Fordæmdi fréttir um dómara Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 25. nóvember 2017 07:00 Skúli Magnússon er ekki sáttur við umfjöllun Fréttablaðsins um launakjör dómara. Vísir/anton brink Skúli Magnússon, formaður Dómarafélags Íslands vandaði fjölmiðlum ekki kveðjurnar á aðalfundi félagsins sem fram fór í Safnahúsinu í gær. Varði hann stærstum hluta setningarræðu sinnar í umfjöllun Fréttablaðsins um launakjör og fjárhagslega hagsmuni dómara í lok ársins 2015 og á fyrrihluta árs 2016. Formaðurinn fullyrti að fréttir blaðsins af launahækkunum hefðu verið rangar, þrátt fyrir að bæði Fjölmiðlanefnd og Siðanefnd Blaðamanna hafi fjallað um þær í kjölfar kæru Dómarafélagsins og úrskurðað Fréttablaðinu í vil í báðum tilvikum. Um fréttir Fréttablaðsins af launahækkunum dómara sagði Skúli: „Ítrekað voru fluttar fréttir af margra tuga prósenta launahækkana dómara þegar allir þeir sem vildu kynna sér málið gátu séð að raunveruleg hækkun á launum dómara samkvæmt úrskurði kjararáðs í ársbyrjun 2015 hafði numið 6-7 prósentum.“ Umfjöllun þessa sagði Skúli þjóna „þeim augljósa tilgangi að skapa þá mynd af dómurum hjá almenningi að þeir væru einhverskonar forréttindafólk“. Skúli hélt áfram og sagði: „Það var ekki fyrr en skrif blaðsins voru kærð til Siðanefndar Blaðamannafélags Íslands sem þessu linnti en þá var nýr þráður fundinn hjá Fréttablaðinu til að rægja dómara,“ sagði Skúli. Siðanefnd Blaðamannafélagsins komst hins vegar að þeirri niðurstöðu, þann 19. apríl 2016 um kæru Skúla og Dómarafélagsins, að fréttaflutningur blaðsins hefði verið efnislega réttur og blaðið því ekki brotið siðareglur Blaðamannafélags Íslands. Skúli kvartaði einnig til Fjölmiðlanefndar vegna umfjöllunar blaðsins. Í svari hennar kom fram að ágreiningslaust væri að grunnlaun og þar með eftirlaun dómara hefði hækkað um annars vegar 38 prósent á árinu 2015 og að hlutfallsleg hækkun á grunnlaunum og þar með eftirlaunum hefðu numið 26 prósentum með ákvörðun kjararáðs 18. desember 2016. Umræddar fréttir blaðsins hafi því ekki innihaldið efnislegar rangfærslur. Skúli gerði umfjöllun Fréttablaðsins um hlutafjáreign dómara einnig að sérstöku umtalsefni á fundinum og vísaði til umfjöllunar blaðsins frá því í desember í fyrra. „Upphaflega var fréttin sú að tilteknir dómarar, þar á meðal forseti Hæstaréttar, hefðu ekki tilkynnt um hlutabréfaeign sína samkvæmt gildandi lögum og reglum en sá fréttaflutningur reyndist þó fljótt haldlaus, að minnsta kosti að öllu verulegu leyti,“ sagði Skúli og bætti við að næst hefði blaðið hafið umfjöllun um vanhæfi dómara í málum þess banka sem þeir áttu þessi hlutabréf í og þátttöku þeirra í afgreiðslu þeirra mála. „Og enn og aftur var boltinn gefinn upp um að reglur á Íslandi um aukastörf dómara og skráningu þessara starfa væri með einhverjum hætti stórgallaðar og frábrugðnar því sem almennt tíðkast. Almenningur átti að fá það á tilfinninguna að eitthvað meiriháttar væri að hjá dómstólunum,“ sagði Skúli. Af ummælum Reimars Péturssonar, formanns Lögmannafélags Íslands, verður ekki annað ráðið en hann álíti fréttaflutning Fréttablaðsins á rökum reistan, en hann ávarpaði einnig fund dómaranna og brást að nokkru leyti við erindi formannsins. „Meðferð nefndar um dómara og hagsmunaskráningu virðist hafa verið ófullnægjandi og einstakir dómarar vanræktu tilkynningarskyldu sína. Ýmis álitaefni eru uppi um hæfi dómara í einstaka málum. Um þetta þarf að fjalla,“ sagði Reimar. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Erlent Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Innlent Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Átti ekki von á að ríkisstjórnin myndi halda kjöri Innlent Fleiri fréttir Átti ekki von á að ríkisstjórnin myndi halda kjöri Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Sjá meira
Skúli Magnússon, formaður Dómarafélags Íslands vandaði fjölmiðlum ekki kveðjurnar á aðalfundi félagsins sem fram fór í Safnahúsinu í gær. Varði hann stærstum hluta setningarræðu sinnar í umfjöllun Fréttablaðsins um launakjör og fjárhagslega hagsmuni dómara í lok ársins 2015 og á fyrrihluta árs 2016. Formaðurinn fullyrti að fréttir blaðsins af launahækkunum hefðu verið rangar, þrátt fyrir að bæði Fjölmiðlanefnd og Siðanefnd Blaðamanna hafi fjallað um þær í kjölfar kæru Dómarafélagsins og úrskurðað Fréttablaðinu í vil í báðum tilvikum. Um fréttir Fréttablaðsins af launahækkunum dómara sagði Skúli: „Ítrekað voru fluttar fréttir af margra tuga prósenta launahækkana dómara þegar allir þeir sem vildu kynna sér málið gátu séð að raunveruleg hækkun á launum dómara samkvæmt úrskurði kjararáðs í ársbyrjun 2015 hafði numið 6-7 prósentum.“ Umfjöllun þessa sagði Skúli þjóna „þeim augljósa tilgangi að skapa þá mynd af dómurum hjá almenningi að þeir væru einhverskonar forréttindafólk“. Skúli hélt áfram og sagði: „Það var ekki fyrr en skrif blaðsins voru kærð til Siðanefndar Blaðamannafélags Íslands sem þessu linnti en þá var nýr þráður fundinn hjá Fréttablaðinu til að rægja dómara,“ sagði Skúli. Siðanefnd Blaðamannafélagsins komst hins vegar að þeirri niðurstöðu, þann 19. apríl 2016 um kæru Skúla og Dómarafélagsins, að fréttaflutningur blaðsins hefði verið efnislega réttur og blaðið því ekki brotið siðareglur Blaðamannafélags Íslands. Skúli kvartaði einnig til Fjölmiðlanefndar vegna umfjöllunar blaðsins. Í svari hennar kom fram að ágreiningslaust væri að grunnlaun og þar með eftirlaun dómara hefði hækkað um annars vegar 38 prósent á árinu 2015 og að hlutfallsleg hækkun á grunnlaunum og þar með eftirlaunum hefðu numið 26 prósentum með ákvörðun kjararáðs 18. desember 2016. Umræddar fréttir blaðsins hafi því ekki innihaldið efnislegar rangfærslur. Skúli gerði umfjöllun Fréttablaðsins um hlutafjáreign dómara einnig að sérstöku umtalsefni á fundinum og vísaði til umfjöllunar blaðsins frá því í desember í fyrra. „Upphaflega var fréttin sú að tilteknir dómarar, þar á meðal forseti Hæstaréttar, hefðu ekki tilkynnt um hlutabréfaeign sína samkvæmt gildandi lögum og reglum en sá fréttaflutningur reyndist þó fljótt haldlaus, að minnsta kosti að öllu verulegu leyti,“ sagði Skúli og bætti við að næst hefði blaðið hafið umfjöllun um vanhæfi dómara í málum þess banka sem þeir áttu þessi hlutabréf í og þátttöku þeirra í afgreiðslu þeirra mála. „Og enn og aftur var boltinn gefinn upp um að reglur á Íslandi um aukastörf dómara og skráningu þessara starfa væri með einhverjum hætti stórgallaðar og frábrugðnar því sem almennt tíðkast. Almenningur átti að fá það á tilfinninguna að eitthvað meiriháttar væri að hjá dómstólunum,“ sagði Skúli. Af ummælum Reimars Péturssonar, formanns Lögmannafélags Íslands, verður ekki annað ráðið en hann álíti fréttaflutning Fréttablaðsins á rökum reistan, en hann ávarpaði einnig fund dómaranna og brást að nokkru leyti við erindi formannsins. „Meðferð nefndar um dómara og hagsmunaskráningu virðist hafa verið ófullnægjandi og einstakir dómarar vanræktu tilkynningarskyldu sína. Ýmis álitaefni eru uppi um hæfi dómara í einstaka málum. Um þetta þarf að fjalla,“ sagði Reimar.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Erlent Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Innlent Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Átti ekki von á að ríkisstjórnin myndi halda kjöri Innlent Fleiri fréttir Átti ekki von á að ríkisstjórnin myndi halda kjöri Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Sjá meira