„Stjarfur af hræðslu“ Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 23. nóvember 2017 18:58 „Maðurinn horfir svona á mig og ég sé að hann er að æða að bílnum. Ég reyni að læsa en næ því ekki, enda gerðist þetta allt svona hratt,“ segir Fanney Hólm Margrétardóttir, móðir fimm ára drengs sem sleginn var í andlitið af manni í annarlegu ástandi í gær.Greint var frá málinu á Vísi í dag, en tveir menn voru handteknir eftir árásina. Þeim var sleppt úr haldi að loknum yfirheyrslum í dag, að sögn Gríms Grímssonar, yfirmanns miðlægrar rannsóknardeildar lögreglu. Málið telst að mestu upplýst en ákæruvaldið mun taka afstöðu til þess hvort gefin verði út ákæra.Fanney tók þessa mynd af syni sínum eftir árásina, en ef vel er að gáð sjást blóðblettir framan á henni. Hún segir hann hafa verið alblóðugan.„Hann [árásarmaðurinn] rífur í hurðina hjá barninu mínu sem situr í stólnum sínum beint fyrir aftan mig, og ég öskra á manninn. Svo heyri ég að Krummi, sonur minn, segir „neineinei“. Ég gef þá í og bruna yfir ljósin, stoppa uppi á gangstétt þarna rétt hjá og þegar ég lít í baksýnisspegilinn sé ég að hann er allur í blóði. Ég vissi í rauninni ekkert hvað hefði gerst – ég tók ekkert eftir því að maðurinn hefði lamið hann,“ segir Fanney, sem segir fjölskylduna alla í miklu uppnámi. Fanney segir viðstadda hafa kallað til lögreglu, og að í framhaldinu hafi hún farið með drenginn á slysadeild, þar sem hún hafi fengið áverkavottorð. Sömuleiðis hafi hún óskað eftir að fá áfallahjálp, því drengurinn sé mjög skelkaður. „Það er eins og hann hafi verið stjarfur af hræðslu. Eftir að ég næ að stoppa bílinn og fer aftur í til hans þá grætur hann, og ég reyni að hugga hann. Hann er hræddur og segir að við megum aldrei vera í bílnum nema hann sé læstur. Hann vaknar til dæmis aldrei á nóttunni, en hann vaknaði tvisvar í nótt grátandi,“ segir hún. „Það skiptir mestu máli að hann nái að vinna úr þessi áfalli, því þetta er augljóslega að hafa djúp áhrif á hann.“ Sem fyrr segir er rannsókn málsins vel á leið komin, en að sögn lögreglu var ekki talin ástæða til þess að fara fram á gæsluvarðhald. Mennirnir tveir neita sök og bera fyrir sig minnisleysi. Tengdar fréttir Tveir menn grunaðir um að ráðast á fimm ára barn í Reykjavík Drengurinn var í bíl með móður sinni þegar mennirnir, sem voru í annarlegu ástandi, rífa upp hurð á bílnum og grunaðir um að hafa slegið barnið í andlitið. 23. nóvember 2017 10:41 Mest lesið Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Innlent Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris Innlent Fleiri fréttir „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Loka Bröttubrekku í tvo daga „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Sjá meira
„Maðurinn horfir svona á mig og ég sé að hann er að æða að bílnum. Ég reyni að læsa en næ því ekki, enda gerðist þetta allt svona hratt,“ segir Fanney Hólm Margrétardóttir, móðir fimm ára drengs sem sleginn var í andlitið af manni í annarlegu ástandi í gær.Greint var frá málinu á Vísi í dag, en tveir menn voru handteknir eftir árásina. Þeim var sleppt úr haldi að loknum yfirheyrslum í dag, að sögn Gríms Grímssonar, yfirmanns miðlægrar rannsóknardeildar lögreglu. Málið telst að mestu upplýst en ákæruvaldið mun taka afstöðu til þess hvort gefin verði út ákæra.Fanney tók þessa mynd af syni sínum eftir árásina, en ef vel er að gáð sjást blóðblettir framan á henni. Hún segir hann hafa verið alblóðugan.„Hann [árásarmaðurinn] rífur í hurðina hjá barninu mínu sem situr í stólnum sínum beint fyrir aftan mig, og ég öskra á manninn. Svo heyri ég að Krummi, sonur minn, segir „neineinei“. Ég gef þá í og bruna yfir ljósin, stoppa uppi á gangstétt þarna rétt hjá og þegar ég lít í baksýnisspegilinn sé ég að hann er allur í blóði. Ég vissi í rauninni ekkert hvað hefði gerst – ég tók ekkert eftir því að maðurinn hefði lamið hann,“ segir Fanney, sem segir fjölskylduna alla í miklu uppnámi. Fanney segir viðstadda hafa kallað til lögreglu, og að í framhaldinu hafi hún farið með drenginn á slysadeild, þar sem hún hafi fengið áverkavottorð. Sömuleiðis hafi hún óskað eftir að fá áfallahjálp, því drengurinn sé mjög skelkaður. „Það er eins og hann hafi verið stjarfur af hræðslu. Eftir að ég næ að stoppa bílinn og fer aftur í til hans þá grætur hann, og ég reyni að hugga hann. Hann er hræddur og segir að við megum aldrei vera í bílnum nema hann sé læstur. Hann vaknar til dæmis aldrei á nóttunni, en hann vaknaði tvisvar í nótt grátandi,“ segir hún. „Það skiptir mestu máli að hann nái að vinna úr þessi áfalli, því þetta er augljóslega að hafa djúp áhrif á hann.“ Sem fyrr segir er rannsókn málsins vel á leið komin, en að sögn lögreglu var ekki talin ástæða til þess að fara fram á gæsluvarðhald. Mennirnir tveir neita sök og bera fyrir sig minnisleysi.
Tengdar fréttir Tveir menn grunaðir um að ráðast á fimm ára barn í Reykjavík Drengurinn var í bíl með móður sinni þegar mennirnir, sem voru í annarlegu ástandi, rífa upp hurð á bílnum og grunaðir um að hafa slegið barnið í andlitið. 23. nóvember 2017 10:41 Mest lesið Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Innlent Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris Innlent Fleiri fréttir „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Loka Bröttubrekku í tvo daga „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Sjá meira
Tveir menn grunaðir um að ráðast á fimm ára barn í Reykjavík Drengurinn var í bíl með móður sinni þegar mennirnir, sem voru í annarlegu ástandi, rífa upp hurð á bílnum og grunaðir um að hafa slegið barnið í andlitið. 23. nóvember 2017 10:41