Það var bara eitt sem við vorum ósammála um Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 28. nóvember 2017 10:15 "Ég kalla þetta verkefni smíðisgripinn okkar. Það er búið að taka nokkur ár. Við byrjuðum að ræða það fyrir um það bil áratug, svo fórum við að viða í það einni og einni spýtu,“ segir Ólafur um bókina sem Lúðvík flettir á stofuborðinu heima. Vísir/Stefán Við köllum þetta alsögu sem er í raun og veru nýtt heiti. Á ensku er það Big History – Saga frá byrjun alheimsins til okkar daga. Ég veit ekki um neina aðra sambærilega bók á Íslandi,“ segir Lúðvík Gústafsson jarðfræðingur um nýja bók þeirra Ólafs Halldórssonar líffræðings, Frá Miklahvelli til mannheima. „Það væri hægt að skrifa heilan bókaflokk um hvern kafla, hvort sem er um alheiminn, jarðfræðina, lífið almennt eða mannkynið og þróun þess. En þegar svona langur tími er tekinn fyrir verður að stikla á stóru.“ Lúðvík segir ritun bókarinnar hafa verið algert gæluverkefni hjá þeim félögum og að ekkert hafi legið á eða knúið þá áfram annað en áhugi. Ólafur tekur undir það. „Ég kalla þetta verkefni smíðisgripinn okkar. Það er búið að taka nokkur ár. Við byrjuðum að ræða það fyrir um það bil áratug, svo fórum við að viða í það einni og einni spýtu. Hittumst reglulega á Kringlukránni í hádeginu, einu sinni til tvisvar í mánuði og bárum saman bækur okkar. Skrifuðum fyrst hvor sína kaflana, eftir því hverju við vorum skástir í, svo hefur efnið verið að veltast milli okkar, þannig að svolítið erfitt er að segja hvor á hvað – þannig á það líka að vera.“ Lúðvík kveðst hafa fengið fyrsta stjörnukíkinn 14 ára gamall og síðan haft gífurlegan áhuga á alheiminum. „Ég skrifa fyrstu kaflana í bókinni um alheiminn og reikistjörnurnar og svo lokakaflann um framtíðina og leitina að lífi á öðrum hnöttum. Ólafur er með stærri hluta bókarinnar, um lífið og mannkynið en ég hef oft farið í gegnum hans efni og hann mitt.“Lúðvík starfar sem sérfræðingur á vegum Sambands íslenskra sveitarfélaga og Ólafur er kominn á eftirlaun. Þeir kenndu báðir við Verslunarskólann um skeið, Lúðvík eðlis- og efnafræði, Ólafur líf- og efnafræði. „Ég er á svokallaðri 95 ára reglu og hætti kennslu um leið og tækifæri gafst, til að geta sinnt ritstörfum,“ segir Ólafur sem kveðst fyrst hafa sest niður og skrifað kennslubók í líffræði eins og honum fannst hún eiga að vera, eftir alla reynsluna. „Ég er svo heppinn að líffræðibókin hefur fengið bara fína dreifingu og er notuð til kennslu í um helmingi framhaldsskólanna,“ segir hann. En þótti þeim félögum vanta bók eins og þá sem þeir hafa nú skrifað, þegar þeir voru að kenna? „Já, og bara almennt. Bókin okkar er skrifuð á mannamáli og fólk þarf ekki endilega að lesa hana spjaldanna á milli heldur getur gripið niður í hana hér og þar. Efnið á að skiljast hverjum þeim sem hefur áhuga,“ segir Lúðvík og heitir því að þeir Ólafur muni ekki láta staðar numið heldur fylgja bókinni eftir á netinu. „Það eru stöðugt nýjar uppgötvanir á öllum þeim sviðum sem við fjöllum um, ég get nefnt læknavísindin, í sambandi við erfðaefnin.“ Þeir segjast hafa látið stærð bókarinnar nokkuð ráðast. „Það var bara eitt atriði sem við vorum ósammála um og verðum alltaf, það er hvort líf sé annars staðar en á jörðinni,“ segir Ólafur. „Við leystum það með því að ræða málin á þremur, fjórum síðum og niðurstaðan var auðvitað sú sama og áður.“ Lúðvík brosir. „Við köllum kaflann Symposium, eða Samdrykkju. Ég er sannfærður um að ég muni lifa það að lífverur finnist víðar en á jörðinni en Ólafur telur líf í alheiminum aldrei munu finnast og í þessum kafla rökstyðjum við báðir okkar skoðanir en þær haggast ekkert.“ Bókmenntir Menning Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Lífið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Lífið Einn frægasti krókódíll í heimi allur Lífið Límdi fyrir munninn á öllum við borðið Lífið Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Lífið Fleiri fréttir Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Sjá meira
Við köllum þetta alsögu sem er í raun og veru nýtt heiti. Á ensku er það Big History – Saga frá byrjun alheimsins til okkar daga. Ég veit ekki um neina aðra sambærilega bók á Íslandi,“ segir Lúðvík Gústafsson jarðfræðingur um nýja bók þeirra Ólafs Halldórssonar líffræðings, Frá Miklahvelli til mannheima. „Það væri hægt að skrifa heilan bókaflokk um hvern kafla, hvort sem er um alheiminn, jarðfræðina, lífið almennt eða mannkynið og þróun þess. En þegar svona langur tími er tekinn fyrir verður að stikla á stóru.“ Lúðvík segir ritun bókarinnar hafa verið algert gæluverkefni hjá þeim félögum og að ekkert hafi legið á eða knúið þá áfram annað en áhugi. Ólafur tekur undir það. „Ég kalla þetta verkefni smíðisgripinn okkar. Það er búið að taka nokkur ár. Við byrjuðum að ræða það fyrir um það bil áratug, svo fórum við að viða í það einni og einni spýtu. Hittumst reglulega á Kringlukránni í hádeginu, einu sinni til tvisvar í mánuði og bárum saman bækur okkar. Skrifuðum fyrst hvor sína kaflana, eftir því hverju við vorum skástir í, svo hefur efnið verið að veltast milli okkar, þannig að svolítið erfitt er að segja hvor á hvað – þannig á það líka að vera.“ Lúðvík kveðst hafa fengið fyrsta stjörnukíkinn 14 ára gamall og síðan haft gífurlegan áhuga á alheiminum. „Ég skrifa fyrstu kaflana í bókinni um alheiminn og reikistjörnurnar og svo lokakaflann um framtíðina og leitina að lífi á öðrum hnöttum. Ólafur er með stærri hluta bókarinnar, um lífið og mannkynið en ég hef oft farið í gegnum hans efni og hann mitt.“Lúðvík starfar sem sérfræðingur á vegum Sambands íslenskra sveitarfélaga og Ólafur er kominn á eftirlaun. Þeir kenndu báðir við Verslunarskólann um skeið, Lúðvík eðlis- og efnafræði, Ólafur líf- og efnafræði. „Ég er á svokallaðri 95 ára reglu og hætti kennslu um leið og tækifæri gafst, til að geta sinnt ritstörfum,“ segir Ólafur sem kveðst fyrst hafa sest niður og skrifað kennslubók í líffræði eins og honum fannst hún eiga að vera, eftir alla reynsluna. „Ég er svo heppinn að líffræðibókin hefur fengið bara fína dreifingu og er notuð til kennslu í um helmingi framhaldsskólanna,“ segir hann. En þótti þeim félögum vanta bók eins og þá sem þeir hafa nú skrifað, þegar þeir voru að kenna? „Já, og bara almennt. Bókin okkar er skrifuð á mannamáli og fólk þarf ekki endilega að lesa hana spjaldanna á milli heldur getur gripið niður í hana hér og þar. Efnið á að skiljast hverjum þeim sem hefur áhuga,“ segir Lúðvík og heitir því að þeir Ólafur muni ekki láta staðar numið heldur fylgja bókinni eftir á netinu. „Það eru stöðugt nýjar uppgötvanir á öllum þeim sviðum sem við fjöllum um, ég get nefnt læknavísindin, í sambandi við erfðaefnin.“ Þeir segjast hafa látið stærð bókarinnar nokkuð ráðast. „Það var bara eitt atriði sem við vorum ósammála um og verðum alltaf, það er hvort líf sé annars staðar en á jörðinni,“ segir Ólafur. „Við leystum það með því að ræða málin á þremur, fjórum síðum og niðurstaðan var auðvitað sú sama og áður.“ Lúðvík brosir. „Við köllum kaflann Symposium, eða Samdrykkju. Ég er sannfærður um að ég muni lifa það að lífverur finnist víðar en á jörðinni en Ólafur telur líf í alheiminum aldrei munu finnast og í þessum kafla rökstyðjum við báðir okkar skoðanir en þær haggast ekkert.“
Bókmenntir Menning Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Lífið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Lífið Einn frægasti krókódíll í heimi allur Lífið Límdi fyrir munninn á öllum við borðið Lífið Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Lífið Fleiri fréttir Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Sjá meira