandaríkjanna. Heimsmeistarastyttan sem hefur verið keppt um síðan 1974. Ítalinn Silvio Gazzaniga hannaði hana.vísir/getty Hann vill ekkert gefa upp um verðið fyrr en allar upplýsingar liggja fyrir. Flug, hótel og flutningur eru innifalin í verðinu en stuðningsmenn verða sjálfir að útvega sér miða á leikina í gegnum miðasölu FIFA. Um er að ræða 183 sæta vélar Icelandair og því ljóst að verði ein ferð farin á hvern leik, eins og staðan er núna, verða aldrei fleiri en 549 miðar í boði fyrir stuðningsmenn Íslands. Líkt og í Frakklandi 2016 mun fjöldi Íslendinga ferðast til Rússlands á eigin vegum, t.d. með flugi frá Íslandi til meginlands Evrópu og þaðan áfram til Rússlands. Mikill áhugi virðist vera á keppninni meðal landsmanna enda í fyrsta skipti sem landsliðið kemst í lokakeppni HM. Miðasala er þegar hafin en hún fer fram í nokkrum þrepum. Næsta þrep miðasölunnar hefst þann 5. desember en öll löglega sala miða fer fram á heimasíðu FIFA. HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Innlent „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Erlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent Fúlsaði við þriggja forseta fundi Erlent Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Innlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi Erlent Fleiri fréttir „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss í Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Sjá meira
Icelandair stefnir á að setja í sölu ferðir á alla þrjá leiki Íslands í riðlakeppninni eins fljótt og hægt er eftir að ljóst er í hvaða riðli Ísland lendir á HM í Rússlandi. Dregið verður í riðla í Moskvu í dag klukkan 15 að íslenskum tíma, klukkan 18 að staðartíma. Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúi Icelandair, segir stefna í að pakkaferðirnar fari í sölu í kvöld. Það sé planið. Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúi Icelandair.vísir/anton brink „Við verðum aðeins að sjá hvernig þetta kemur út,“ segir Guðjón. Á hann við í hvaða borgum Íslands spilar og á hvaða dögum. Það mun allt liggja fyrir þegar klukkan slær fjögur í dag.Sjá einnig:Allt sem þú þarft að vita fyrir dráttinn „Það sem við erum búnir að ákveða er að við fljúgum eina ferð að minnsta kosti á alla leikstaðina. Ferðirnar fara í sölu eins fljótt og hægt er eftir dráttinn.“ Um er að ræða tveggja sólarhringaferðir þar sem flogið verður út daginn fyrir leik og heim daginn eftir. Guðjón segir flugtímann til Rússlands ólíkan eftir því hvaða borgir um ræðir, enda Rússland risastórt land. Flugtíminn sé á bilinu fjórir til sex tímar, ekki ósvipað flugum til austurstrandar Bandaríkjanna. Heimsmeistarastyttan sem hefur verið keppt um síðan 1974. Ítalinn Silvio Gazzaniga hannaði hana.vísir/getty Hann vill ekkert gefa upp um verðið fyrr en allar upplýsingar liggja fyrir. Flug, hótel og flutningur eru innifalin í verðinu en stuðningsmenn verða sjálfir að útvega sér miða á leikina í gegnum miðasölu FIFA. Um er að ræða 183 sæta vélar Icelandair og því ljóst að verði ein ferð farin á hvern leik, eins og staðan er núna, verða aldrei fleiri en 549 miðar í boði fyrir stuðningsmenn Íslands. Líkt og í Frakklandi 2016 mun fjöldi Íslendinga ferðast til Rússlands á eigin vegum, t.d. með flugi frá Íslandi til meginlands Evrópu og þaðan áfram til Rússlands. Mikill áhugi virðist vera á keppninni meðal landsmanna enda í fyrsta skipti sem landsliðið kemst í lokakeppni HM. Miðasala er þegar hafin en hún fer fram í nokkrum þrepum. Næsta þrep miðasölunnar hefst þann 5. desember en öll löglega sala miða fer fram á heimasíðu FIFA.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Innlent „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Erlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent Fúlsaði við þriggja forseta fundi Erlent Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Innlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi Erlent Fleiri fréttir „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss í Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Sjá meira
Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent
Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent