Algjört úrræðaleysi fyrir börn í vanda Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 28. nóvember 2017 19:45 Samtökin Olnbogabörn og Týndu börnin ákváðu í gær að sameinast og beita sér fyrir einstaklingsbundnum og fjölbreyttum úrræðum fyrir börn og ungmenni í vanda. Samtökin segja algjöran skort á viðeigandi meðferðarrúræðum og segja að grípa þurfi til aðgerða – því líf séu í húfi. Hjörnleifur Björnsson, einn sjö stjórnarmeðlima í nýjum samtökum Olnbogabarna/Týndu barnanna, segir að úrræðum hafi fækkað statt og stöðugt á undanförnum árum. „Barnavernd og Barnaverndarstofa hafa á móti elt svokallað MST úrræði, sem er mjög flott úrræði, en getur engan veginn komið börnum til bjargar sem eru komin í svona mikinn vanda. Þetta eru börnin sem við erum fyrst og fremst að tala um – börn í miklum vanda sem sæta úrræðaleysi vegna þess að það er verið að loka heimilum og meðferðarheimilum. Og þegar á þetta er bent þá benda þeir á nýtt meðferðarheimili sem ekki einu sinni er búið að taka skóflustugnuna að,“ segir Hjörleifur, en MST er meðferðarrúræði fyrir fjölskyldur barna á aldrinum 12-18 ára sem glíma við alvarlegan hegðunarvanda, og að óbreyttu kæmi til vistunar barns utan heimilisMikil þöggun Berglind Hólm Harðardóttir, sem er einnig í stjórn samtakanna, tekur undir þessi orð og undirstrikar á sama tíma mikilvægi þess að í boði séu einstaklingsbundin úrræði fyrir alla. „Það er svo mikil þöggun. Ef þið mynduð sjá hvað við erum að missa mörg börn. Sem dæmi er móðir meðal okkar í hópnum sem vill fara með forvarnir inn í skólana. Dóttir hennar dó þegar hún var fimmtán ára – fyrir þremur árum,“ segir hún. Þau segja að fyrirbyggjandi aðgerða sé einnig þörf, ekki síst hjá börnum með áhættuhegðun, og taka fram að með tilkomu samfélagsmiðla sé aðgengi að fíkniefnum stöðugt að aukast. „Með tilkomu þessa rafræna heims þá erum við að sjá að aðgengi barna að fíkniefnum hefur stóraukist. Fyrir utan það að við erum að sjá – líkt og Vogur bendir á – að efnin eru orðin hreinni og orðin harðari, ódýrari jafnvel. Það er ekki verið að bregðast við þessu, engan veginn. Þessu er öllu ýtt á fjölskyldurnar. Og á meðan eru þær á einhverjum biðlistum sem hæfa ekki;“ segir Hjörleifur.Neyslan að harðna Berglind segir að líf séu í húfi. „Við viljum bara berjast fyrir því að börnin okkar fái úrræði, einstaklingsmiðuð úrræði. Því líf og framtíð eru í húfi. Það eru svo mörg börn að deyja og fólk gerir sér ekki grein fyrir því, vegna þess að það kemur ekki fram í fjölmiðlum. Ástandið er hræðilegt. Neyslan er að harðna.“ Reynslusögur foreldra barna í vanda séu óteljandi. „Það eru alltof ung börn til dæmis að lenda inn á neyðarvist á Stuðlum, sem eru þar jafnvel með hörðnuðum eldri unglingum, þar sem smithættan er orðin augljós og gríðarleg. Við erum að sjá það að barna sem reynir sjálfsvíg og er farið í örvæntingu á BUGL fær jafnvel að vera þar í eina viku áður en því er vísað heim. Viðkvæðið er síðan biðlistar, fjárskortur og pólitík,“ segir Hjörleifur. Berglind og Hjörleifur hvetja alla þá sem láta sig málefnið varða og vettlingi geta valdið að taka þátt í starfi Olnbogabarna, en það er hægt í gegnum Facebook síðu þeirra.Viðtalið við Hjörleif og Berglindi má sjá spilaranum hér að ofan. Mest lesið Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Innlent Telur áform ráðherra vanhugsuð Innlent Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Umferðarslys við Hvalfjarðargöngin Innlent Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Innlent Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Innlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Kanada, Bretland og Ástralía viðurkenna Palestínu Erlent Þorgerður Katrín endurkjörin Innlent „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Innlent Fleiri fréttir Umferðarslys við Hvalfjarðargöngin Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Sjá meira
Samtökin Olnbogabörn og Týndu börnin ákváðu í gær að sameinast og beita sér fyrir einstaklingsbundnum og fjölbreyttum úrræðum fyrir börn og ungmenni í vanda. Samtökin segja algjöran skort á viðeigandi meðferðarrúræðum og segja að grípa þurfi til aðgerða – því líf séu í húfi. Hjörnleifur Björnsson, einn sjö stjórnarmeðlima í nýjum samtökum Olnbogabarna/Týndu barnanna, segir að úrræðum hafi fækkað statt og stöðugt á undanförnum árum. „Barnavernd og Barnaverndarstofa hafa á móti elt svokallað MST úrræði, sem er mjög flott úrræði, en getur engan veginn komið börnum til bjargar sem eru komin í svona mikinn vanda. Þetta eru börnin sem við erum fyrst og fremst að tala um – börn í miklum vanda sem sæta úrræðaleysi vegna þess að það er verið að loka heimilum og meðferðarheimilum. Og þegar á þetta er bent þá benda þeir á nýtt meðferðarheimili sem ekki einu sinni er búið að taka skóflustugnuna að,“ segir Hjörleifur, en MST er meðferðarrúræði fyrir fjölskyldur barna á aldrinum 12-18 ára sem glíma við alvarlegan hegðunarvanda, og að óbreyttu kæmi til vistunar barns utan heimilisMikil þöggun Berglind Hólm Harðardóttir, sem er einnig í stjórn samtakanna, tekur undir þessi orð og undirstrikar á sama tíma mikilvægi þess að í boði séu einstaklingsbundin úrræði fyrir alla. „Það er svo mikil þöggun. Ef þið mynduð sjá hvað við erum að missa mörg börn. Sem dæmi er móðir meðal okkar í hópnum sem vill fara með forvarnir inn í skólana. Dóttir hennar dó þegar hún var fimmtán ára – fyrir þremur árum,“ segir hún. Þau segja að fyrirbyggjandi aðgerða sé einnig þörf, ekki síst hjá börnum með áhættuhegðun, og taka fram að með tilkomu samfélagsmiðla sé aðgengi að fíkniefnum stöðugt að aukast. „Með tilkomu þessa rafræna heims þá erum við að sjá að aðgengi barna að fíkniefnum hefur stóraukist. Fyrir utan það að við erum að sjá – líkt og Vogur bendir á – að efnin eru orðin hreinni og orðin harðari, ódýrari jafnvel. Það er ekki verið að bregðast við þessu, engan veginn. Þessu er öllu ýtt á fjölskyldurnar. Og á meðan eru þær á einhverjum biðlistum sem hæfa ekki;“ segir Hjörleifur.Neyslan að harðna Berglind segir að líf séu í húfi. „Við viljum bara berjast fyrir því að börnin okkar fái úrræði, einstaklingsmiðuð úrræði. Því líf og framtíð eru í húfi. Það eru svo mörg börn að deyja og fólk gerir sér ekki grein fyrir því, vegna þess að það kemur ekki fram í fjölmiðlum. Ástandið er hræðilegt. Neyslan er að harðna.“ Reynslusögur foreldra barna í vanda séu óteljandi. „Það eru alltof ung börn til dæmis að lenda inn á neyðarvist á Stuðlum, sem eru þar jafnvel með hörðnuðum eldri unglingum, þar sem smithættan er orðin augljós og gríðarleg. Við erum að sjá það að barna sem reynir sjálfsvíg og er farið í örvæntingu á BUGL fær jafnvel að vera þar í eina viku áður en því er vísað heim. Viðkvæðið er síðan biðlistar, fjárskortur og pólitík,“ segir Hjörleifur. Berglind og Hjörleifur hvetja alla þá sem láta sig málefnið varða og vettlingi geta valdið að taka þátt í starfi Olnbogabarna, en það er hægt í gegnum Facebook síðu þeirra.Viðtalið við Hjörleif og Berglindi má sjá spilaranum hér að ofan.
Mest lesið Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Innlent Telur áform ráðherra vanhugsuð Innlent Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Umferðarslys við Hvalfjarðargöngin Innlent Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Innlent Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Innlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Kanada, Bretland og Ástralía viðurkenna Palestínu Erlent Þorgerður Katrín endurkjörin Innlent „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Innlent Fleiri fréttir Umferðarslys við Hvalfjarðargöngin Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Sjá meira