Andstæðingar byggingar hótels við Fógetagarðinn undirbúa málsókn gegn borginni Heimir Már Pétursson skrifar 22. nóvember 2017 19:45 Hópur sem leggst gegn því að hótelbygging rísi þar sem gamla Landsímahúsið stendur við Austurvöll, íhugar málaferli á hendur borginni. Skipulagsyfirvöld hafa samþykkt bygginguna og kemur sú samþykkt til staðfestingar í borgarráði á morgun. Í Fógetagarðinum er elsti kirkjugarður Reykvíkinga. Allt frá upphafi kristni voru Reykvíkingar jarðsettir þar til ársins 1838, þótt einhverjar jarðarfarir hafi átt sér stað eftir það. Ekki eru allir á eitt sáttir við hvað á að byggja í garðinum. Í gær komu um sextíu manns til fundar í Neskirkju þar sem áformum um byggingu hótels þar sem gömlu Landsímahúsin standa við Austurvöll var mótmælt. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins var meðal þeirra sem sóttu fundinn. Sérstaklega setur hópurinn sig upp á móti því að byggt verði á fyrrverandi bílastæðum fyrir framan húsið við Kirkjustræti, enda liggi kirkjugarðurinn þar undir og því ekki heimilt á byggja þar samkvæmt lögum um kirkjugarða. Helgi Þorláksson fyrrverandi prófessor í sagnfræði segir hópinn m.a. vísa til ýmissra gagna og samninga máli sínu til stuðnings. Umhverfis- og skipulagsráð borgarinnar hefur hins vegar samþykkt byggingu hótelsins. „Gamli kirkjugarðurinn náði miklu austar en nemur þessum Fógetagarði sem núna er kallaður Víkurgarður. Við viljum draga það fram og sýna það hér á þessum fundi að hann náði miklu austar. Það liggur fyrir því það hafa komið í ljós beinagrindur, kistur og annað til dæmis á útmánuðum 2016 komu 32 grafir fram þar á því svæði,“ segir Helgi. Hópurinn segir að samkæmt kirkjugarðalögum megi ekki byggja á gömlum kirkjugörðum. Hægt sé að afhenda sveitarfélögum gamla garða og þeim megi breyta í almenningsgarða. Borgin taki deiliskipulag frá 1986 of hátíðlega. „Það eru þó undanþágur frá þessu. Ef kirkjugarðaráð samþykkir má reisa byggingu í þessum gamla kirkjugarði. En þá þarf líka samþykki ráðherra til. Þessi leið hefur aldrei verið farin,“ segir Helgi. Þegar byggt hafi verið við Landsímahúsið 1967 hafi jarðhæð verið inndregin og ekki heimilað að hafa kjallara undir henni. „Nú kemur að borgarráði að fjalla um málið á fimmtudaginn. Ef það samþykkir þessar fyrirætlanir og þarna rís hótel í þessum gamla kirkjugarði, 160 herbergja hótel í heild, þá eigum við möguleika á að fara í einhvers konar málssókn.“ Við borgina? „Já.“Og eruð þið tilbúin til þess? „Já, já við erum að athuga það í alvöru,“ segir Helgi Þorvaldsson. Mest lesið Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Innlent Fleiri fréttir Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Sjá meira
Hópur sem leggst gegn því að hótelbygging rísi þar sem gamla Landsímahúsið stendur við Austurvöll, íhugar málaferli á hendur borginni. Skipulagsyfirvöld hafa samþykkt bygginguna og kemur sú samþykkt til staðfestingar í borgarráði á morgun. Í Fógetagarðinum er elsti kirkjugarður Reykvíkinga. Allt frá upphafi kristni voru Reykvíkingar jarðsettir þar til ársins 1838, þótt einhverjar jarðarfarir hafi átt sér stað eftir það. Ekki eru allir á eitt sáttir við hvað á að byggja í garðinum. Í gær komu um sextíu manns til fundar í Neskirkju þar sem áformum um byggingu hótels þar sem gömlu Landsímahúsin standa við Austurvöll var mótmælt. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins var meðal þeirra sem sóttu fundinn. Sérstaklega setur hópurinn sig upp á móti því að byggt verði á fyrrverandi bílastæðum fyrir framan húsið við Kirkjustræti, enda liggi kirkjugarðurinn þar undir og því ekki heimilt á byggja þar samkvæmt lögum um kirkjugarða. Helgi Þorláksson fyrrverandi prófessor í sagnfræði segir hópinn m.a. vísa til ýmissra gagna og samninga máli sínu til stuðnings. Umhverfis- og skipulagsráð borgarinnar hefur hins vegar samþykkt byggingu hótelsins. „Gamli kirkjugarðurinn náði miklu austar en nemur þessum Fógetagarði sem núna er kallaður Víkurgarður. Við viljum draga það fram og sýna það hér á þessum fundi að hann náði miklu austar. Það liggur fyrir því það hafa komið í ljós beinagrindur, kistur og annað til dæmis á útmánuðum 2016 komu 32 grafir fram þar á því svæði,“ segir Helgi. Hópurinn segir að samkæmt kirkjugarðalögum megi ekki byggja á gömlum kirkjugörðum. Hægt sé að afhenda sveitarfélögum gamla garða og þeim megi breyta í almenningsgarða. Borgin taki deiliskipulag frá 1986 of hátíðlega. „Það eru þó undanþágur frá þessu. Ef kirkjugarðaráð samþykkir má reisa byggingu í þessum gamla kirkjugarði. En þá þarf líka samþykki ráðherra til. Þessi leið hefur aldrei verið farin,“ segir Helgi. Þegar byggt hafi verið við Landsímahúsið 1967 hafi jarðhæð verið inndregin og ekki heimilað að hafa kjallara undir henni. „Nú kemur að borgarráði að fjalla um málið á fimmtudaginn. Ef það samþykkir þessar fyrirætlanir og þarna rís hótel í þessum gamla kirkjugarði, 160 herbergja hótel í heild, þá eigum við möguleika á að fara í einhvers konar málssókn.“ Við borgina? „Já.“Og eruð þið tilbúin til þess? „Já, já við erum að athuga það í alvöru,“ segir Helgi Þorvaldsson.
Mest lesið Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Innlent Fleiri fréttir Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Sjá meira