Segir Jón Trausta bera ábyrgð á áverkum Arnars Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 22. nóvember 2017 12:42 Sveinn Gestur ásamt verjanda sínum, Þorgils Þorgilssyni. Vísir/Ernir Sveinn Gestur Tryggvason sem ákærður er fyrir stórfellda líkamsárás sem leiddi til dauða Arnars Jónssonar Aspar, neitar alfarið sök í málinu. Aðalmeðferð hófst í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Sveinn Gestur neitar alfarið að hafa ráðist á Arnar að fyrra bragði, segir Jón Trausta Lúthersson bera ábyrgð á mestum hluta áverkanna á líkama Arnars. Vitnisburður Heiðdísar Helgu Aðalsteinsdóttur, unnustu Arnars, sem og nágranna eru á annan veg. Jón Trausti og Sveinn Gestur komu að Æsustöðum ásamt fjórum öðrum á tveimur bílum að kvöldi 7. júní til að sækja verkfæri sem voru í eigu Sveins Gests. Í skýrslu sinni sagði Sveinn Gestur að Arnar hafi tekið á móti gestunum mjög æstur og að hann hafi augljóslega verið í miklu uppnámi. Hann hafi verið ógnandi og kreppt hnefana. „Ég hafði ekki séð hann svona áður. Ég spurði hvort það væri allt í lagi,” sagði Sveinn Gestur.Jón Trausti hafi ráðist á Arnar með neyðarhamriArnar hafi þá æst sig mjög, öskrað á Svein Gest, hrint honum og reynt að slá til hans. Hann segir að honum hafi brugðið mikið og viljað koma sér burt frá Æsustöðum. Þegar þeir hafi ætlað að keyra af stað hafi Arnar sótt kústskaft og slegið í bílinn. Heyrst hafi í Heiðdísi, unnustu Arnars, öskra að Arnari að hætta. Arnar hafi tekist að gera gat á framrúðu bíls Sveins Gests með kústskaftinu. Þegar Sveinn Gestur og samferðafólk hans hafi ætlað að yfirgefa svæðið hafi Jón Trausti stöðvað bíl sinn fyrir framan bíl Sveins Gests. Hann hafi hringt í lögregluna þá og þegar og látið vita að verið væri að ráðast á þau og að þau vantaði aðstoð. Arnar hafi þá komið hlaupandi niður brekkuna með járnstöng, Jón Trausti hafi hlaupið á móti Arnari með neyðarhamar og til átaka hafi komið á milli þeirra. „Við hefðum átt að koma okkur burt og láta lögregluna sjá um þetta. Það var það sem ég vildi gera allan tímann. Þegar ég kem að þeim þá liggur Arnar blóðugur undir Jóni,” sagði Sveinn Gestur.Frá vettvangi að Æsustöðum í Mosfellsdal 7. júní síðastliðinn. Dómari, verjandi og saksóknari tóku út vettvanginn í morgun.vísir/eyþórJón og Arnar ekki átt skap samanJón hafi þá haft Arnar í hálstaki og segist Sveinn hafa sagt við Jón að hann skyldi taka við vegna þess að hann hafði áhyggjur af vini sínum. Jóni og Arnari hafi ekki komið vel saman þegar þeir voru samstarfsmenn í fyrirtæki Sveins Gests. „Jón spyr hvort ég hafi virkilega hringt í lögregluna. Auðvitað sagðist ég hafa gert það, það hefði verið að ráðast á okkur. Svo lít ég á Arnar og sé að hann liggur hreyfingarlaus, ég athuga lífsmörk og hef endurlífgun.” Eitthvað misræmi var í frásögn Sveins Gests fyrir dómi og fyrstu skýrslu hans hjá lögreglu. Við skýrslutökur hjá lögreglu hafi aðkoma Jóns Trausta ekki komið fram.Segir Svein Gest hafa ráðist á Arnar og hin horft áHeiðdís Helga Aðalsteinsdóttir, unnusta Arnars, gaf vitni fyrir dómi í kjölfar skýrslu Sveins Gests. Hún lýsir atburðarásinni á annan hátt en Sveinn Gestur. Hún segir Arnar hafa farið út til að taka á móti gestunum, þegar hún hafi litið út um gluggann stuttu seinna hafi Arnar legið á jörðinni á bakinu. Sveinn Gestur hafi verið að slá til hans og sparka á meðan hin fimm stóðu hjá. Þau hafi meðal annars keyrt yfir fótlegg hans tvisvar og keyrt svo í burtu. Þá hafi Arnar sótt kúst inn í hesthús og kastar að bíl Sveins og gerði gat á framrúðuna. Hann hafi haltrað á eftir þeim niður brekkuna með járnrör í höndunum og bæði Sveinn Gestur og Jón Trausti hafi mætt honum í brekkunni. Þá hafi Sveinn Gestur veist að Arnari, haldið honum á jörðinni og veitt honum hnefahögg. „Svo fattar hann að hann er meðvitundarlaus. Svo hefst eitthvað klaufaleg hjartahnoð.”Jón Trausti er einn þeirra sem sátu í gæsluvarðhaldi vegna málsins. Ríkissaksóknari skoðar ákvörðun um að ákæra ekki fleiri.Jón hvatt Svein Gest áframHeiðdís segir að Jón Trausti hafi átt einhvern hlut í atburðarásinni neðar í brekkunni en ekki fyrir utan heimilið. Nágranni Heiðdísar og Arnars á Æsustöðum bar einnig vitni fyrir dómi í dag. Saga hans er afar keimlík sögu Heiðdísar og minnist hann þess ekki að Jón Trausti hafi tekið beinan þátt í mestu áflogunum í brekkunni og aldrei tekið Arnar hálstaki. Hann hafi þó klappað Sveini Gesti á öxlina eins og til að hvetja hann áfram. Sveinn Gestur segist sannfærður um að Arnar hafi verið undir áhrifum einhverskonar fíkniefna þetta umrædda kvöld og nefndi amfetamín í því samhengi. Heiðdís segir það ekki passa en að Arnar hafi tekið amfetamínskyld lyf við þunglyndi. Annars hafi hann verið í jafnvægi þennan dag. Nágranninn segir að Arnar hafi verið í miklu uppnámi, en hann teldi það eðlilegt undir þessum kringumstæðum. „Ég hefði orðið miklu brjálaðri en hann var.” Aðalmeðferð í málinu heldur áfram í dag og mun Jón Trausti bera vitni eftir hádegi. Stórfelld líkamsárás í Mosfellsdal Tengdar fréttir Réttað yfir Sveini Gesti í dag Aðalmeðferð í máli ákæruvaldsins gegn Sveini Gesti Tryggvasyni vegna andláts Arnars Jónssonar Aspar hefst í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag klukkan 10:15. 22. nóvember 2017 10:02 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Endurgreiðsla sem jafngildi gjaldþroti og íbúafundur Fyrrverandi bæjarstjóri verður framkvæmdastjóri þingflokks Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Sjá meira
Sveinn Gestur Tryggvason sem ákærður er fyrir stórfellda líkamsárás sem leiddi til dauða Arnars Jónssonar Aspar, neitar alfarið sök í málinu. Aðalmeðferð hófst í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Sveinn Gestur neitar alfarið að hafa ráðist á Arnar að fyrra bragði, segir Jón Trausta Lúthersson bera ábyrgð á mestum hluta áverkanna á líkama Arnars. Vitnisburður Heiðdísar Helgu Aðalsteinsdóttur, unnustu Arnars, sem og nágranna eru á annan veg. Jón Trausti og Sveinn Gestur komu að Æsustöðum ásamt fjórum öðrum á tveimur bílum að kvöldi 7. júní til að sækja verkfæri sem voru í eigu Sveins Gests. Í skýrslu sinni sagði Sveinn Gestur að Arnar hafi tekið á móti gestunum mjög æstur og að hann hafi augljóslega verið í miklu uppnámi. Hann hafi verið ógnandi og kreppt hnefana. „Ég hafði ekki séð hann svona áður. Ég spurði hvort það væri allt í lagi,” sagði Sveinn Gestur.Jón Trausti hafi ráðist á Arnar með neyðarhamriArnar hafi þá æst sig mjög, öskrað á Svein Gest, hrint honum og reynt að slá til hans. Hann segir að honum hafi brugðið mikið og viljað koma sér burt frá Æsustöðum. Þegar þeir hafi ætlað að keyra af stað hafi Arnar sótt kústskaft og slegið í bílinn. Heyrst hafi í Heiðdísi, unnustu Arnars, öskra að Arnari að hætta. Arnar hafi tekist að gera gat á framrúðu bíls Sveins Gests með kústskaftinu. Þegar Sveinn Gestur og samferðafólk hans hafi ætlað að yfirgefa svæðið hafi Jón Trausti stöðvað bíl sinn fyrir framan bíl Sveins Gests. Hann hafi hringt í lögregluna þá og þegar og látið vita að verið væri að ráðast á þau og að þau vantaði aðstoð. Arnar hafi þá komið hlaupandi niður brekkuna með járnstöng, Jón Trausti hafi hlaupið á móti Arnari með neyðarhamar og til átaka hafi komið á milli þeirra. „Við hefðum átt að koma okkur burt og láta lögregluna sjá um þetta. Það var það sem ég vildi gera allan tímann. Þegar ég kem að þeim þá liggur Arnar blóðugur undir Jóni,” sagði Sveinn Gestur.Frá vettvangi að Æsustöðum í Mosfellsdal 7. júní síðastliðinn. Dómari, verjandi og saksóknari tóku út vettvanginn í morgun.vísir/eyþórJón og Arnar ekki átt skap samanJón hafi þá haft Arnar í hálstaki og segist Sveinn hafa sagt við Jón að hann skyldi taka við vegna þess að hann hafði áhyggjur af vini sínum. Jóni og Arnari hafi ekki komið vel saman þegar þeir voru samstarfsmenn í fyrirtæki Sveins Gests. „Jón spyr hvort ég hafi virkilega hringt í lögregluna. Auðvitað sagðist ég hafa gert það, það hefði verið að ráðast á okkur. Svo lít ég á Arnar og sé að hann liggur hreyfingarlaus, ég athuga lífsmörk og hef endurlífgun.” Eitthvað misræmi var í frásögn Sveins Gests fyrir dómi og fyrstu skýrslu hans hjá lögreglu. Við skýrslutökur hjá lögreglu hafi aðkoma Jóns Trausta ekki komið fram.Segir Svein Gest hafa ráðist á Arnar og hin horft áHeiðdís Helga Aðalsteinsdóttir, unnusta Arnars, gaf vitni fyrir dómi í kjölfar skýrslu Sveins Gests. Hún lýsir atburðarásinni á annan hátt en Sveinn Gestur. Hún segir Arnar hafa farið út til að taka á móti gestunum, þegar hún hafi litið út um gluggann stuttu seinna hafi Arnar legið á jörðinni á bakinu. Sveinn Gestur hafi verið að slá til hans og sparka á meðan hin fimm stóðu hjá. Þau hafi meðal annars keyrt yfir fótlegg hans tvisvar og keyrt svo í burtu. Þá hafi Arnar sótt kúst inn í hesthús og kastar að bíl Sveins og gerði gat á framrúðuna. Hann hafi haltrað á eftir þeim niður brekkuna með járnrör í höndunum og bæði Sveinn Gestur og Jón Trausti hafi mætt honum í brekkunni. Þá hafi Sveinn Gestur veist að Arnari, haldið honum á jörðinni og veitt honum hnefahögg. „Svo fattar hann að hann er meðvitundarlaus. Svo hefst eitthvað klaufaleg hjartahnoð.”Jón Trausti er einn þeirra sem sátu í gæsluvarðhaldi vegna málsins. Ríkissaksóknari skoðar ákvörðun um að ákæra ekki fleiri.Jón hvatt Svein Gest áframHeiðdís segir að Jón Trausti hafi átt einhvern hlut í atburðarásinni neðar í brekkunni en ekki fyrir utan heimilið. Nágranni Heiðdísar og Arnars á Æsustöðum bar einnig vitni fyrir dómi í dag. Saga hans er afar keimlík sögu Heiðdísar og minnist hann þess ekki að Jón Trausti hafi tekið beinan þátt í mestu áflogunum í brekkunni og aldrei tekið Arnar hálstaki. Hann hafi þó klappað Sveini Gesti á öxlina eins og til að hvetja hann áfram. Sveinn Gestur segist sannfærður um að Arnar hafi verið undir áhrifum einhverskonar fíkniefna þetta umrædda kvöld og nefndi amfetamín í því samhengi. Heiðdís segir það ekki passa en að Arnar hafi tekið amfetamínskyld lyf við þunglyndi. Annars hafi hann verið í jafnvægi þennan dag. Nágranninn segir að Arnar hafi verið í miklu uppnámi, en hann teldi það eðlilegt undir þessum kringumstæðum. „Ég hefði orðið miklu brjálaðri en hann var.” Aðalmeðferð í málinu heldur áfram í dag og mun Jón Trausti bera vitni eftir hádegi.
Stórfelld líkamsárás í Mosfellsdal Tengdar fréttir Réttað yfir Sveini Gesti í dag Aðalmeðferð í máli ákæruvaldsins gegn Sveini Gesti Tryggvasyni vegna andláts Arnars Jónssonar Aspar hefst í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag klukkan 10:15. 22. nóvember 2017 10:02 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Endurgreiðsla sem jafngildi gjaldþroti og íbúafundur Fyrrverandi bæjarstjóri verður framkvæmdastjóri þingflokks Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Sjá meira
Réttað yfir Sveini Gesti í dag Aðalmeðferð í máli ákæruvaldsins gegn Sveini Gesti Tryggvasyni vegna andláts Arnars Jónssonar Aspar hefst í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag klukkan 10:15. 22. nóvember 2017 10:02
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent