Andstæðingar byggingar hótels við Fógetagarðinn undirbúa málsókn gegn borginni Heimir Már Pétursson skrifar 22. nóvember 2017 19:45 Hópur sem leggst gegn því að hótelbygging rísi þar sem gamla Landsímahúsið stendur við Austurvöll, íhugar málaferli á hendur borginni. Skipulagsyfirvöld hafa samþykkt bygginguna og kemur sú samþykkt til staðfestingar í borgarráði á morgun. Í Fógetagarðinum er elsti kirkjugarður Reykvíkinga. Allt frá upphafi kristni voru Reykvíkingar jarðsettir þar til ársins 1838, þótt einhverjar jarðarfarir hafi átt sér stað eftir það. Ekki eru allir á eitt sáttir við hvað á að byggja í garðinum. Í gær komu um sextíu manns til fundar í Neskirkju þar sem áformum um byggingu hótels þar sem gömlu Landsímahúsin standa við Austurvöll var mótmælt. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins var meðal þeirra sem sóttu fundinn. Sérstaklega setur hópurinn sig upp á móti því að byggt verði á fyrrverandi bílastæðum fyrir framan húsið við Kirkjustræti, enda liggi kirkjugarðurinn þar undir og því ekki heimilt á byggja þar samkvæmt lögum um kirkjugarða. Helgi Þorláksson fyrrverandi prófessor í sagnfræði segir hópinn m.a. vísa til ýmissra gagna og samninga máli sínu til stuðnings. Umhverfis- og skipulagsráð borgarinnar hefur hins vegar samþykkt byggingu hótelsins. „Gamli kirkjugarðurinn náði miklu austar en nemur þessum Fógetagarði sem núna er kallaður Víkurgarður. Við viljum draga það fram og sýna það hér á þessum fundi að hann náði miklu austar. Það liggur fyrir því það hafa komið í ljós beinagrindur, kistur og annað til dæmis á útmánuðum 2016 komu 32 grafir fram þar á því svæði,“ segir Helgi. Hópurinn segir að samkæmt kirkjugarðalögum megi ekki byggja á gömlum kirkjugörðum. Hægt sé að afhenda sveitarfélögum gamla garða og þeim megi breyta í almenningsgarða. Borgin taki deiliskipulag frá 1986 of hátíðlega. „Það eru þó undanþágur frá þessu. Ef kirkjugarðaráð samþykkir má reisa byggingu í þessum gamla kirkjugarði. En þá þarf líka samþykki ráðherra til. Þessi leið hefur aldrei verið farin,“ segir Helgi. Þegar byggt hafi verið við Landsímahúsið 1967 hafi jarðhæð verið inndregin og ekki heimilað að hafa kjallara undir henni. „Nú kemur að borgarráði að fjalla um málið á fimmtudaginn. Ef það samþykkir þessar fyrirætlanir og þarna rís hótel í þessum gamla kirkjugarði, 160 herbergja hótel í heild, þá eigum við möguleika á að fara í einhvers konar málssókn.“ Við borgina? „Já.“Og eruð þið tilbúin til þess? „Já, já við erum að athuga það í alvöru,“ segir Helgi Þorvaldsson. Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Fleiri fréttir Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Sjá meira
Hópur sem leggst gegn því að hótelbygging rísi þar sem gamla Landsímahúsið stendur við Austurvöll, íhugar málaferli á hendur borginni. Skipulagsyfirvöld hafa samþykkt bygginguna og kemur sú samþykkt til staðfestingar í borgarráði á morgun. Í Fógetagarðinum er elsti kirkjugarður Reykvíkinga. Allt frá upphafi kristni voru Reykvíkingar jarðsettir þar til ársins 1838, þótt einhverjar jarðarfarir hafi átt sér stað eftir það. Ekki eru allir á eitt sáttir við hvað á að byggja í garðinum. Í gær komu um sextíu manns til fundar í Neskirkju þar sem áformum um byggingu hótels þar sem gömlu Landsímahúsin standa við Austurvöll var mótmælt. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins var meðal þeirra sem sóttu fundinn. Sérstaklega setur hópurinn sig upp á móti því að byggt verði á fyrrverandi bílastæðum fyrir framan húsið við Kirkjustræti, enda liggi kirkjugarðurinn þar undir og því ekki heimilt á byggja þar samkvæmt lögum um kirkjugarða. Helgi Þorláksson fyrrverandi prófessor í sagnfræði segir hópinn m.a. vísa til ýmissra gagna og samninga máli sínu til stuðnings. Umhverfis- og skipulagsráð borgarinnar hefur hins vegar samþykkt byggingu hótelsins. „Gamli kirkjugarðurinn náði miklu austar en nemur þessum Fógetagarði sem núna er kallaður Víkurgarður. Við viljum draga það fram og sýna það hér á þessum fundi að hann náði miklu austar. Það liggur fyrir því það hafa komið í ljós beinagrindur, kistur og annað til dæmis á útmánuðum 2016 komu 32 grafir fram þar á því svæði,“ segir Helgi. Hópurinn segir að samkæmt kirkjugarðalögum megi ekki byggja á gömlum kirkjugörðum. Hægt sé að afhenda sveitarfélögum gamla garða og þeim megi breyta í almenningsgarða. Borgin taki deiliskipulag frá 1986 of hátíðlega. „Það eru þó undanþágur frá þessu. Ef kirkjugarðaráð samþykkir má reisa byggingu í þessum gamla kirkjugarði. En þá þarf líka samþykki ráðherra til. Þessi leið hefur aldrei verið farin,“ segir Helgi. Þegar byggt hafi verið við Landsímahúsið 1967 hafi jarðhæð verið inndregin og ekki heimilað að hafa kjallara undir henni. „Nú kemur að borgarráði að fjalla um málið á fimmtudaginn. Ef það samþykkir þessar fyrirætlanir og þarna rís hótel í þessum gamla kirkjugarði, 160 herbergja hótel í heild, þá eigum við möguleika á að fara í einhvers konar málssókn.“ Við borgina? „Já.“Og eruð þið tilbúin til þess? „Já, já við erum að athuga það í alvöru,“ segir Helgi Þorvaldsson.
Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Fleiri fréttir Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Sjá meira