Benedikt vill tvær milljónir frá Jóni Steinari Jakob Bjarnar skrifar 10. nóvember 2017 11:30 Benedikt og Jón Steinar sem ekki getur lengur kvartað undan þöggun þegar skrif hans um Hæstarétt eru annars vegar. Benedikt Bogason hæstaréttardómari hefur höfðað mál á hendur Jóni Steinari Gunnlaugssyni lögmanni og fyrrum hæstaréttardómara og krefst þess að fimm ummæli í nýrri bók hans, „Með lognið í fangið – um afglöp Hæstaréttar eftir hrun“ verði dæmd dauð og ómerk. Miskabótakrafa sem fram er sett hljóðar upp á tvær milljónir auk vaxta en að sögn lögmanns Benedikts, Vilhjálms H. Vilhjálmssonar, þá mun það fé renna til góðgerðarmála, það er vinni Benedikt málið. Þá krefst stefnandi málskostnaðar úr hendi stefnda samkvæmt síðar framlögðu málskostnaðaryfirliti. Vísir greindi frá þessari stefnu í gærkvöldi en hún verður lögð fram á miðvikudaginn 15. þessa mánaðar í Héraðsdómi Reykjaness.Ummælin sem Benedikt vill dauð og ómerkUm er að ræða eftirfarandi ummæli sem Benedikt vill að verð dæmd dauð og ómerk: 1. Dómsmorð (bls. 61) 2. Dómsmorð (bls. 63). 3. Ég hika ekki við að segja að á Baldri hafi við meðferð Hæstaréttar verið framið það sem kallað hefur verið dómsmorð (bls. 63). 4. Þessi skilgreining á vel við málið gegn Baldri. Felldur var dómur, sem dómararnir vissu, eða að minnsta kosti hlutu að vita, að ekki stóðst hlutlausa lagaframkvæmd (bls. 63). 5. Þar voru færð rök að því að meirihluti réttarins hefði fellt dóm yfir ákærða sem að mínum dómi félli undir hugtakið dómsmorð eins og það hefur verið skýrt (bls. 114).Loksins viðbrögðTitill bókar Jóns Steinars, Með lognið í fangið, er táknrænn og vísar til þess að höfundi blöskrar sú þögn sem ríkt hefur um harða gagnrýni þá er hann hefur sett fram á dómara við Hæstarétt. Vísir ræddi við Jón Steinar um bókina og birti viðtal þar um. Þar segir meðal annars: „Þetta eru alvarlegar ásakanir sem þú setur fram á hendur nafngreindum dómurum. Þú kemur inná málarekstur þinn á hendur Þorvaldi Gylfasyni prófessor, sem þú stefndir fyrir meiðyrði. Þú sagðist ekki eiga annars kost því þar væri verið að saka þig um refsiverða háttsemi. Þú sakar dómara um að ganga í berhögg við lög, má gera ráð fyrir því að þagnarmúrinn bresti með hugsanlegri stefnu þeirra á hendur þér? „Það held ég varla enda varla nokkur grundvöllur fyrir slíku. Vilji einhver reyna er hann velkominn,“ segir Jón Steinar og það fer ekkert á milli mála að hann myndi fagna slíkum viðbrögðum.“ Nú liggur sem sagt fyrir að Jón Steinar þarf ekki lengur að láta skort á viðbrögðum fara í taugarnar á sér. Tengdar fréttir Segir dómara stunda lýðskrum með ranglátum dómum Jón Steinar storkar dómurum í nýrri bók og segir þeim að koma bara vilji þeir fara í mál við sig. 2. nóvember 2017 12:37 Hæstaréttardómari höfðar meiðyrðamál gegn Jóni Steinari Benedikt Bogason hæstaréttardómari hefur höfðað dómsmál á hendur Jóni Steinari Gunnlaugssyni vegna ummæla sem birtust í nýlegu riti hans um Hæstarétt. 9. nóvember 2017 19:08 Mest lesið Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Innlent „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Innlent Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Innlent „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Innlent Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Innlent „Margt óráðið í minni framtíð“ Innlent Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Innlent Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Innlent Fleiri fréttir Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Loðna fundist á stóru svæði Metfjöldi vill stíga á svið með Íslenska dansflokknum Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Aðeins tíu prósent sem leita til Stígamóta kæra ofbeldið Spyr hvort að Rúv finnist hún „hundleiðinleg t***a“ Sjá meira
Benedikt Bogason hæstaréttardómari hefur höfðað mál á hendur Jóni Steinari Gunnlaugssyni lögmanni og fyrrum hæstaréttardómara og krefst þess að fimm ummæli í nýrri bók hans, „Með lognið í fangið – um afglöp Hæstaréttar eftir hrun“ verði dæmd dauð og ómerk. Miskabótakrafa sem fram er sett hljóðar upp á tvær milljónir auk vaxta en að sögn lögmanns Benedikts, Vilhjálms H. Vilhjálmssonar, þá mun það fé renna til góðgerðarmála, það er vinni Benedikt málið. Þá krefst stefnandi málskostnaðar úr hendi stefnda samkvæmt síðar framlögðu málskostnaðaryfirliti. Vísir greindi frá þessari stefnu í gærkvöldi en hún verður lögð fram á miðvikudaginn 15. þessa mánaðar í Héraðsdómi Reykjaness.Ummælin sem Benedikt vill dauð og ómerkUm er að ræða eftirfarandi ummæli sem Benedikt vill að verð dæmd dauð og ómerk: 1. Dómsmorð (bls. 61) 2. Dómsmorð (bls. 63). 3. Ég hika ekki við að segja að á Baldri hafi við meðferð Hæstaréttar verið framið það sem kallað hefur verið dómsmorð (bls. 63). 4. Þessi skilgreining á vel við málið gegn Baldri. Felldur var dómur, sem dómararnir vissu, eða að minnsta kosti hlutu að vita, að ekki stóðst hlutlausa lagaframkvæmd (bls. 63). 5. Þar voru færð rök að því að meirihluti réttarins hefði fellt dóm yfir ákærða sem að mínum dómi félli undir hugtakið dómsmorð eins og það hefur verið skýrt (bls. 114).Loksins viðbrögðTitill bókar Jóns Steinars, Með lognið í fangið, er táknrænn og vísar til þess að höfundi blöskrar sú þögn sem ríkt hefur um harða gagnrýni þá er hann hefur sett fram á dómara við Hæstarétt. Vísir ræddi við Jón Steinar um bókina og birti viðtal þar um. Þar segir meðal annars: „Þetta eru alvarlegar ásakanir sem þú setur fram á hendur nafngreindum dómurum. Þú kemur inná málarekstur þinn á hendur Þorvaldi Gylfasyni prófessor, sem þú stefndir fyrir meiðyrði. Þú sagðist ekki eiga annars kost því þar væri verið að saka þig um refsiverða háttsemi. Þú sakar dómara um að ganga í berhögg við lög, má gera ráð fyrir því að þagnarmúrinn bresti með hugsanlegri stefnu þeirra á hendur þér? „Það held ég varla enda varla nokkur grundvöllur fyrir slíku. Vilji einhver reyna er hann velkominn,“ segir Jón Steinar og það fer ekkert á milli mála að hann myndi fagna slíkum viðbrögðum.“ Nú liggur sem sagt fyrir að Jón Steinar þarf ekki lengur að láta skort á viðbrögðum fara í taugarnar á sér.
Tengdar fréttir Segir dómara stunda lýðskrum með ranglátum dómum Jón Steinar storkar dómurum í nýrri bók og segir þeim að koma bara vilji þeir fara í mál við sig. 2. nóvember 2017 12:37 Hæstaréttardómari höfðar meiðyrðamál gegn Jóni Steinari Benedikt Bogason hæstaréttardómari hefur höfðað dómsmál á hendur Jóni Steinari Gunnlaugssyni vegna ummæla sem birtust í nýlegu riti hans um Hæstarétt. 9. nóvember 2017 19:08 Mest lesið Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Innlent „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Innlent Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Innlent „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Innlent Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Innlent „Margt óráðið í minni framtíð“ Innlent Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Innlent Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Innlent Fleiri fréttir Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Loðna fundist á stóru svæði Metfjöldi vill stíga á svið með Íslenska dansflokknum Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Aðeins tíu prósent sem leita til Stígamóta kæra ofbeldið Spyr hvort að Rúv finnist hún „hundleiðinleg t***a“ Sjá meira
Segir dómara stunda lýðskrum með ranglátum dómum Jón Steinar storkar dómurum í nýrri bók og segir þeim að koma bara vilji þeir fara í mál við sig. 2. nóvember 2017 12:37
Hæstaréttardómari höfðar meiðyrðamál gegn Jóni Steinari Benedikt Bogason hæstaréttardómari hefur höfðað dómsmál á hendur Jóni Steinari Gunnlaugssyni vegna ummæla sem birtust í nýlegu riti hans um Hæstarétt. 9. nóvember 2017 19:08