Aníta og Elínborg meðal „bestu flugfreyja heims“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 6. desember 2017 10:31 Vél WOW air. vísir/vilhelm Flugfreyjur WOW air, þær Aníta Brá Ingvadóttir og Elínborg Jensdóttir, eru á lista breska blaðsins Independent yfir „bestu flugfreyjur heimsins“. Blaðið fékk fjölmörg flugfélög til þess að deila sögum af afbragðsþjónustu af hálfu flugliða í háloftunum. Undir yfirskriftinni „Hittið níu af bestu flugfreyjum heimsins,“ fjallar blaðið um þessar sögur en í umfjöllun blaðsins segir að þar sem yfirleitt séu sagðar fréttir af því sem fer úrskeiðis í háloftunum sé kominn tími til þess að draga fram það sem vel er gert. Sagan sem WOW Air deildi með blaðinu segir frá flugfreyjunum Anítu Brá og Elínborgu sem gerðu sitt til þess að tryggja það að eldri hjón frá Bandaríkjunum myndu ekki missa af skemmtisiglingu sem þau voru á leiðinni í. Flugu hjónin með WOW Air frá Keflavík til Amsterdam, þaðan sem skemmtisiglingin átti að hefjast. Hins vegar varð seinkun á fluginu og höfðu hjónin áhyggjur af því að þau myndi missa af skipinu. Elínborg og Aníta Brá dóu þó ekki ráðalausar, þær hringdu einfaldlega í skipstjóra skipsins úr flugvélinni og spurðu hvort að mögulegt væri að bíða eftir hjónunum. „Það þarf að hrósa þeim fyrir þjónustuna,“ skrifuðu hjónin síðar í bréfi til flugfélagsins. „Skipstjórinn beið eftir okkur og bílstjóri beið okkar fyrir utan flugstöðina.“ Komust hjónin því í tæka tíð um borð og tóku þau fram í bréfinu að skemmtisiglingin hefði verið yndisleg.Lesa má fleiri sögur úr háloftunum í frétt Independent hér. Fréttir af flugi Mest lesið Lofar áður óséðu sjónarspili en ekki kántrí ælu Lífið „Ég gerði ein mistök, eða tvö“ Lífið Bauð Bandaríkin velkomin í hóp konungsríkja Bíó og sjónvarp „Pabbi var reiður yfir þessu alla ævi“ Lífið Rokkaði tíu milljón króna hálsmen Tíska og hönnun Þýðingarmikill klæðnaður Kendrick Lamar Tíska og hönnun Friðrik Ómar og Hera skilja ekkert í úrslitunum Lífið Tilhugsun um kynlíf á ný óbærileg Lífið Forsetahjónin mættu á frumsýningu Sigurvilja Lífið Hraðstefnumót fyrir eldri borgara Lífið Fleiri fréttir Tilhugsun um kynlíf á ný óbærileg Forsetahjónin mættu á frumsýningu Sigurvilja „Ég gerði ein mistök, eða tvö“ Fullt út úr dyrum og stiginn trylltur dans „Pabbi var reiður yfir þessu alla ævi“ Hraðstefnumót fyrir eldri borgara Lofar áður óséðu sjónarspili en ekki kántrí ælu Stjörnurnar létu sig ekki vanta á Ofurskálina Friðrik Ómar og Hera skilja ekkert í úrslitunum Konungurinn miður sín eftir mismælin Logi Pedro selur Vesturbæjarslotið Sænska prinsessan komin með nafn Drake fékk það óþvegið í hálfleikssýningu Kendrick Lamar Stjörnulífið: Fáklædd í rauðri viðvörun Troða í sig vængjum og horfa á auglýsingar sem kosta milljarð Stjórnmála- og viðskiptafólk lét sig ekki vanta í fjörugt níræðisafmæli Vöku Aldrei fór ég suður snýr aftur: „Þetta eru vissulega stórir peningar“ Ingvar E. besti leikarinn á kvikmyndahátíð í Frakklandi Krakkatían: Hringadróttinssaga, Grammy-verðlaun og kolkrabbar „Þarna upplifði ég mesta kulda ævinnar“ Fólkið bak við vinsælustu hlaðvörp landsins Fimm lög keppa í Söngvakeppninni í kvöld „Ég er búin að sætta mig við að ég mun líklega aldrei fá nein svör“ Stjörnustjarfur með David Schwimmer og Will Ferrell Fréttatía vikunnar: Leynigestur, brottvísanir og ofurfyrirsæta Maríanna og Dommi trúlofuð Kúrekar og bandíttar í stuði á Kommablótinu Prinsessan eignaðist dóttur Segist vera nasisti sem elskar Hitler Lítil þolinmæði fyrir hrekk Audda Sjá meira
Flugfreyjur WOW air, þær Aníta Brá Ingvadóttir og Elínborg Jensdóttir, eru á lista breska blaðsins Independent yfir „bestu flugfreyjur heimsins“. Blaðið fékk fjölmörg flugfélög til þess að deila sögum af afbragðsþjónustu af hálfu flugliða í háloftunum. Undir yfirskriftinni „Hittið níu af bestu flugfreyjum heimsins,“ fjallar blaðið um þessar sögur en í umfjöllun blaðsins segir að þar sem yfirleitt séu sagðar fréttir af því sem fer úrskeiðis í háloftunum sé kominn tími til þess að draga fram það sem vel er gert. Sagan sem WOW Air deildi með blaðinu segir frá flugfreyjunum Anítu Brá og Elínborgu sem gerðu sitt til þess að tryggja það að eldri hjón frá Bandaríkjunum myndu ekki missa af skemmtisiglingu sem þau voru á leiðinni í. Flugu hjónin með WOW Air frá Keflavík til Amsterdam, þaðan sem skemmtisiglingin átti að hefjast. Hins vegar varð seinkun á fluginu og höfðu hjónin áhyggjur af því að þau myndi missa af skipinu. Elínborg og Aníta Brá dóu þó ekki ráðalausar, þær hringdu einfaldlega í skipstjóra skipsins úr flugvélinni og spurðu hvort að mögulegt væri að bíða eftir hjónunum. „Það þarf að hrósa þeim fyrir þjónustuna,“ skrifuðu hjónin síðar í bréfi til flugfélagsins. „Skipstjórinn beið eftir okkur og bílstjóri beið okkar fyrir utan flugstöðina.“ Komust hjónin því í tæka tíð um borð og tóku þau fram í bréfinu að skemmtisiglingin hefði verið yndisleg.Lesa má fleiri sögur úr háloftunum í frétt Independent hér.
Fréttir af flugi Mest lesið Lofar áður óséðu sjónarspili en ekki kántrí ælu Lífið „Ég gerði ein mistök, eða tvö“ Lífið Bauð Bandaríkin velkomin í hóp konungsríkja Bíó og sjónvarp „Pabbi var reiður yfir þessu alla ævi“ Lífið Rokkaði tíu milljón króna hálsmen Tíska og hönnun Þýðingarmikill klæðnaður Kendrick Lamar Tíska og hönnun Friðrik Ómar og Hera skilja ekkert í úrslitunum Lífið Tilhugsun um kynlíf á ný óbærileg Lífið Forsetahjónin mættu á frumsýningu Sigurvilja Lífið Hraðstefnumót fyrir eldri borgara Lífið Fleiri fréttir Tilhugsun um kynlíf á ný óbærileg Forsetahjónin mættu á frumsýningu Sigurvilja „Ég gerði ein mistök, eða tvö“ Fullt út úr dyrum og stiginn trylltur dans „Pabbi var reiður yfir þessu alla ævi“ Hraðstefnumót fyrir eldri borgara Lofar áður óséðu sjónarspili en ekki kántrí ælu Stjörnurnar létu sig ekki vanta á Ofurskálina Friðrik Ómar og Hera skilja ekkert í úrslitunum Konungurinn miður sín eftir mismælin Logi Pedro selur Vesturbæjarslotið Sænska prinsessan komin með nafn Drake fékk það óþvegið í hálfleikssýningu Kendrick Lamar Stjörnulífið: Fáklædd í rauðri viðvörun Troða í sig vængjum og horfa á auglýsingar sem kosta milljarð Stjórnmála- og viðskiptafólk lét sig ekki vanta í fjörugt níræðisafmæli Vöku Aldrei fór ég suður snýr aftur: „Þetta eru vissulega stórir peningar“ Ingvar E. besti leikarinn á kvikmyndahátíð í Frakklandi Krakkatían: Hringadróttinssaga, Grammy-verðlaun og kolkrabbar „Þarna upplifði ég mesta kulda ævinnar“ Fólkið bak við vinsælustu hlaðvörp landsins Fimm lög keppa í Söngvakeppninni í kvöld „Ég er búin að sætta mig við að ég mun líklega aldrei fá nein svör“ Stjörnustjarfur með David Schwimmer og Will Ferrell Fréttatía vikunnar: Leynigestur, brottvísanir og ofurfyrirsæta Maríanna og Dommi trúlofuð Kúrekar og bandíttar í stuði á Kommablótinu Prinsessan eignaðist dóttur Segist vera nasisti sem elskar Hitler Lítil þolinmæði fyrir hrekk Audda Sjá meira