Pólitíkin skilar auðu um ráðherraábyrgð og Landsdóm Þorbjörn Þórðarson skrifar 26. nóvember 2017 21:00 Engin umræða hefur farið fram á vettvangi stjórnmálanna um hvað eigi að koma í staðinn fyrir Landsdóm. Þegar lög um Landsdóm og lög um ráðherraábyrgð voru sett taldi löggjafinn nauðsynlegt að fjalla um refsiábyrgð ráðherra fyrir sérdómstól vegna þeirrar sérstöðu sem störf ráðherra hefðu og að þeir gætu orðið sekir um misferli sem kæmi tæplega til álita hjá öðrum opinberum starfsmönnum. Geir H. Haarde var sýknaður af öllum alvarlegustu ákæruliðunum í Landsdómsmálinu líkt og segir í niðurstöðu dómsins en sakfelldur fyrir að halda ekki ríkisstjórnarfundi um mikilvæg stjórnarmálefni eins og mælt er fyrir um í 17. gr. stjórnarskrárinnar. Allur sakarkostnaður málsins var greiddur úr ríkissjóði, þar á meðal 25 milljóna króna málsvarnarlaun Andra Árnasonar verjanda Geirs. Mannréttindadómstóll Evrópu komst að þeirri niðurstöðu á fimmtudag í máli Geirs gegn íslenska ríkinu að íslenska ríkið hefði ekki gerst brotlegt við ákvæði mannréttindasáttmálans í Landsdómsmálinu. Hvorki var brotin málsmeðferð á Geir né var brotinn á honum réttur vegna skorts á refsiheimild í málinu. Frá dómsuppkvaðningu í Landsdómsmálinu 23. apríl 2012 hefur sú umræða reglulega skotið upp kollinum á vettvangi stjórnmálanna að leggja beri niður Landsdóm. Árið 2013 sagði Bjarni Benediktsson að þáverandi ríkisstjórn myndi beita sér fyrir því að leggja Landsdóm niður. „Mér finnst það svo mikilvæg réttarbót hjá okkur að það megi ekki bíða. Mér fannst ekki rétt að þeir sem vildu beita lögunum ættu forgöngu um að taka þau til endurskoðunar, þ.e fyrrverandi ríkisstjórn, en mér finnst rétt að setja strax af stað vinnu við að breyta lögunum,“ sagði Bjarni í fréttum Stöðvar 2 hinn 29. júní 2013. Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands blandaði sér svo í þessa umræðu í viðtali við Tímarit Lögréttu í mars á þessu ári. „Nú svara ég því bara úr því að þið spyrjið: Burt með Landsdóm! Hann á ekkert erindi í stjórnarskrá,“ sagði forsetinn. Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna talaði síðan á þessum nótum í fréttum okkar á fimmtudag.„Það er löngu tímabært að endurskoða þetta landsdómskerfi. Þótt íslenska ríkið teljist ekki hafa brotið Mannréttindasáttmálann þá er kerfið úrelt,“ sagði Katrín. Björg Thorarensen prófessor í stjórnskipunarrétti við lagadeild Háskóla Íslands. Björg Thorarensen prófessor í lögfræði við HÍ fjallar um þetta í sérstökum kafla í riti sínu Stjórnskipunarréttur - undirstöður og handhafar ríkisvalds. Þar segir: „Er pólitíska ábyrgðin nægileg vörn gegn misbeitingu valds af hálfu ráðherra og eru nægilegar refsiheimildir um brot ráðherra í ákvæðum alm. hgl. um brot í opinberu starfi? Þegar núgildandi lög um ráðherraábyrgð og Landsdóm voru sett í byrjun sjöunda áratugarins var þessari spurningu svarað neitandi. Bent var á þá sérstöðu sem störf ráðherra hefðu og að þeir gætu orðið sekir um misferli sem kæmi tæplega til álita hjá öðrum opinberum starfsmönnum.“ (bls. 400). Björg segir jafnframt: „Ekkert stendur því í vegi að heildarendurskoðun fari fram á lögum um ráðherraábyrgð og Landsdóm. (…) Aðalatriðið er að taka afstöðu til þeirrar grundvallarspurningar hvort enn sé þörf á að mæla fyrir um sérstaka lagalega ábyrgð ráðherra í stjórnarskrá þar sem þingið sjálft hefur ákæruvald.“ (bls. 420). Engu svarað um hvað eigi að koma í staðinn Ljóst er að pólitíkin á Íslandi hefur ekki svarað því hvað eigi að koma í staðinn fyrir Landsdóm. Þá hefur heldur ekki átt sér stað umræða um hvort það sé fullnægjandi að mæla fyrir um refsiábyrgð ráðherra í almennum hegningarlögum líkt og gildir um opinbera embættismenn. Eins og Björg rekur í sinni bók var það ekki talið heppilegt á sínum tíma. Fréttastofan bar þetta á ný undir Katrínu Jakobsdóttur, sem verður að öllum líkindum forsætisráðherra í næstu ríkisstjórn. „Mjög margir stjórnmálamenn hafa í gegnum tíðina bent á að þessi ákvæði eins og þau eru núna í lögum og stjórnarskrá séu úrelt. Það hafa verið hugmyndir ræddar, fordæmi til að mynda frá Noregi, en við höfum bara ekki náð að komast áfram í þessari umræðu. Því miður,“ sagði Katrín í dag. Landsdómur Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Áslaug ætlar í formanninn Fimmtánfalda sekt fyrir vopnaburð á almannafæri Mikill viðbúnaður vegna skotvopns og fyrsti formannsframbjóðandinn Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Sjókvíaeldi og hugsanlegt framboð Guðlaugs Þórs á Sprengisandi Byssumaður farinn af vettvangi þegar lögreglan kom Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Enginn megi vera krýndur formaður Þingmenn búast við formannsslag og Lífskviða Ásgeirs Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Segist ekki muna eftir atburðunum Þyrlan sótti veikan skipverja Sjá meira
Engin umræða hefur farið fram á vettvangi stjórnmálanna um hvað eigi að koma í staðinn fyrir Landsdóm. Þegar lög um Landsdóm og lög um ráðherraábyrgð voru sett taldi löggjafinn nauðsynlegt að fjalla um refsiábyrgð ráðherra fyrir sérdómstól vegna þeirrar sérstöðu sem störf ráðherra hefðu og að þeir gætu orðið sekir um misferli sem kæmi tæplega til álita hjá öðrum opinberum starfsmönnum. Geir H. Haarde var sýknaður af öllum alvarlegustu ákæruliðunum í Landsdómsmálinu líkt og segir í niðurstöðu dómsins en sakfelldur fyrir að halda ekki ríkisstjórnarfundi um mikilvæg stjórnarmálefni eins og mælt er fyrir um í 17. gr. stjórnarskrárinnar. Allur sakarkostnaður málsins var greiddur úr ríkissjóði, þar á meðal 25 milljóna króna málsvarnarlaun Andra Árnasonar verjanda Geirs. Mannréttindadómstóll Evrópu komst að þeirri niðurstöðu á fimmtudag í máli Geirs gegn íslenska ríkinu að íslenska ríkið hefði ekki gerst brotlegt við ákvæði mannréttindasáttmálans í Landsdómsmálinu. Hvorki var brotin málsmeðferð á Geir né var brotinn á honum réttur vegna skorts á refsiheimild í málinu. Frá dómsuppkvaðningu í Landsdómsmálinu 23. apríl 2012 hefur sú umræða reglulega skotið upp kollinum á vettvangi stjórnmálanna að leggja beri niður Landsdóm. Árið 2013 sagði Bjarni Benediktsson að þáverandi ríkisstjórn myndi beita sér fyrir því að leggja Landsdóm niður. „Mér finnst það svo mikilvæg réttarbót hjá okkur að það megi ekki bíða. Mér fannst ekki rétt að þeir sem vildu beita lögunum ættu forgöngu um að taka þau til endurskoðunar, þ.e fyrrverandi ríkisstjórn, en mér finnst rétt að setja strax af stað vinnu við að breyta lögunum,“ sagði Bjarni í fréttum Stöðvar 2 hinn 29. júní 2013. Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands blandaði sér svo í þessa umræðu í viðtali við Tímarit Lögréttu í mars á þessu ári. „Nú svara ég því bara úr því að þið spyrjið: Burt með Landsdóm! Hann á ekkert erindi í stjórnarskrá,“ sagði forsetinn. Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna talaði síðan á þessum nótum í fréttum okkar á fimmtudag.„Það er löngu tímabært að endurskoða þetta landsdómskerfi. Þótt íslenska ríkið teljist ekki hafa brotið Mannréttindasáttmálann þá er kerfið úrelt,“ sagði Katrín. Björg Thorarensen prófessor í stjórnskipunarrétti við lagadeild Háskóla Íslands. Björg Thorarensen prófessor í lögfræði við HÍ fjallar um þetta í sérstökum kafla í riti sínu Stjórnskipunarréttur - undirstöður og handhafar ríkisvalds. Þar segir: „Er pólitíska ábyrgðin nægileg vörn gegn misbeitingu valds af hálfu ráðherra og eru nægilegar refsiheimildir um brot ráðherra í ákvæðum alm. hgl. um brot í opinberu starfi? Þegar núgildandi lög um ráðherraábyrgð og Landsdóm voru sett í byrjun sjöunda áratugarins var þessari spurningu svarað neitandi. Bent var á þá sérstöðu sem störf ráðherra hefðu og að þeir gætu orðið sekir um misferli sem kæmi tæplega til álita hjá öðrum opinberum starfsmönnum.“ (bls. 400). Björg segir jafnframt: „Ekkert stendur því í vegi að heildarendurskoðun fari fram á lögum um ráðherraábyrgð og Landsdóm. (…) Aðalatriðið er að taka afstöðu til þeirrar grundvallarspurningar hvort enn sé þörf á að mæla fyrir um sérstaka lagalega ábyrgð ráðherra í stjórnarskrá þar sem þingið sjálft hefur ákæruvald.“ (bls. 420). Engu svarað um hvað eigi að koma í staðinn Ljóst er að pólitíkin á Íslandi hefur ekki svarað því hvað eigi að koma í staðinn fyrir Landsdóm. Þá hefur heldur ekki átt sér stað umræða um hvort það sé fullnægjandi að mæla fyrir um refsiábyrgð ráðherra í almennum hegningarlögum líkt og gildir um opinbera embættismenn. Eins og Björg rekur í sinni bók var það ekki talið heppilegt á sínum tíma. Fréttastofan bar þetta á ný undir Katrínu Jakobsdóttur, sem verður að öllum líkindum forsætisráðherra í næstu ríkisstjórn. „Mjög margir stjórnmálamenn hafa í gegnum tíðina bent á að þessi ákvæði eins og þau eru núna í lögum og stjórnarskrá séu úrelt. Það hafa verið hugmyndir ræddar, fordæmi til að mynda frá Noregi, en við höfum bara ekki náð að komast áfram í þessari umræðu. Því miður,“ sagði Katrín í dag.
Landsdómur Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Áslaug ætlar í formanninn Fimmtánfalda sekt fyrir vopnaburð á almannafæri Mikill viðbúnaður vegna skotvopns og fyrsti formannsframbjóðandinn Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Sjókvíaeldi og hugsanlegt framboð Guðlaugs Þórs á Sprengisandi Byssumaður farinn af vettvangi þegar lögreglan kom Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Enginn megi vera krýndur formaður Þingmenn búast við formannsslag og Lífskviða Ásgeirs Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Segist ekki muna eftir atburðunum Þyrlan sótti veikan skipverja Sjá meira
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent