Líkurnar á stríði við Norður-Kóreu fara vaxandi Kjartan Kjartansson skrifar 3. desember 2017 09:44 Stjórnvöld í Norður-Kóreu segjast geta skotið eldflaug með kjarnorkusprengju á meginland Bandaríkjanna. Vísir/AFP Þjóðaröryggisráðgjafi Bandaríkjaforseta segir að möguleikinn á stríði við Norður-Kóreu fari vaxandi dag frá degi en að hernaðaraðgerðir séu ekki eina lausnin. Bandaríkjaher skoðar nú að koma fyrir eldflaugavarnarkerfi á vesturströnd Bandaríkjanna til að verjast hugsanlegri ógn frá Norður-Kóreu. Spennan á milli Bandaríkjanna og Norður-Kóreu hefur stigmagnast undanfarin misseri vegna kjarnorku- og eldflaugatilrauna stjórnvalda í Pjongjang. Eldflaugatilraunirnar héldu áfram í vikunni eftir tveggja mánaða hlé. Nú segir HR McMaster, þjóðaröryggisráðgjafi Donalds Trump Bandaríkjaforseta, að Hvíta húsið keppist við að taka á hættunni, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. „Það eru leiðir til að taka á þessu vandamál aðrar en stríðsátök en þetta er kapphlaup vegna þess að hann er að færast nær og nær og það er ekki mikill tími til stefnu,“ sagði McMaster um Kim Jong-un, leiðtoga Norður-Kóreu á viðburði í Kaliforníu. Ráðgjafinn vill að Kínverjar axli ábyrgð, meðal annars með því að koma á algeru olíuviðskiptabanni á Norður-Kóreu til að gera stjórnvöldum þar erfitt að fylla á eldflaugar sínar.Reuters-fréttastofan segir að bandaríska varnarmálaráðuneytið leiti nú að stöðum á vesturströnd Bandaríkjanna fyrir eldflaugavarnir. Það sé áríðandi í ljósi hraðra framfara í kjarnorkuáætlun Norður-Kóreu. Stjórnvöld í Norður-Kóreu segja að langdrægar eldflaugar þeirra geti náð til meginlands Bandaríkjanna. Norður-Kórea Tengdar fréttir Fyrsta eldflaugatilraun N-Kóreu í tvo mánuði Norður-kóreski herinn skaut í dag upp eldflaug í fyrsta sinn í rúmlega tvo mánuði, að því er suður-kóreski herinn greinir frá. 28. nóvember 2017 19:21 Kjarnorkuviðvörunarsírenur ómuðu í fyrsta skipti frá kalda stríðinu Ástæða prófanana er aukin spenna milli Bandaríkjanna og N-Kóreu. Sírenunum er ætlað að gefa íbúum fimmtán mínútna fyrirvara fyrir kjarnorkuárás. 2. desember 2017 12:39 Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Innlent Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Innlent Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Innlent Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Erlent Fleiri fréttir Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Sjá meira
Þjóðaröryggisráðgjafi Bandaríkjaforseta segir að möguleikinn á stríði við Norður-Kóreu fari vaxandi dag frá degi en að hernaðaraðgerðir séu ekki eina lausnin. Bandaríkjaher skoðar nú að koma fyrir eldflaugavarnarkerfi á vesturströnd Bandaríkjanna til að verjast hugsanlegri ógn frá Norður-Kóreu. Spennan á milli Bandaríkjanna og Norður-Kóreu hefur stigmagnast undanfarin misseri vegna kjarnorku- og eldflaugatilrauna stjórnvalda í Pjongjang. Eldflaugatilraunirnar héldu áfram í vikunni eftir tveggja mánaða hlé. Nú segir HR McMaster, þjóðaröryggisráðgjafi Donalds Trump Bandaríkjaforseta, að Hvíta húsið keppist við að taka á hættunni, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. „Það eru leiðir til að taka á þessu vandamál aðrar en stríðsátök en þetta er kapphlaup vegna þess að hann er að færast nær og nær og það er ekki mikill tími til stefnu,“ sagði McMaster um Kim Jong-un, leiðtoga Norður-Kóreu á viðburði í Kaliforníu. Ráðgjafinn vill að Kínverjar axli ábyrgð, meðal annars með því að koma á algeru olíuviðskiptabanni á Norður-Kóreu til að gera stjórnvöldum þar erfitt að fylla á eldflaugar sínar.Reuters-fréttastofan segir að bandaríska varnarmálaráðuneytið leiti nú að stöðum á vesturströnd Bandaríkjanna fyrir eldflaugavarnir. Það sé áríðandi í ljósi hraðra framfara í kjarnorkuáætlun Norður-Kóreu. Stjórnvöld í Norður-Kóreu segja að langdrægar eldflaugar þeirra geti náð til meginlands Bandaríkjanna.
Norður-Kórea Tengdar fréttir Fyrsta eldflaugatilraun N-Kóreu í tvo mánuði Norður-kóreski herinn skaut í dag upp eldflaug í fyrsta sinn í rúmlega tvo mánuði, að því er suður-kóreski herinn greinir frá. 28. nóvember 2017 19:21 Kjarnorkuviðvörunarsírenur ómuðu í fyrsta skipti frá kalda stríðinu Ástæða prófanana er aukin spenna milli Bandaríkjanna og N-Kóreu. Sírenunum er ætlað að gefa íbúum fimmtán mínútna fyrirvara fyrir kjarnorkuárás. 2. desember 2017 12:39 Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Innlent Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Innlent Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Innlent Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Erlent Fleiri fréttir Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Sjá meira
Fyrsta eldflaugatilraun N-Kóreu í tvo mánuði Norður-kóreski herinn skaut í dag upp eldflaug í fyrsta sinn í rúmlega tvo mánuði, að því er suður-kóreski herinn greinir frá. 28. nóvember 2017 19:21
Kjarnorkuviðvörunarsírenur ómuðu í fyrsta skipti frá kalda stríðinu Ástæða prófanana er aukin spenna milli Bandaríkjanna og N-Kóreu. Sírenunum er ætlað að gefa íbúum fimmtán mínútna fyrirvara fyrir kjarnorkuárás. 2. desember 2017 12:39