Ólafía er betri í golfi en að standa á höndum | Myndband Tómas Þór Þórðarson skrifar 29. nóvember 2017 14:00 Ólafía Þórunn reynir að standa á höndum. mynd/skjáskot Ólafía Þórunn Kristinsdóttir lýkur frábæru ári sínu með því að keppa ásamt Evrópuúrvalinu á Drottningamótinu í Japan þar sem þær bestu í Evrópu keppa saman á móti liðum Japan, Ástralíu og Suður-Kóreu. Mótið fer fram velli Miyoshi-golfklúbbsins en þetta er í þriðja skiptið sem það fer fram. Japan vann fyrsta mótið árið 2015 og í fyrra bar Suður-Kóreu sigur úr býrum. Evrópa endaði í þriðja sæti bæði árin en vonast eftir fyrsta sigrinum í ár. Ólafía og stöllur hennar eru mættar til Japan og byrjaðar að æfa sig á vellinum áður en mótið hefst aðra nótt. Ólafía hefur þó ekki bara verið að æfa sig í golfi. Skotinn Carly Booth birti skemmtilegt myndband á Twitter-síðu sinni þar sem hún stendur á höndum og er að reyna að fá Ólafíu til að leika það eftir. Það þarf ekkert að biðja Ólafíu tvisvar um að bregða á leik en Ólafía virðist betri í golfi en þeirri ágætu listgrein að standa á höndum eins og sjá má.Waiting... still waiting @olafiakri@LETgolfpic.twitter.com/4W6bx3rVBy — Carly Booth (@CarlyBooth92) November 29, 2017 Frakkinn Gwladys Nocera er fyrirliði Evrópuliðsins en alls eru níu kylfingar í hverju liði og því mikill heiður fyrir Ólafíu að vera boðið á mótið. „Ég hef aldrei keppt fyrir Alþjóðlegt lið áður. Síðast þegar ég spilaði eftir liðsfyrirkomulagi var ég að keppa fyrir Ísland á HM áhugamanna í Japan árið 2014,“ segir Ólafía í viðtali við heimasíðu LET-mótaraðarinnar, en hún elskar japan. „Japan er eitt af mínum uppáhaldslöndum. Maturinn er frábær, fólkið er vingjarnlegt og heiðarlegt og mótið er töff. Ég held að þetta verði gaman því vanalega erum við að keppa á móti hvorri annarri en núna erum við í sama liði,“ segir Ólafía Þórunn Kristinsdóttir. Golf Mest lesið Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Íslenski boltinn Sjáðu íslenska unglinginn hamfletta Esbjerg Fótbolti Ísland - Spánn | Leikur tvö í milliriðli Handbolti „Ég hef ekki farið á blæðingar síðan 2014“ Sport Þurfa að hlífa henni við fjölmiðlum vegna heilaþreytu Sport Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn Enski boltinn Horfir á dóttur sína á HM og soninn í Meistaradeildinni Handbolti Blótaði áhorfanda og bauð honum í slag Sport Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Enski boltinn Manchester United - West Ham | Djöflanir að hlið Chelsea með sigri Enski boltinn Fleiri fréttir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir lýkur frábæru ári sínu með því að keppa ásamt Evrópuúrvalinu á Drottningamótinu í Japan þar sem þær bestu í Evrópu keppa saman á móti liðum Japan, Ástralíu og Suður-Kóreu. Mótið fer fram velli Miyoshi-golfklúbbsins en þetta er í þriðja skiptið sem það fer fram. Japan vann fyrsta mótið árið 2015 og í fyrra bar Suður-Kóreu sigur úr býrum. Evrópa endaði í þriðja sæti bæði árin en vonast eftir fyrsta sigrinum í ár. Ólafía og stöllur hennar eru mættar til Japan og byrjaðar að æfa sig á vellinum áður en mótið hefst aðra nótt. Ólafía hefur þó ekki bara verið að æfa sig í golfi. Skotinn Carly Booth birti skemmtilegt myndband á Twitter-síðu sinni þar sem hún stendur á höndum og er að reyna að fá Ólafíu til að leika það eftir. Það þarf ekkert að biðja Ólafíu tvisvar um að bregða á leik en Ólafía virðist betri í golfi en þeirri ágætu listgrein að standa á höndum eins og sjá má.Waiting... still waiting @olafiakri@LETgolfpic.twitter.com/4W6bx3rVBy — Carly Booth (@CarlyBooth92) November 29, 2017 Frakkinn Gwladys Nocera er fyrirliði Evrópuliðsins en alls eru níu kylfingar í hverju liði og því mikill heiður fyrir Ólafíu að vera boðið á mótið. „Ég hef aldrei keppt fyrir Alþjóðlegt lið áður. Síðast þegar ég spilaði eftir liðsfyrirkomulagi var ég að keppa fyrir Ísland á HM áhugamanna í Japan árið 2014,“ segir Ólafía í viðtali við heimasíðu LET-mótaraðarinnar, en hún elskar japan. „Japan er eitt af mínum uppáhaldslöndum. Maturinn er frábær, fólkið er vingjarnlegt og heiðarlegt og mótið er töff. Ég held að þetta verði gaman því vanalega erum við að keppa á móti hvorri annarri en núna erum við í sama liði,“ segir Ólafía Þórunn Kristinsdóttir.
Golf Mest lesið Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Íslenski boltinn Sjáðu íslenska unglinginn hamfletta Esbjerg Fótbolti Ísland - Spánn | Leikur tvö í milliriðli Handbolti „Ég hef ekki farið á blæðingar síðan 2014“ Sport Þurfa að hlífa henni við fjölmiðlum vegna heilaþreytu Sport Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn Enski boltinn Horfir á dóttur sína á HM og soninn í Meistaradeildinni Handbolti Blótaði áhorfanda og bauð honum í slag Sport Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Enski boltinn Manchester United - West Ham | Djöflanir að hlið Chelsea með sigri Enski boltinn Fleiri fréttir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira