Snjókorn falla (á allt og alla) Bergur Ebbi skrifar 8. desember 2017 07:00 Ekkert hverfur. Sérstaklega ekki reiði. Hún kraumar alltaf í jafn miklu hlutfalli í veröldinni. Eins og frumefni. Að erfa syndir feðranna. Um það fjalla leikbókmenntirnar. Allavega þær sem skrifaðar voru af feðrunum. Pergo parket. Fréttir af níðingum. Í allan dag þessi gömlu góðu. Ylvolg gítarsturta frá Rollingunum. Hlýðið á húsbóndann smella svipu sinni á ambáttina just around midnight. Bíllinn fer yfir hraðahindrun og útvarpið skiptir um stöð. Eða kannski var ekið á smáhund. Skiptir ekki máli. Úr hátölurunum berst íslenskt rapp. Frískandi, bubblandi mulningur fyrir alla aldurshópa. Þessir amerísku næntís hlunkar voru of reiðir og gátu aldrei klárað heilan texta án þess að kalla konur tíkur. Guði sé lof fyrir léttkolsýrða útgáfu á aktavis ylhlýra. Það sést hverjir drekka Kristal. Áhrifavaldar okkar tíma. Þegar ég lít í spegil hryllir mig við hvað húð mín er slétt. Því ég hef lifað aðra tíma. Ég man eftir Reykjavík stútfullri af strippstöðum, Akureyri stútfullri af strippstöðum. Ég man eftir SkjáEinum og Bleiku og bláu. Ég man eftir busavígslum, lambakjötsfréttum, flissi og axlayppingum og líka útvarpsauglýsingum sem klykktu út með setningunni: „fyrir konur sem kyngja“. Og kannski er einhver annar spegill uppi á háalofti einhverstaðar í Þingholtunum sem safnar öllum baugunum, og ef svo er, þá vil ég aldrei sjá hann. Eða kannski er húð mín löngu orðin tekin, en ég þarf ekki að gefa því gaum vegna þess að filterarnir eru orðnir svo góðir. Myrkur. Pollur við bíldyrnar. Instant bleyta. Instant kvef, strepsils, svefnlausar nætur. Sandur á gangstéttinni, appelsínugul umferðarkeila fokin á hliðina. Ýlfrandi rokið, tikkið í fánastöngunum. Í allan dag, þessi gömlu góðu. Hvenær skyldu Spice Girls detta inn á Gullbylgjuna? Þær voru prótó-þriðju-kynslóðar femínistar, las ég í bloggi einhverstaðar. En alltaf reynist mér erfitt að átta mig á hvort David Beckham sé hluti af þeirri heimsmynd sem hin eina kalkúleraða niðurstaða af nútíma karlmennsku eða hvort hann sé bara áhrifavaldaauglýsingagrín með tattú. Ljái mér hver sem vill en sérhver kynslóð þarf sínar fyrirmyndir og norpandi á jólahlaðborðum um allan bæ eru þúsundir karlmanna sem vita ekkert hvernig þeir eiga að haga sér. Við köllum það „útlenska rigningu“ þegar það rignir mikið. Það er vegna þess að það rignir sjaldan mikið í einu á þessu landi. Það brestur ekki á með þrumum og eldingum og biblísku skýfalli. Í Biblíunni rignir kröftuglega og rigning veitir líkn. Rigning afléttir spennunni, hræðslunni við þurrk og uppskerubrest, hitanum, sóttinni, kvíðanum. Regn boðar bæði heimsendi og nýtt upphaf. Það felur í sér þáttaskil. Það fellur, skarpt og öruggt, líkt og tjald í leikhúsi; til marks um að einum leikþætti sé lokið og að nú verði fléttan tekin á næsta stig. 486 turntölva. Hungur í maga og höfði. Snjóflóðin fyrir vestan. Skammdegi. Ibsen katalógur milli hvassra fjalla. Ekkert gleymist. Purusteik skorin af innfluttu vinnuafli. Of feit fyrir mig. Þetta jólahlaðborð er vitlausu megin í 5:2 hlutfalli lífs míns. Svíninu blæddi. Ég hef ekkert að fela en samt reima ég á mig hlaupaskó í tíu vindstigum og hleyp eftir norðurströnd Seltjarnarness. Hvers vegna eru allir svona reiðir? Sumir mótmæltu alltof mikið í Hruninu. Hverjir voru þessir mótmælendur? Er hægt að fá nöfn þeirra strax? Fram er komin eftirspurn eftir því að tryllast á þá sem gengu of langt í mótmælunum og berja í potta fyrir framan eyru barna þeirra? Halló?! Hvað voruð þið að spá?!! Ég trúi ekki á Guð en hef samt alltaf haldið að hann sé mjög upptekinn af mér. En nú finn ég svo sterkt að hann er ekki einu sinni að pæla í mér lengur. Ekkert hverfur. Sérstaklega ekki reiði. Hún kraumar alltaf í jafn miklu hlutfalli í veröldinni. Eins og frumefni. Eða kannski gerir hún það ekki. Ég hrasa við Gróttu og dett í jörðina. Kannski feykti eitthvað mér um koll. Var það kraftaverkið sem ég hef beðið eftir eða voru það bara vindstigin tíu? Ég lít upp til himins en finn ekki fyrir neinu. Vandamálið við þetta land er að himinninn liggur of lágt. Veðrið og skýin eru sífellt oní okkur. Kannski erum við ekki stödd fyrir framan leiksviðið heldur baksviðs meðal þuklaranna. Og hvernig endar leikritið ef það voru áhorfendurnir sem stóðu fyrir sýningunni allan tímann? Hvenær mun regnið steypast og skola burt syndugum í eitt skipti fyrir öll? Ég heyri í skruðningum að ofan. Hægt og löturlega falla stórar gervisnjóflyksur úr himninum og Deus Ex Machina hefur upp raust sína í takt við eitíslegar sleðabjöllur. „Snjókorn falla, á allt og alla.“ Ég heyri rödd innra með mér tauta að ég trúi því að heimurinn geti breyst. Og þó ég felli tár innan um gervilegar flyksurnar þá trúi ég því í alvöru. En í samfélagi sem hefur ekki einu sinni himin til að steyta hnefa gegn, hvert á þá reiðin að fara? Höfundur er pistlahöfundur Fréttablaðsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bergur Ebbi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun
Ekkert hverfur. Sérstaklega ekki reiði. Hún kraumar alltaf í jafn miklu hlutfalli í veröldinni. Eins og frumefni. Að erfa syndir feðranna. Um það fjalla leikbókmenntirnar. Allavega þær sem skrifaðar voru af feðrunum. Pergo parket. Fréttir af níðingum. Í allan dag þessi gömlu góðu. Ylvolg gítarsturta frá Rollingunum. Hlýðið á húsbóndann smella svipu sinni á ambáttina just around midnight. Bíllinn fer yfir hraðahindrun og útvarpið skiptir um stöð. Eða kannski var ekið á smáhund. Skiptir ekki máli. Úr hátölurunum berst íslenskt rapp. Frískandi, bubblandi mulningur fyrir alla aldurshópa. Þessir amerísku næntís hlunkar voru of reiðir og gátu aldrei klárað heilan texta án þess að kalla konur tíkur. Guði sé lof fyrir léttkolsýrða útgáfu á aktavis ylhlýra. Það sést hverjir drekka Kristal. Áhrifavaldar okkar tíma. Þegar ég lít í spegil hryllir mig við hvað húð mín er slétt. Því ég hef lifað aðra tíma. Ég man eftir Reykjavík stútfullri af strippstöðum, Akureyri stútfullri af strippstöðum. Ég man eftir SkjáEinum og Bleiku og bláu. Ég man eftir busavígslum, lambakjötsfréttum, flissi og axlayppingum og líka útvarpsauglýsingum sem klykktu út með setningunni: „fyrir konur sem kyngja“. Og kannski er einhver annar spegill uppi á háalofti einhverstaðar í Þingholtunum sem safnar öllum baugunum, og ef svo er, þá vil ég aldrei sjá hann. Eða kannski er húð mín löngu orðin tekin, en ég þarf ekki að gefa því gaum vegna þess að filterarnir eru orðnir svo góðir. Myrkur. Pollur við bíldyrnar. Instant bleyta. Instant kvef, strepsils, svefnlausar nætur. Sandur á gangstéttinni, appelsínugul umferðarkeila fokin á hliðina. Ýlfrandi rokið, tikkið í fánastöngunum. Í allan dag, þessi gömlu góðu. Hvenær skyldu Spice Girls detta inn á Gullbylgjuna? Þær voru prótó-þriðju-kynslóðar femínistar, las ég í bloggi einhverstaðar. En alltaf reynist mér erfitt að átta mig á hvort David Beckham sé hluti af þeirri heimsmynd sem hin eina kalkúleraða niðurstaða af nútíma karlmennsku eða hvort hann sé bara áhrifavaldaauglýsingagrín með tattú. Ljái mér hver sem vill en sérhver kynslóð þarf sínar fyrirmyndir og norpandi á jólahlaðborðum um allan bæ eru þúsundir karlmanna sem vita ekkert hvernig þeir eiga að haga sér. Við köllum það „útlenska rigningu“ þegar það rignir mikið. Það er vegna þess að það rignir sjaldan mikið í einu á þessu landi. Það brestur ekki á með þrumum og eldingum og biblísku skýfalli. Í Biblíunni rignir kröftuglega og rigning veitir líkn. Rigning afléttir spennunni, hræðslunni við þurrk og uppskerubrest, hitanum, sóttinni, kvíðanum. Regn boðar bæði heimsendi og nýtt upphaf. Það felur í sér þáttaskil. Það fellur, skarpt og öruggt, líkt og tjald í leikhúsi; til marks um að einum leikþætti sé lokið og að nú verði fléttan tekin á næsta stig. 486 turntölva. Hungur í maga og höfði. Snjóflóðin fyrir vestan. Skammdegi. Ibsen katalógur milli hvassra fjalla. Ekkert gleymist. Purusteik skorin af innfluttu vinnuafli. Of feit fyrir mig. Þetta jólahlaðborð er vitlausu megin í 5:2 hlutfalli lífs míns. Svíninu blæddi. Ég hef ekkert að fela en samt reima ég á mig hlaupaskó í tíu vindstigum og hleyp eftir norðurströnd Seltjarnarness. Hvers vegna eru allir svona reiðir? Sumir mótmæltu alltof mikið í Hruninu. Hverjir voru þessir mótmælendur? Er hægt að fá nöfn þeirra strax? Fram er komin eftirspurn eftir því að tryllast á þá sem gengu of langt í mótmælunum og berja í potta fyrir framan eyru barna þeirra? Halló?! Hvað voruð þið að spá?!! Ég trúi ekki á Guð en hef samt alltaf haldið að hann sé mjög upptekinn af mér. En nú finn ég svo sterkt að hann er ekki einu sinni að pæla í mér lengur. Ekkert hverfur. Sérstaklega ekki reiði. Hún kraumar alltaf í jafn miklu hlutfalli í veröldinni. Eins og frumefni. Eða kannski gerir hún það ekki. Ég hrasa við Gróttu og dett í jörðina. Kannski feykti eitthvað mér um koll. Var það kraftaverkið sem ég hef beðið eftir eða voru það bara vindstigin tíu? Ég lít upp til himins en finn ekki fyrir neinu. Vandamálið við þetta land er að himinninn liggur of lágt. Veðrið og skýin eru sífellt oní okkur. Kannski erum við ekki stödd fyrir framan leiksviðið heldur baksviðs meðal þuklaranna. Og hvernig endar leikritið ef það voru áhorfendurnir sem stóðu fyrir sýningunni allan tímann? Hvenær mun regnið steypast og skola burt syndugum í eitt skipti fyrir öll? Ég heyri í skruðningum að ofan. Hægt og löturlega falla stórar gervisnjóflyksur úr himninum og Deus Ex Machina hefur upp raust sína í takt við eitíslegar sleðabjöllur. „Snjókorn falla, á allt og alla.“ Ég heyri rödd innra með mér tauta að ég trúi því að heimurinn geti breyst. Og þó ég felli tár innan um gervilegar flyksurnar þá trúi ég því í alvöru. En í samfélagi sem hefur ekki einu sinni himin til að steyta hnefa gegn, hvert á þá reiðin að fara? Höfundur er pistlahöfundur Fréttablaðsins.
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun