Segir mótmælin fyrir utan heimili Steinunnar Valdísar ekki mistök Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 5. desember 2017 07:00 Björn Þorri Viktorsson, lögmaður og einn mótmælenda. vísir/eyþór „Það eru engin mistök að beita lýðræðislegum og stjórnarskrárvörðum réttindum til að mótmæla og tjá hug sinn,“ segir Björn Þorri Viktorsson, lögmaður og og einn þeirra sem komu að mótmælum fyrir utan hús Steinunnar Valdísar Óskarsdóttur, þáverandi þingmanns Samfylkingarinnar, vorið 2010. Mikil umræða hefur sprottið upp eftir frásögn Steinunnar Valdísar í Silfrinu um helgina. Tjáði hún sig þar um mótmælin sem boðað var til vegna styrkja sem hún þáði á árunum 2006 og 2007. Sagði Steinunn Valdís einnig frá því að þjóðþekktir karlmenn hefðu hvatt aðra til að nauðga henni á meðan á mótmælum stóð. Björn bætir við að honum þyki að það sé verið að skrifa söguna upp á nýtt að einhverju leyti.Steinunn Valdís Óskarsdóttir, fyrrverandi borgarstjóri og þingmaður Samfylkingarinnar.Vísir/Valli„Það gleymist aðeins í umræðunni að í fyrsta lagi sagði Steinunn Valdís af sér og baðst afsökunar. Í kjölfarið voru settar reglur sem útiloka að svona hlutir geti gerst,“ segir Björn og á við styrkveitingarnar. Hann sé ekki viss um að þetta hefði gerst ef almenningur hefði ekki fylgt málinu eftir. „Auðvitað stóð aldrei til af minni hálfu að meiða nokkurn eða, eins og Steinunn Valdís lýsir því núna, hafa svona gríðarleg áhrif á hana,“ segir Björn. Það sé eitthvað sem hafi komið honum á óvart og hafi aldrei verið tilgangurinn. „Ég ætla ekki að fara að skattyrðast við Steinunni Valdísi eða fólk sem hefur verið að tjá sig fyrir hennar hönd. Ég er ekkert á leiðinni þangað,“ segir Björn sem lítur ekki svo á að gerð hafi verið mistök með umræddum mótmælum.Sveinn Margeirsson, forstjóri MatísSveinn Margeirsson, forstjóri Matís, sem einnig kom að mótmælunum, er á öndverðum meiði. „Ég held það sé mikilvægt að menn dragi lærdóm af þessu rétt eins og ég vona að við höfum lært af hruninu. Til að mynda eru styrkir til fólks í stjórnmálum núna uppi á borðinu sem var auðvitað síður á þessum tíma.“ Sveinn segir að það að mótmæla fyrir utan heimili Steinunnar Valdísar hafi verið röng leið. „Jafnvel þótt aðstæðurnar hafi verið öfgafullar á þessum tíma. Ég hef beðið hana afsökunar og myndi ekki gera þetta í núverandi stöðu, og ekki hvetja neinn til þess.“ Mótmælt var fyrir utan heimili fleiri stjórnmálamanna á sama tíma, þó ekki jafnharkalega og í tilfelli Steinunnar Valdísar. Segir Sveinn að þau mótmæli hafi einnig verið röng.Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra.vísir/stefánGuðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra er einn þeirra sem fengu mótmælendur upp að dyrum. „Það var náttúrulega langmest álagið á fjölskylduna. Sérstaklega börnin,“ segir Guðlaugur. „Þess ber þó að geta að þetta var ekki í neinu samræmi við það sem Steinunn Valdís lenti í. Það var svo miklu, miklu meira hjá henni,“ segir Guðlaugur aukinheldur. Einnig var mótmælt fyrir utan heimili Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur, formanns Viðreisnar, á þessum tíma. Hún vill ekki tjá sig um málið. Sjálf segist Steinunn Valdís hafa fengið hundruð skilaboða og símtala eftir frásögn sína. Hún sé þakklát fyrir þann stuðning sem henni hafi verið sýndur. Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Steinunn Valdís segir af sér þingmennsku Steinunn Valdís Óskarsdóttir hefur ákveðið að segja af sér sem þingmaður Samfylkingarinnar í Reykjavík. 27. maí 2010 17:34 Aðförin að Steinunni Valdísi „smánarblettur á stjórnmálasögu okkar“ Birgitta Jónsdóttir lýsir ofbeldi sem hún varð fyrir í matvöruverslun. 4. desember 2017 12:00 20 mótmælendur fóru að heimilum Guðlaugs og Steinunnar Um 20 mótmælendur tóku sér stöðu fyrir framan heimili Steinunnar Valdísar Óskardóttur, þingmanns Samfylkingarinnar, og Guðlaugs Þórs Þórðarsonar, þingmanns Sjálfstæðisflokksins, um matarleytið í gærkvöldi. 2. maí 2010 11:49 Styrkþegar eiga að velta því alvarlega fyrir sér að stíga til hliðar „Þetta fólk á að hugsa sinn gang mjög alvarlega og velta því fyrir sér hvort þeir séu ekki að gera sér og öðrum greiða með því að stíga til hliðar,“ sagði Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra, í viðtali í þættinum Íslandi í bítið í morgun þegar hann var spurður um háa styrki til einstakra stjórnmálamanna. 28. apríl 2010 11:24 Steinunn Valdís: „Það er bara augljóst að þetta hefur hreyft við fólki, hreyft við konum“ Steinunn Valdís vill þó lítið tjá sig um viðbrögð flokkssystkina sinna í Samfylkingunni, þá og nú, og telur það ekki sitt að fara lengra með málið. Frásögn Steinunnar í Silfrinu af hótunum um kynferðislegt ofbeldi í sinn garð vakti mikla athygli í gær. 4. desember 2017 22:00 Mest lesið „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Innlent Dótturdóttir JFK er látin Erlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu Innlent Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Innlent Gular viðvaranir taka gildi Veður Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast Innlent Fleiri fréttir Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Rúmur helmingur bjartsýnn fyrir 2026 Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Sátt við fyrsta árið og taka stöðuna vegna forfalla ráðherra á næstu dögum Tíu létust í umferðinni á árinu og alvarlegustu slysunum fækkar ekki Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Ríkisstjórnin sek um ósanngjarna mismunun Vonbrigði í menntamálum og áramótasprengja Hafa áhyggjur af frelsissviptingu barna í brottfararstöð Kristrún ræðir við Pétur um borgarstjórnarframboð Níu ráðherrar funda með Höllu Söfnun fyrir Kjartan gengur vel Komu auga á strandaða ferðamenn við Heklu Hvetja fólk til að plokka flugeldarusl á nýársdag Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Víðir hefur nú loks tíma fyrir Lunch United Samfélagsmiðlabann án fræðslu stoðar lítið Samfélagsmiðlabann nýtur mikils stuðnings og flugeldasalan í fullum gangi Hægt að gefa hundum róandi og lyf til að gleyma um áramót Sjómenn mótmæla breytingum á samsköttun hjóna Sjá meira
„Það eru engin mistök að beita lýðræðislegum og stjórnarskrárvörðum réttindum til að mótmæla og tjá hug sinn,“ segir Björn Þorri Viktorsson, lögmaður og og einn þeirra sem komu að mótmælum fyrir utan hús Steinunnar Valdísar Óskarsdóttur, þáverandi þingmanns Samfylkingarinnar, vorið 2010. Mikil umræða hefur sprottið upp eftir frásögn Steinunnar Valdísar í Silfrinu um helgina. Tjáði hún sig þar um mótmælin sem boðað var til vegna styrkja sem hún þáði á árunum 2006 og 2007. Sagði Steinunn Valdís einnig frá því að þjóðþekktir karlmenn hefðu hvatt aðra til að nauðga henni á meðan á mótmælum stóð. Björn bætir við að honum þyki að það sé verið að skrifa söguna upp á nýtt að einhverju leyti.Steinunn Valdís Óskarsdóttir, fyrrverandi borgarstjóri og þingmaður Samfylkingarinnar.Vísir/Valli„Það gleymist aðeins í umræðunni að í fyrsta lagi sagði Steinunn Valdís af sér og baðst afsökunar. Í kjölfarið voru settar reglur sem útiloka að svona hlutir geti gerst,“ segir Björn og á við styrkveitingarnar. Hann sé ekki viss um að þetta hefði gerst ef almenningur hefði ekki fylgt málinu eftir. „Auðvitað stóð aldrei til af minni hálfu að meiða nokkurn eða, eins og Steinunn Valdís lýsir því núna, hafa svona gríðarleg áhrif á hana,“ segir Björn. Það sé eitthvað sem hafi komið honum á óvart og hafi aldrei verið tilgangurinn. „Ég ætla ekki að fara að skattyrðast við Steinunni Valdísi eða fólk sem hefur verið að tjá sig fyrir hennar hönd. Ég er ekkert á leiðinni þangað,“ segir Björn sem lítur ekki svo á að gerð hafi verið mistök með umræddum mótmælum.Sveinn Margeirsson, forstjóri MatísSveinn Margeirsson, forstjóri Matís, sem einnig kom að mótmælunum, er á öndverðum meiði. „Ég held það sé mikilvægt að menn dragi lærdóm af þessu rétt eins og ég vona að við höfum lært af hruninu. Til að mynda eru styrkir til fólks í stjórnmálum núna uppi á borðinu sem var auðvitað síður á þessum tíma.“ Sveinn segir að það að mótmæla fyrir utan heimili Steinunnar Valdísar hafi verið röng leið. „Jafnvel þótt aðstæðurnar hafi verið öfgafullar á þessum tíma. Ég hef beðið hana afsökunar og myndi ekki gera þetta í núverandi stöðu, og ekki hvetja neinn til þess.“ Mótmælt var fyrir utan heimili fleiri stjórnmálamanna á sama tíma, þó ekki jafnharkalega og í tilfelli Steinunnar Valdísar. Segir Sveinn að þau mótmæli hafi einnig verið röng.Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra.vísir/stefánGuðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra er einn þeirra sem fengu mótmælendur upp að dyrum. „Það var náttúrulega langmest álagið á fjölskylduna. Sérstaklega börnin,“ segir Guðlaugur. „Þess ber þó að geta að þetta var ekki í neinu samræmi við það sem Steinunn Valdís lenti í. Það var svo miklu, miklu meira hjá henni,“ segir Guðlaugur aukinheldur. Einnig var mótmælt fyrir utan heimili Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur, formanns Viðreisnar, á þessum tíma. Hún vill ekki tjá sig um málið. Sjálf segist Steinunn Valdís hafa fengið hundruð skilaboða og símtala eftir frásögn sína. Hún sé þakklát fyrir þann stuðning sem henni hafi verið sýndur.
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Steinunn Valdís segir af sér þingmennsku Steinunn Valdís Óskarsdóttir hefur ákveðið að segja af sér sem þingmaður Samfylkingarinnar í Reykjavík. 27. maí 2010 17:34 Aðförin að Steinunni Valdísi „smánarblettur á stjórnmálasögu okkar“ Birgitta Jónsdóttir lýsir ofbeldi sem hún varð fyrir í matvöruverslun. 4. desember 2017 12:00 20 mótmælendur fóru að heimilum Guðlaugs og Steinunnar Um 20 mótmælendur tóku sér stöðu fyrir framan heimili Steinunnar Valdísar Óskardóttur, þingmanns Samfylkingarinnar, og Guðlaugs Þórs Þórðarsonar, þingmanns Sjálfstæðisflokksins, um matarleytið í gærkvöldi. 2. maí 2010 11:49 Styrkþegar eiga að velta því alvarlega fyrir sér að stíga til hliðar „Þetta fólk á að hugsa sinn gang mjög alvarlega og velta því fyrir sér hvort þeir séu ekki að gera sér og öðrum greiða með því að stíga til hliðar,“ sagði Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra, í viðtali í þættinum Íslandi í bítið í morgun þegar hann var spurður um háa styrki til einstakra stjórnmálamanna. 28. apríl 2010 11:24 Steinunn Valdís: „Það er bara augljóst að þetta hefur hreyft við fólki, hreyft við konum“ Steinunn Valdís vill þó lítið tjá sig um viðbrögð flokkssystkina sinna í Samfylkingunni, þá og nú, og telur það ekki sitt að fara lengra með málið. Frásögn Steinunnar í Silfrinu af hótunum um kynferðislegt ofbeldi í sinn garð vakti mikla athygli í gær. 4. desember 2017 22:00 Mest lesið „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Innlent Dótturdóttir JFK er látin Erlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu Innlent Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Innlent Gular viðvaranir taka gildi Veður Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast Innlent Fleiri fréttir Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Rúmur helmingur bjartsýnn fyrir 2026 Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Sátt við fyrsta árið og taka stöðuna vegna forfalla ráðherra á næstu dögum Tíu létust í umferðinni á árinu og alvarlegustu slysunum fækkar ekki Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Ríkisstjórnin sek um ósanngjarna mismunun Vonbrigði í menntamálum og áramótasprengja Hafa áhyggjur af frelsissviptingu barna í brottfararstöð Kristrún ræðir við Pétur um borgarstjórnarframboð Níu ráðherrar funda með Höllu Söfnun fyrir Kjartan gengur vel Komu auga á strandaða ferðamenn við Heklu Hvetja fólk til að plokka flugeldarusl á nýársdag Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Víðir hefur nú loks tíma fyrir Lunch United Samfélagsmiðlabann án fræðslu stoðar lítið Samfélagsmiðlabann nýtur mikils stuðnings og flugeldasalan í fullum gangi Hægt að gefa hundum róandi og lyf til að gleyma um áramót Sjómenn mótmæla breytingum á samsköttun hjóna Sjá meira
Steinunn Valdís segir af sér þingmennsku Steinunn Valdís Óskarsdóttir hefur ákveðið að segja af sér sem þingmaður Samfylkingarinnar í Reykjavík. 27. maí 2010 17:34
Aðförin að Steinunni Valdísi „smánarblettur á stjórnmálasögu okkar“ Birgitta Jónsdóttir lýsir ofbeldi sem hún varð fyrir í matvöruverslun. 4. desember 2017 12:00
20 mótmælendur fóru að heimilum Guðlaugs og Steinunnar Um 20 mótmælendur tóku sér stöðu fyrir framan heimili Steinunnar Valdísar Óskardóttur, þingmanns Samfylkingarinnar, og Guðlaugs Þórs Þórðarsonar, þingmanns Sjálfstæðisflokksins, um matarleytið í gærkvöldi. 2. maí 2010 11:49
Styrkþegar eiga að velta því alvarlega fyrir sér að stíga til hliðar „Þetta fólk á að hugsa sinn gang mjög alvarlega og velta því fyrir sér hvort þeir séu ekki að gera sér og öðrum greiða með því að stíga til hliðar,“ sagði Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra, í viðtali í þættinum Íslandi í bítið í morgun þegar hann var spurður um háa styrki til einstakra stjórnmálamanna. 28. apríl 2010 11:24
Steinunn Valdís: „Það er bara augljóst að þetta hefur hreyft við fólki, hreyft við konum“ Steinunn Valdís vill þó lítið tjá sig um viðbrögð flokkssystkina sinna í Samfylkingunni, þá og nú, og telur það ekki sitt að fara lengra með málið. Frásögn Steinunnar í Silfrinu af hótunum um kynferðislegt ofbeldi í sinn garð vakti mikla athygli í gær. 4. desember 2017 22:00
Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“