Tony Blair ætlar sér að koma í veg fyrir Brexit Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 3. desember 2017 21:17 Tony Blair var forsætisráðherra Bretlands á árunum 1997-2007. Vísir/Getty Tony Blair, fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands, segist nú vinna að því að koma í veg fyrir að Bretland gangi úr Evrópusambandinu. Hann telur að kjósendur eigi skilið aðra þjóðaratkvæðagreiðslu vegna þess að nú sé ljóst að ákveðin kosningaloforð hafi verið lygi. Þetta sagði Blair í viðtali við þáttinn The World This Weekend á BBC Radio 4 í dag. Blair segir að ástandið á bresku heilbrigðisþjónustunni sé til skammar og að ljóst sé að ekki standi til að standa við loforð um töluverða aukningu fjármagns til heilbrigðismála. „Þegar staðreyndir breytast, þá finnst mér fólk eiga rétt á því að skipta um skoðun,“ segir Blair. Blair hefur ávallt verið andsnúinn því að Bretland gangi úr Evrópusambandinu. Aðspurður um hvort markmið hans sé að koma alfarið í veg fyrir Brexit viðurkennir hann að svo sé. „Mín trú er sú að þegar allt kemur til alls, þegar þjóðin sér þetta nýja samband þá mun fólk átta sig á því að þetta mun annað hvort skaða landið mikið eða með útgöngu úr ESB, útgöngu úr sameinuðum markaði, munum við á einhvern hátt reyna að endurskapa kosti þess á öðrum vettvangi. Þá tel ég að margir muni hugsa með sér „hver er tilgangurinn?“,“ segir BlairVilji þjóðarinnar ekki óbreytilegur Hann segist ekki sammála því að ný atkvæðagreiðsla muni fara gegn vilja þjóðarinnar. „Vilji þjóðarinnar er ekki óbreytilegur. Fólk getur skipt um skoðun með breyttum aðstæðum.“ „Margir kusu með Brexit á þeim grundvelli að ef þú ferð út úr Evrópu þá mun allur peningurinn koma til baka og við getum varið honum í heilbrigðisþjónustu. Það var mjög sértækt loforð,“ segir hann. „Nú er orðið mjög ljóst að ég tel að í fyrsta lagi er ekki til neinn auka peningur fyrir heilbrigðisþjónustuna vegna Brexit og í öðru lagi munum við í raun borga minna til heilbrigðisþjónustunnar, en ekki meira, vegna þess að hagvöxtur fer minnkandi og svo erum við komin með risareikning frá Evrópusambandinu.“ Brexit Mest lesið „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Fleiri fréttir Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Sjá meira
Tony Blair, fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands, segist nú vinna að því að koma í veg fyrir að Bretland gangi úr Evrópusambandinu. Hann telur að kjósendur eigi skilið aðra þjóðaratkvæðagreiðslu vegna þess að nú sé ljóst að ákveðin kosningaloforð hafi verið lygi. Þetta sagði Blair í viðtali við þáttinn The World This Weekend á BBC Radio 4 í dag. Blair segir að ástandið á bresku heilbrigðisþjónustunni sé til skammar og að ljóst sé að ekki standi til að standa við loforð um töluverða aukningu fjármagns til heilbrigðismála. „Þegar staðreyndir breytast, þá finnst mér fólk eiga rétt á því að skipta um skoðun,“ segir Blair. Blair hefur ávallt verið andsnúinn því að Bretland gangi úr Evrópusambandinu. Aðspurður um hvort markmið hans sé að koma alfarið í veg fyrir Brexit viðurkennir hann að svo sé. „Mín trú er sú að þegar allt kemur til alls, þegar þjóðin sér þetta nýja samband þá mun fólk átta sig á því að þetta mun annað hvort skaða landið mikið eða með útgöngu úr ESB, útgöngu úr sameinuðum markaði, munum við á einhvern hátt reyna að endurskapa kosti þess á öðrum vettvangi. Þá tel ég að margir muni hugsa með sér „hver er tilgangurinn?“,“ segir BlairVilji þjóðarinnar ekki óbreytilegur Hann segist ekki sammála því að ný atkvæðagreiðsla muni fara gegn vilja þjóðarinnar. „Vilji þjóðarinnar er ekki óbreytilegur. Fólk getur skipt um skoðun með breyttum aðstæðum.“ „Margir kusu með Brexit á þeim grundvelli að ef þú ferð út úr Evrópu þá mun allur peningurinn koma til baka og við getum varið honum í heilbrigðisþjónustu. Það var mjög sértækt loforð,“ segir hann. „Nú er orðið mjög ljóst að ég tel að í fyrsta lagi er ekki til neinn auka peningur fyrir heilbrigðisþjónustuna vegna Brexit og í öðru lagi munum við í raun borga minna til heilbrigðisþjónustunnar, en ekki meira, vegna þess að hagvöxtur fer minnkandi og svo erum við komin með risareikning frá Evrópusambandinu.“
Brexit Mest lesið „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Fleiri fréttir Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Sjá meira