Sala á HM-pakkaferðum hefst „eins fljótt og hægt er“ eftir dráttinn Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 1. desember 2017 09:45 Íslendingar urðu fastagestir við Rauðu Mylluna í París en þar hituðu upp, fögnuðu og grétu í kringum leikina við Austurríki og Frakkland á EM 2016. Vísir/Vilhelm Icelandair stefnir á að setja í sölu ferðir á alla þrjá leiki Íslands í riðlakeppninni eins fljótt og hægt er eftir að ljóst er í hvaða riðli Ísland lendir á HM í Rússlandi. Dregið verður í riðla í Moskvu í dag klukkan 15 að íslenskum tíma, klukkan 18 að staðartíma. Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúi Icelandair, segir stefna í að pakkaferðirnar fari í sölu í kvöld. Það sé planið. Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúi Icelandair.vísir/anton brink „Við verðum aðeins að sjá hvernig þetta kemur út,“ segir Guðjón. Á hann við í hvaða borgum Íslands spilar og á hvaða dögum. Það mun allt liggja fyrir þegar klukkan slær fjögur í dag.Sjá einnig:Allt sem þú þarft að vita fyrir dráttinn „Það sem við erum búnir að ákveða er að við fljúgum eina ferð að minnsta kosti á alla leikstaðina. Ferðirnar fara í sölu eins fljótt og hægt er eftir dráttinn.“ Um er að ræða tveggja sólarhringaferðir þar sem flogið verður út daginn fyrir leik og heim daginn eftir. Guðjón segir flugtímann til Rússlands ólíkan eftir því hvaða borgir um ræðir, enda Rússland risastórt land. Flugtíminn sé á bilinu fjórir til sex tímar, ekki ósvipað flugum til austurstrandar Bandaríkjanna. Heimsmeistarastyttan sem hefur verið keppt um síðan 1974. Ítalinn Silvio Gazzaniga hannaði hana.vísir/getty Hann vill ekkert gefa upp um verðið fyrr en allar upplýsingar liggja fyrir. Flug, hótel og flutningur eru innifalin í verðinu en stuðningsmenn verða sjálfir að útvega sér miða á leikina í gegnum miðasölu FIFA. Um er að ræða 183 sæta vélar Icelandair og því ljóst að verði ein ferð farin á hvern leik, eins og staðan er núna, verða aldrei fleiri en 549 miðar í boði fyrir stuðningsmenn Íslands. Líkt og í Frakklandi 2016 mun fjöldi Íslendinga ferðast til Rússlands á eigin vegum, t.d. með flugi frá Íslandi til meginlands Evrópu og þaðan áfram til Rússlands. Mikill áhugi virðist vera á keppninni meðal landsmanna enda í fyrsta skipti sem landsliðið kemst í lokakeppni HM. Miðasala er þegar hafin en hún fer fram í nokkrum þrepum. Næsta þrep miðasölunnar hefst þann 5. desember en öll löglega sala miða fer fram á heimasíðu FIFA. HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Erlent Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít Erlent Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Innlent „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Erlent Combs áfram í gæsluvarðhaldi Erlent Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Innlent Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Erlent Fleiri fréttir Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi fólks að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Sjá meira
Icelandair stefnir á að setja í sölu ferðir á alla þrjá leiki Íslands í riðlakeppninni eins fljótt og hægt er eftir að ljóst er í hvaða riðli Ísland lendir á HM í Rússlandi. Dregið verður í riðla í Moskvu í dag klukkan 15 að íslenskum tíma, klukkan 18 að staðartíma. Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúi Icelandair, segir stefna í að pakkaferðirnar fari í sölu í kvöld. Það sé planið. Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúi Icelandair.vísir/anton brink „Við verðum aðeins að sjá hvernig þetta kemur út,“ segir Guðjón. Á hann við í hvaða borgum Íslands spilar og á hvaða dögum. Það mun allt liggja fyrir þegar klukkan slær fjögur í dag.Sjá einnig:Allt sem þú þarft að vita fyrir dráttinn „Það sem við erum búnir að ákveða er að við fljúgum eina ferð að minnsta kosti á alla leikstaðina. Ferðirnar fara í sölu eins fljótt og hægt er eftir dráttinn.“ Um er að ræða tveggja sólarhringaferðir þar sem flogið verður út daginn fyrir leik og heim daginn eftir. Guðjón segir flugtímann til Rússlands ólíkan eftir því hvaða borgir um ræðir, enda Rússland risastórt land. Flugtíminn sé á bilinu fjórir til sex tímar, ekki ósvipað flugum til austurstrandar Bandaríkjanna. Heimsmeistarastyttan sem hefur verið keppt um síðan 1974. Ítalinn Silvio Gazzaniga hannaði hana.vísir/getty Hann vill ekkert gefa upp um verðið fyrr en allar upplýsingar liggja fyrir. Flug, hótel og flutningur eru innifalin í verðinu en stuðningsmenn verða sjálfir að útvega sér miða á leikina í gegnum miðasölu FIFA. Um er að ræða 183 sæta vélar Icelandair og því ljóst að verði ein ferð farin á hvern leik, eins og staðan er núna, verða aldrei fleiri en 549 miðar í boði fyrir stuðningsmenn Íslands. Líkt og í Frakklandi 2016 mun fjöldi Íslendinga ferðast til Rússlands á eigin vegum, t.d. með flugi frá Íslandi til meginlands Evrópu og þaðan áfram til Rússlands. Mikill áhugi virðist vera á keppninni meðal landsmanna enda í fyrsta skipti sem landsliðið kemst í lokakeppni HM. Miðasala er þegar hafin en hún fer fram í nokkrum þrepum. Næsta þrep miðasölunnar hefst þann 5. desember en öll löglega sala miða fer fram á heimasíðu FIFA.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Erlent Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít Erlent Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Innlent „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Erlent Combs áfram í gæsluvarðhaldi Erlent Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Innlent Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Erlent Fleiri fréttir Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi fólks að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Sjá meira