Domino´s Körfuboltakvöld: Stelpurnar sem blómstruðu eftir landsleikjafrí Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 24. nóvember 2017 12:15 Lið 8. umferðarinnar. Mynd/S2 Sport Áttunda umferð Domino´s deildar kvenna í körfubolta fór fram á miðvikudagskvöldið og sú níunda verður spiluð á morgun. Þetta var fyrsta umferðin hjá stelpunum síðan 1. nóvember en kvennadeildin fór í þriggja vikna landsleikjafrí. Domino´s Körfuboltakvöld mun velja besta leikmanninn, besta þjálfara og fimm leikmanna úrvalslið í hverri umferð í vetur. Úrvalsliðið er valið undir sömu reglum og eru í gildi í deildinni það er einn útlendingur og fjórir íslenskir leikmenn. Besti leikmaður umferðarinnar var Keflvíkingurinn Thelma Dís Ágústsdóttir sem átti frábæran leik í uppgjör liðanna sem spiluðu til úrslita um Íslandsmeistaratitilinn síðasta vor. Thelma Dís var með 27 stig, 12 fráköst og 5 stoðsendingar í leiknum en hún hitti úr 75 prósent skota sinna utan af velli og öllum vítunum. Thelma Dís fékk harða samkeppni um titilinn leikmaður umferðarinnar frá liðsfélaga sínum Brittanny Dinkins sem var með 35 stig, 13 stoðsendingar og 12 fráköst í þessum 100-91 sigri Keflavíkur á Snæfelli. Brittanny Dinkins og Thelma Dís eru í liði umferðarinnar áfram leikmönnum úr Stjörnunni, Haukum og Breiðabliki. Þessir leikmenn eru Sylvía Rún Hálfdanardóttir úr Stjörnunni, Helena Sverrisdóttir í Haukum og Sóllilja Bjarnadóttir úr Breiðabliki. Hildur Sigurðardóttir þjálfari Breiðabliks, er besti þjálfari áttundu umferðar en hún var líka valinn besti þjálfarinn í þriðju og sjöttu umferðinni sem þýðir að hún er að fá verðlaunin í þriðja sinn. Sylvía Rún Hálfdanardóttir úr Stjörnunni var með 13 stig og 14 fráköst í 76-75 sigri Garðabæjarliðsins á Haukum. Sylvía Rún er einmitt uppalin í Haukum og var því að gera sínu gamla félagi grikk. Sylvía Rún skoraði rosalega mikilvæga þriggja stiga körfu á lokasekúndum leiksins og tók einnig tvö afar dýrmæt fráköst á lokakaflanum. Sóllilja Bjarnadóttir úr Breiðabliki var með 13 stig og 5 stoðsendingar í 74-72 sigri Blika á Val en Breiðabliksliðið vann þær 33 mínútur sem Sóllilja spilaði með tólf stigum sem þýðir að liðið tapaði með 10 stigum þegar hún sat á bekknum. Helena Sverrisdóttir var með 19 stig, 20 fráköst og 6 stoðsendingar í naumu Hauka á móti Stjörnunni. Hún fékk 31 framlagsstig fyrir frammistöðu sína. Heil umferð fer fram í Domino´s deild kvenna á morgun en sjónvarpsleikurinn á Stöð 2 Sport 2 verður leikur Vals og Keflavíkur í Valshöllinni. Á sama tíma mætast lið Njarðvíkur og Hauka í Ljónagryfjunni í Njarðvík, það verður Vesturlandsslagur í Stykkishólmi á milli Snæfells og Skallagríms og þá tekur Breiðablik á móti Stjörnunni. Allir leikirnir hefjast klukkan 16.30. Dominos-deild kvenna Mest lesið Brynjar veður í Viðar og sakar hann um að vera fræðafant Sport Beckham varar Manchester United við Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Haukar 30-28 (1-0) | Engin þynnka í Evrópumeisturunum Handbolti Samgleðst vinkonum í Val sem eru vonandi þunnar Handbolti Tryllt eftirspurn eftir miðum Körfubolti Þeir bestu (15.-11.): Rótarskot frá Skotlandi og El Salvador, sögurnar af Sigga og gullfóturinn Íslenski boltinn Nýtt sjónarhorn færir Arnari fullnaðarsigur Fótbolti Valencia hótar lögsókn vegna Netflix-myndar um Vinícius Júnior Fótbolti De Bruyne kvaddur með stæl Enski boltinn „Að besta dómarapar Íslands sitji upp í stúku finnst mér ansi skrýtið“ Handbolti Fleiri fréttir Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu „Við máttum ekki gefast upp“ Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Rombley fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Stjarnan tryggði oddaleik eftir háspennu „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Tap í fyrsta leik Alba Berlin Daníel tekur við KR Stjörnurnar fögnuðu og hátíð á götum New York eftir sigur á meisturunum Friðrik Ingi hættur með Hauka Hörður kominn undan feldinum Harkaði af sér veikindi og Nuggets tryggðu oddaleik Úlfarnir í úrslit vestursins Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð „Menn vissu bara upp á sig sökina“ „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Lovísa samskiptastjóri, „mini-mes“ og ástæðan fyrir engum leikhléum Vonast til að Giannis standist freistinguna og klári ferilinn hjá Milwaukee Stólarnir klárir og vita hvað fór úrskeiðis í leik tvö: „Við misstum hausinn“ „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Aftur í Síkið: „Held að menn séu búnir að grafa þetta“ Sjá meira
Áttunda umferð Domino´s deildar kvenna í körfubolta fór fram á miðvikudagskvöldið og sú níunda verður spiluð á morgun. Þetta var fyrsta umferðin hjá stelpunum síðan 1. nóvember en kvennadeildin fór í þriggja vikna landsleikjafrí. Domino´s Körfuboltakvöld mun velja besta leikmanninn, besta þjálfara og fimm leikmanna úrvalslið í hverri umferð í vetur. Úrvalsliðið er valið undir sömu reglum og eru í gildi í deildinni það er einn útlendingur og fjórir íslenskir leikmenn. Besti leikmaður umferðarinnar var Keflvíkingurinn Thelma Dís Ágústsdóttir sem átti frábæran leik í uppgjör liðanna sem spiluðu til úrslita um Íslandsmeistaratitilinn síðasta vor. Thelma Dís var með 27 stig, 12 fráköst og 5 stoðsendingar í leiknum en hún hitti úr 75 prósent skota sinna utan af velli og öllum vítunum. Thelma Dís fékk harða samkeppni um titilinn leikmaður umferðarinnar frá liðsfélaga sínum Brittanny Dinkins sem var með 35 stig, 13 stoðsendingar og 12 fráköst í þessum 100-91 sigri Keflavíkur á Snæfelli. Brittanny Dinkins og Thelma Dís eru í liði umferðarinnar áfram leikmönnum úr Stjörnunni, Haukum og Breiðabliki. Þessir leikmenn eru Sylvía Rún Hálfdanardóttir úr Stjörnunni, Helena Sverrisdóttir í Haukum og Sóllilja Bjarnadóttir úr Breiðabliki. Hildur Sigurðardóttir þjálfari Breiðabliks, er besti þjálfari áttundu umferðar en hún var líka valinn besti þjálfarinn í þriðju og sjöttu umferðinni sem þýðir að hún er að fá verðlaunin í þriðja sinn. Sylvía Rún Hálfdanardóttir úr Stjörnunni var með 13 stig og 14 fráköst í 76-75 sigri Garðabæjarliðsins á Haukum. Sylvía Rún er einmitt uppalin í Haukum og var því að gera sínu gamla félagi grikk. Sylvía Rún skoraði rosalega mikilvæga þriggja stiga körfu á lokasekúndum leiksins og tók einnig tvö afar dýrmæt fráköst á lokakaflanum. Sóllilja Bjarnadóttir úr Breiðabliki var með 13 stig og 5 stoðsendingar í 74-72 sigri Blika á Val en Breiðabliksliðið vann þær 33 mínútur sem Sóllilja spilaði með tólf stigum sem þýðir að liðið tapaði með 10 stigum þegar hún sat á bekknum. Helena Sverrisdóttir var með 19 stig, 20 fráköst og 6 stoðsendingar í naumu Hauka á móti Stjörnunni. Hún fékk 31 framlagsstig fyrir frammistöðu sína. Heil umferð fer fram í Domino´s deild kvenna á morgun en sjónvarpsleikurinn á Stöð 2 Sport 2 verður leikur Vals og Keflavíkur í Valshöllinni. Á sama tíma mætast lið Njarðvíkur og Hauka í Ljónagryfjunni í Njarðvík, það verður Vesturlandsslagur í Stykkishólmi á milli Snæfells og Skallagríms og þá tekur Breiðablik á móti Stjörnunni. Allir leikirnir hefjast klukkan 16.30.
Dominos-deild kvenna Mest lesið Brynjar veður í Viðar og sakar hann um að vera fræðafant Sport Beckham varar Manchester United við Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Haukar 30-28 (1-0) | Engin þynnka í Evrópumeisturunum Handbolti Samgleðst vinkonum í Val sem eru vonandi þunnar Handbolti Tryllt eftirspurn eftir miðum Körfubolti Þeir bestu (15.-11.): Rótarskot frá Skotlandi og El Salvador, sögurnar af Sigga og gullfóturinn Íslenski boltinn Nýtt sjónarhorn færir Arnari fullnaðarsigur Fótbolti Valencia hótar lögsókn vegna Netflix-myndar um Vinícius Júnior Fótbolti De Bruyne kvaddur með stæl Enski boltinn „Að besta dómarapar Íslands sitji upp í stúku finnst mér ansi skrýtið“ Handbolti Fleiri fréttir Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu „Við máttum ekki gefast upp“ Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Rombley fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Stjarnan tryggði oddaleik eftir háspennu „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Tap í fyrsta leik Alba Berlin Daníel tekur við KR Stjörnurnar fögnuðu og hátíð á götum New York eftir sigur á meisturunum Friðrik Ingi hættur með Hauka Hörður kominn undan feldinum Harkaði af sér veikindi og Nuggets tryggðu oddaleik Úlfarnir í úrslit vestursins Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð „Menn vissu bara upp á sig sökina“ „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Lovísa samskiptastjóri, „mini-mes“ og ástæðan fyrir engum leikhléum Vonast til að Giannis standist freistinguna og klári ferilinn hjá Milwaukee Stólarnir klárir og vita hvað fór úrskeiðis í leik tvö: „Við misstum hausinn“ „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Aftur í Síkið: „Held að menn séu búnir að grafa þetta“ Sjá meira
Þeir bestu (15.-11.): Rótarskot frá Skotlandi og El Salvador, sögurnar af Sigga og gullfóturinn Íslenski boltinn
Þeir bestu (15.-11.): Rótarskot frá Skotlandi og El Salvador, sögurnar af Sigga og gullfóturinn Íslenski boltinn