Það skýrist á morgun hvort formenn stjórnarmyndunarflokkanna klára stjórnarsáttmála um helgina eða hvort það dregst fram yfir helgi. Formennirnir hafa fundað í Ráðherrabústaðnum í dag og miðar ágætlega að þeirra sögn.
Ef hins vegar á að klára vinnuna á næstu tveimur dögum þyrfti samkvæmt lögum Vinstri grænna að boða flokksráð saman á morgun til að það geti komið saman til fundar á laugardag til að fara yfir stjórnarsáttmálann.
Samkvæmt heimildum fréttastofunnar gæti lokafrágangur allt eins dregist fram yfir helgi og ræður framvinda mála í dag og á morgun miklu um framhaldið. Þá getur veður spilað inn í því áhersla er lögð á að fulltrúar í stofnunum flokkanna af landsbyggðinni komist til fundar þegar þar að kemur en spáð er leiðindarveðri á norður- og austurhluta landsins á næstu dögum.
Skýrist á morgun hvort stjórnarsáttmáli klárast um eða fyrir helgina
Tengdar fréttir
Bjarni segir formenn leggja mikinn metnað í stjórnarsáttmálann
Ekki stendur til að senda út fundarboð fyrir flokksráð Vinstri grænna í dag en senda þarf út slíka boðun með tveggja daga fyrirvara.
Ýmsir hugsi yfir úthringingum forystunnar í flokksráðsmenn
Margir í flokksráði Vinstri grænna fá nú símtöl frá forystufólki í flokknum vegna yfirstandandi viðræðna um myndun ríkisstjórnar. Óvíst er hvort flokksráðið samþykkir málefnasamning verði hann borinn undir ráðið.