Andstæðingar byggingar hótels við Fógetagarðinn undirbúa málsókn gegn borginni Heimir Már Pétursson skrifar 22. nóvember 2017 19:45 Hópur sem leggst gegn því að hótelbygging rísi þar sem gamla Landsímahúsið stendur við Austurvöll, íhugar málaferli á hendur borginni. Skipulagsyfirvöld hafa samþykkt bygginguna og kemur sú samþykkt til staðfestingar í borgarráði á morgun. Í Fógetagarðinum er elsti kirkjugarður Reykvíkinga. Allt frá upphafi kristni voru Reykvíkingar jarðsettir þar til ársins 1838, þótt einhverjar jarðarfarir hafi átt sér stað eftir það. Ekki eru allir á eitt sáttir við hvað á að byggja í garðinum. Í gær komu um sextíu manns til fundar í Neskirkju þar sem áformum um byggingu hótels þar sem gömlu Landsímahúsin standa við Austurvöll var mótmælt. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins var meðal þeirra sem sóttu fundinn. Sérstaklega setur hópurinn sig upp á móti því að byggt verði á fyrrverandi bílastæðum fyrir framan húsið við Kirkjustræti, enda liggi kirkjugarðurinn þar undir og því ekki heimilt á byggja þar samkvæmt lögum um kirkjugarða. Helgi Þorláksson fyrrverandi prófessor í sagnfræði segir hópinn m.a. vísa til ýmissra gagna og samninga máli sínu til stuðnings. Umhverfis- og skipulagsráð borgarinnar hefur hins vegar samþykkt byggingu hótelsins. „Gamli kirkjugarðurinn náði miklu austar en nemur þessum Fógetagarði sem núna er kallaður Víkurgarður. Við viljum draga það fram og sýna það hér á þessum fundi að hann náði miklu austar. Það liggur fyrir því það hafa komið í ljós beinagrindur, kistur og annað til dæmis á útmánuðum 2016 komu 32 grafir fram þar á því svæði,“ segir Helgi. Hópurinn segir að samkæmt kirkjugarðalögum megi ekki byggja á gömlum kirkjugörðum. Hægt sé að afhenda sveitarfélögum gamla garða og þeim megi breyta í almenningsgarða. Borgin taki deiliskipulag frá 1986 of hátíðlega. „Það eru þó undanþágur frá þessu. Ef kirkjugarðaráð samþykkir má reisa byggingu í þessum gamla kirkjugarði. En þá þarf líka samþykki ráðherra til. Þessi leið hefur aldrei verið farin,“ segir Helgi. Þegar byggt hafi verið við Landsímahúsið 1967 hafi jarðhæð verið inndregin og ekki heimilað að hafa kjallara undir henni. „Nú kemur að borgarráði að fjalla um málið á fimmtudaginn. Ef það samþykkir þessar fyrirætlanir og þarna rís hótel í þessum gamla kirkjugarði, 160 herbergja hótel í heild, þá eigum við möguleika á að fara í einhvers konar málssókn.“ Við borgina? „Já.“Og eruð þið tilbúin til þess? „Já, já við erum að athuga það í alvöru,“ segir Helgi Þorvaldsson. Mest lesið Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Erlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Innlent Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Innlent Fleiri fréttir Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Fjórir handteknir í tengslum við rán Sóttvarnaraðgerðir „aldeilis ekki“ meiri en í Svíþjóð Sjá meira
Hópur sem leggst gegn því að hótelbygging rísi þar sem gamla Landsímahúsið stendur við Austurvöll, íhugar málaferli á hendur borginni. Skipulagsyfirvöld hafa samþykkt bygginguna og kemur sú samþykkt til staðfestingar í borgarráði á morgun. Í Fógetagarðinum er elsti kirkjugarður Reykvíkinga. Allt frá upphafi kristni voru Reykvíkingar jarðsettir þar til ársins 1838, þótt einhverjar jarðarfarir hafi átt sér stað eftir það. Ekki eru allir á eitt sáttir við hvað á að byggja í garðinum. Í gær komu um sextíu manns til fundar í Neskirkju þar sem áformum um byggingu hótels þar sem gömlu Landsímahúsin standa við Austurvöll var mótmælt. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins var meðal þeirra sem sóttu fundinn. Sérstaklega setur hópurinn sig upp á móti því að byggt verði á fyrrverandi bílastæðum fyrir framan húsið við Kirkjustræti, enda liggi kirkjugarðurinn þar undir og því ekki heimilt á byggja þar samkvæmt lögum um kirkjugarða. Helgi Þorláksson fyrrverandi prófessor í sagnfræði segir hópinn m.a. vísa til ýmissra gagna og samninga máli sínu til stuðnings. Umhverfis- og skipulagsráð borgarinnar hefur hins vegar samþykkt byggingu hótelsins. „Gamli kirkjugarðurinn náði miklu austar en nemur þessum Fógetagarði sem núna er kallaður Víkurgarður. Við viljum draga það fram og sýna það hér á þessum fundi að hann náði miklu austar. Það liggur fyrir því það hafa komið í ljós beinagrindur, kistur og annað til dæmis á útmánuðum 2016 komu 32 grafir fram þar á því svæði,“ segir Helgi. Hópurinn segir að samkæmt kirkjugarðalögum megi ekki byggja á gömlum kirkjugörðum. Hægt sé að afhenda sveitarfélögum gamla garða og þeim megi breyta í almenningsgarða. Borgin taki deiliskipulag frá 1986 of hátíðlega. „Það eru þó undanþágur frá þessu. Ef kirkjugarðaráð samþykkir má reisa byggingu í þessum gamla kirkjugarði. En þá þarf líka samþykki ráðherra til. Þessi leið hefur aldrei verið farin,“ segir Helgi. Þegar byggt hafi verið við Landsímahúsið 1967 hafi jarðhæð verið inndregin og ekki heimilað að hafa kjallara undir henni. „Nú kemur að borgarráði að fjalla um málið á fimmtudaginn. Ef það samþykkir þessar fyrirætlanir og þarna rís hótel í þessum gamla kirkjugarði, 160 herbergja hótel í heild, þá eigum við möguleika á að fara í einhvers konar málssókn.“ Við borgina? „Já.“Og eruð þið tilbúin til þess? „Já, já við erum að athuga það í alvöru,“ segir Helgi Þorvaldsson.
Mest lesið Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Erlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Innlent Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Innlent Fleiri fréttir Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Fjórir handteknir í tengslum við rán Sóttvarnaraðgerðir „aldeilis ekki“ meiri en í Svíþjóð Sjá meira