Allt úrskeiðis Hörður Ægisson skrifar 24. nóvember 2017 09:43 Stundum er sagt að allt sem geti farið úrskeiðis geri það, fyrr eða síðar. Í tilfelli United Silicon tók það þrjú ár. Þegar fyrsta skóflustungan var tekin að verksmiðjunni í Helguvík í ágúst 2014 stóð til að reisa þar stærstu kísilverksmiðju í heimi. Aðeins þremur árum síðar óskaði stjórn fyrirtækisins hins vegar eftir greiðslustöðvun. Slökkt hefur verið á ofni kísilversins og framleiðsla legið niðri um langt skeið. Takist ekki að fá aðkomu nýrra fjárfesta, sem munu þurfa að leggja til milljarða til að fullklára verksmiðjuna, er ekki útilokað að félagið verði sett í þrot í byrjun næsta mánaðar. Kostnaður vegna reksturs óstarfhæfrar verksmiðju hefur að jafnaði numið um 200 milljónum króna í hverjum mánuði. Það er Arion banki, stærsti hluthafi félagsins, sem hefur þurft að taka það að sér að ábyrgjast reksturinn á greiðslustöðvunartímanum og stendur því undir öllum þeim kostnaði. Bankinn hefur þegar orðið fyrir gríðarlegum fjárhagskostnaði og þurft að færa niður eignir og lán sem tengjast United Silicon að fjárhæð 4,8 milljarðar. Útistandandi skuldbinding bankans gagnvart félaginu í dag nemur um 5,4 milljörðum. Óhætt er að segja að Arion banki hafi verið alltumlykjandi við að fjármagna verksmiðjuna. Hann hefur verið hluthafi, lánveitandi og ráðgjafi félagsins við fjármögnun fyrirtækisins. Þá komu þrír lífeyrissjóðir í stýringu bankans einnig að því að fjármagna kísilverið. Hafa sjóðirnir þurft að afskrifa samanlagt meira en milljarð króna vegna þeirrar fjárfestingar. Bankinn hefur sagt að sú greiningarvinna sem unnin var og lá til grundvallar ákvörðun um að lána samtals átta milljarða til kísilversins hafi „í öllum aðalatriðum verið góð“. Ekki skal um það efast að stjórnendur og starfsmenn Arion banka hafi reynt að vanda sem mest til verka við undirbúning þessa verkefnis. Margt af því sem upp hefur komið í tengslum við erfiðleika kísilversins var ófyrirséð. Annað hefði aftur á móti ekki átt að koma bankanum jafn mikið á óvart. Það má setja við það spurningarmerki af hverju hann var viljugur til að efna til viðskipta við mann, þar sem margir milljarðar voru undir, sem vitað var að ætti að baki afar vafasama viðskiptasögu. Þannig voru sagðar fréttir af því í dönskum miðlum 2009 að Magnús Garðarsson, forsprakki verkefnisins, hefði sem verkfræðingur ráðgjafarfyrirtækisins COWI brotið samkeppnislög með því að misnota nafn og reikninga vinnuveitanda síns. Var hann þvingaður til að segja upp störfum vegna þessara ásakana. Þá kom í ljós í ársbyrjun 2015 að Magnús, sem þá var stjórnarformaður United Silicon, hefði tveimur árum áður falsað minnisblað sem skilað var til Umhverfisstofnunar um loftmengun kísilverksmiðjunnar. Sú vitneskja hefði átt að vekja bankann til umhugsunar á þeim tímapunkti um hvort rétt væri að halda áfram með verkefnið óbreytt. Oft er látið að því að liggja að bankar séu eins og peningavél sem skili ávallt gríðarmiklum hagnaði. Svo er auðvitað ekki. Bankarekstur er í eðli sínu áhættusamur enda er það beinlínis hlutverk fjármálastofnana að taka áhættu með viðskiptavinum sínum. Sem betur fer standa íslensku bankarnir traustum fótum og geta því tekið á sig talsvert fjárhagslegt högg eins og Arion banki hefur þurft að gera vegna United Silicon. Sú sorgarsaga ætti hins vegar að vera áminning um mikilvægi þess að íslenska ríkið, sem er með um 70 prósent af bankakerfinu í fanginu, hefjist sem fyrst handa við að losa um eignarhluti sína í bönkunum. Vonandi verður það eitt af fyrstu verkefnum nýrrar ríkisstjórnar.Leiðarinn birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hörður Ægisson Mest lesið Er skilorðsbundin refsing hér við hæfi? Hvaða skilaboð sendir þessi dómur? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Tölum endilega um staðreyndir Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Píkudýrkun Kolbrún Bergþórsdóttir Skoðun Með utanríkisstefnu í molum – stefnir Ísland í stríð við Íran? Ingólfur Shahin Skoðun Harmleikurinn í Úkraínu: Svör við nokkrum spurningum Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Blekking Valkyrjanna Högni Elfar Gylfason Skoðun Forvitni er lykillinn að framtíðinni Árni Sigurðsson Skoðun Halldór 04.01.2025 Halldór Ekki meira bull, takk! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun Munu næstu fjögur ár nægja? Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun
Stundum er sagt að allt sem geti farið úrskeiðis geri það, fyrr eða síðar. Í tilfelli United Silicon tók það þrjú ár. Þegar fyrsta skóflustungan var tekin að verksmiðjunni í Helguvík í ágúst 2014 stóð til að reisa þar stærstu kísilverksmiðju í heimi. Aðeins þremur árum síðar óskaði stjórn fyrirtækisins hins vegar eftir greiðslustöðvun. Slökkt hefur verið á ofni kísilversins og framleiðsla legið niðri um langt skeið. Takist ekki að fá aðkomu nýrra fjárfesta, sem munu þurfa að leggja til milljarða til að fullklára verksmiðjuna, er ekki útilokað að félagið verði sett í þrot í byrjun næsta mánaðar. Kostnaður vegna reksturs óstarfhæfrar verksmiðju hefur að jafnaði numið um 200 milljónum króna í hverjum mánuði. Það er Arion banki, stærsti hluthafi félagsins, sem hefur þurft að taka það að sér að ábyrgjast reksturinn á greiðslustöðvunartímanum og stendur því undir öllum þeim kostnaði. Bankinn hefur þegar orðið fyrir gríðarlegum fjárhagskostnaði og þurft að færa niður eignir og lán sem tengjast United Silicon að fjárhæð 4,8 milljarðar. Útistandandi skuldbinding bankans gagnvart félaginu í dag nemur um 5,4 milljörðum. Óhætt er að segja að Arion banki hafi verið alltumlykjandi við að fjármagna verksmiðjuna. Hann hefur verið hluthafi, lánveitandi og ráðgjafi félagsins við fjármögnun fyrirtækisins. Þá komu þrír lífeyrissjóðir í stýringu bankans einnig að því að fjármagna kísilverið. Hafa sjóðirnir þurft að afskrifa samanlagt meira en milljarð króna vegna þeirrar fjárfestingar. Bankinn hefur sagt að sú greiningarvinna sem unnin var og lá til grundvallar ákvörðun um að lána samtals átta milljarða til kísilversins hafi „í öllum aðalatriðum verið góð“. Ekki skal um það efast að stjórnendur og starfsmenn Arion banka hafi reynt að vanda sem mest til verka við undirbúning þessa verkefnis. Margt af því sem upp hefur komið í tengslum við erfiðleika kísilversins var ófyrirséð. Annað hefði aftur á móti ekki átt að koma bankanum jafn mikið á óvart. Það má setja við það spurningarmerki af hverju hann var viljugur til að efna til viðskipta við mann, þar sem margir milljarðar voru undir, sem vitað var að ætti að baki afar vafasama viðskiptasögu. Þannig voru sagðar fréttir af því í dönskum miðlum 2009 að Magnús Garðarsson, forsprakki verkefnisins, hefði sem verkfræðingur ráðgjafarfyrirtækisins COWI brotið samkeppnislög með því að misnota nafn og reikninga vinnuveitanda síns. Var hann þvingaður til að segja upp störfum vegna þessara ásakana. Þá kom í ljós í ársbyrjun 2015 að Magnús, sem þá var stjórnarformaður United Silicon, hefði tveimur árum áður falsað minnisblað sem skilað var til Umhverfisstofnunar um loftmengun kísilverksmiðjunnar. Sú vitneskja hefði átt að vekja bankann til umhugsunar á þeim tímapunkti um hvort rétt væri að halda áfram með verkefnið óbreytt. Oft er látið að því að liggja að bankar séu eins og peningavél sem skili ávallt gríðarmiklum hagnaði. Svo er auðvitað ekki. Bankarekstur er í eðli sínu áhættusamur enda er það beinlínis hlutverk fjármálastofnana að taka áhættu með viðskiptavinum sínum. Sem betur fer standa íslensku bankarnir traustum fótum og geta því tekið á sig talsvert fjárhagslegt högg eins og Arion banki hefur þurft að gera vegna United Silicon. Sú sorgarsaga ætti hins vegar að vera áminning um mikilvægi þess að íslenska ríkið, sem er með um 70 prósent af bankakerfinu í fanginu, hefjist sem fyrst handa við að losa um eignarhluti sína í bönkunum. Vonandi verður það eitt af fyrstu verkefnum nýrrar ríkisstjórnar.Leiðarinn birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Er skilorðsbundin refsing hér við hæfi? Hvaða skilaboð sendir þessi dómur? Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Er skilorðsbundin refsing hér við hæfi? Hvaða skilaboð sendir þessi dómur? Ole Anton Bieltvedt Skoðun