585 sænskar leikkonur stíga fram: „Við þegjum ekki lengur“ Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 10. nóvember 2017 15:10 Meðal þeirra sem skrifa undir bréfið eru Alexandra Rapaport, Sofia Helin og Lena Endre. Vísir/Getty/EPA 585 sænskar leikkonur hafa skrifað opið bréf þar sem þær lýsa reynslu sinni af kynferðislegu ofbeldi og áreitni af hálfu yfirmanna sinna og kollega. Upphaflega skrifuðu 456 leikkonur undir bréfið sem birtist í Svenska dagbladet, en nú er talan komin upp í 585 samkvæmt frétt á vef SvD. Alice Bah Kuhnke, menningarmálaráðherra Svíþjóðar, hefur kallað stjórnendur stærstu leikhúsa Svíþjóðar á neyðarfund vegna málsins. Meðal þeirra sem skrifa undir bréfið eru leikkonurnar Sofie Helin, sem Íslendingar ættu að kannast við úr þáttunum Brúin, Alexandra Rapaport, Helena Bergström, Lia Boysen og Lena Endre. Reyndu að komast inn í hótelherbergi Í bréfinu lýsa konurnar ýmiss konar ofbeldi sem þær hafa orðið fyrir allt frá áreitni til nauðgunar. Hvorki þolendur né gerendur eru nafngreindir. „Allt tökuliðið og leikararnir voru að gista á sama hóteli. Þegar ég sat ein seinna um kvöldið heyrði ég leikstjórann og leikarann sem lék eiginmann minn, tala um hver fengi mig fyrst. Ég varð hrædd og fór á herbergið mitt á fyrstu hæð. Allt kvöldið heyrði ég í þeim reyna að komast inn í herbergið mitt, bæði í gegnum hurðina og gluggann. Ég bað karlleikara, sem ég hafði aldrei hitt, að vernda mig. Hann gerði það og ég er honum ævinlega þakklát fyrir það,“ segir ein kona í nafnlausri frásögn. „Ég var í tökum með einum af stærstu stjörnum Svíþjóðar. Hann kom og fór eins og honum sýndist á tökustað, oft í vímu, drukkinn eða timbraður. Allt teymið beið eftir honum, klukkutímum og dögunum saman. Þegar hann loks lét sjá sig snerist allt um að halda honum í góðu skapi. Við áttum nokkrar viðkvæmar senur saman. Hann kunni aldrei textann sinn þannig að umsjónarmaður handrits þurfti að lesa þær fyrst, það var nær ómögulegt að klára verkið. Einn dag tók hann mig til hliðar. Hann sagði að ég hlyti að skilja að það væri ómögulegt fyrir hann að muna textann sinn þegar ég væri svo ótrúlega heit og allt sem hann gæti hugsað um var hvernig ég liti út nakin og hvað hann vildi gera við mig,“ segir önnur kona. Aðrar sögur lýsa kynferðislegri áreitni, reiðiköstum, einelti, hótunum og öðrum atvikum þar sem karlkyns samstarfsmenn fróuðu sér, sýndu á sér kynfærin eða létu kvenkyns meðleikkonur snerta sig. „Við þegjum ekki lengur,“ segja þær sem skrifa undir. „Við munum láta fólk axla ábyrgð og leyfa réttarkerfinu að vinna sitt verk í þeim tilvikum þar sem þess er þörf. Við munum skila skömminni til þeirra sem eiga hana skilið – til gerenda og þeirra sem verja þá.“ Ríkisstjórnin krefst breytinga Alice Bah Kuhnke, menningarmálaráðherra Svíþjóðar, hélt neyðarfund með yfirmönnum stærstu leikhúsa Svíþjóðar í gær. „Ég gerði þeim það ljóst hve alvarlega ríkisstjórnin lítur á þetta mál. Við krefjumst breytinga,“ sagði Kuhnke í viðtali við SvD eftir fundinn. „Ég var hneyksluð, fylltist viðbjóð og reiði,“ sagði Kuhnke aðspurð hvernig sögur kvennanna höfðu snert við henni. Þessar tæpu 600 leikkonur bætast í hóp kvenna sem hafa tjáð sig um kynferðislega áreitni í skemmtanabransanum að undanförnu. Hver karlmaðurinn á fætur öðrum hefur verið sakaður um kynferðislega áreitni eftir að upp komst um brot framleiðandans Harvey Weinstein. Svíþjóð MeToo Bíó og sjónvarp Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Sjá meira
585 sænskar leikkonur hafa skrifað opið bréf þar sem þær lýsa reynslu sinni af kynferðislegu ofbeldi og áreitni af hálfu yfirmanna sinna og kollega. Upphaflega skrifuðu 456 leikkonur undir bréfið sem birtist í Svenska dagbladet, en nú er talan komin upp í 585 samkvæmt frétt á vef SvD. Alice Bah Kuhnke, menningarmálaráðherra Svíþjóðar, hefur kallað stjórnendur stærstu leikhúsa Svíþjóðar á neyðarfund vegna málsins. Meðal þeirra sem skrifa undir bréfið eru leikkonurnar Sofie Helin, sem Íslendingar ættu að kannast við úr þáttunum Brúin, Alexandra Rapaport, Helena Bergström, Lia Boysen og Lena Endre. Reyndu að komast inn í hótelherbergi Í bréfinu lýsa konurnar ýmiss konar ofbeldi sem þær hafa orðið fyrir allt frá áreitni til nauðgunar. Hvorki þolendur né gerendur eru nafngreindir. „Allt tökuliðið og leikararnir voru að gista á sama hóteli. Þegar ég sat ein seinna um kvöldið heyrði ég leikstjórann og leikarann sem lék eiginmann minn, tala um hver fengi mig fyrst. Ég varð hrædd og fór á herbergið mitt á fyrstu hæð. Allt kvöldið heyrði ég í þeim reyna að komast inn í herbergið mitt, bæði í gegnum hurðina og gluggann. Ég bað karlleikara, sem ég hafði aldrei hitt, að vernda mig. Hann gerði það og ég er honum ævinlega þakklát fyrir það,“ segir ein kona í nafnlausri frásögn. „Ég var í tökum með einum af stærstu stjörnum Svíþjóðar. Hann kom og fór eins og honum sýndist á tökustað, oft í vímu, drukkinn eða timbraður. Allt teymið beið eftir honum, klukkutímum og dögunum saman. Þegar hann loks lét sjá sig snerist allt um að halda honum í góðu skapi. Við áttum nokkrar viðkvæmar senur saman. Hann kunni aldrei textann sinn þannig að umsjónarmaður handrits þurfti að lesa þær fyrst, það var nær ómögulegt að klára verkið. Einn dag tók hann mig til hliðar. Hann sagði að ég hlyti að skilja að það væri ómögulegt fyrir hann að muna textann sinn þegar ég væri svo ótrúlega heit og allt sem hann gæti hugsað um var hvernig ég liti út nakin og hvað hann vildi gera við mig,“ segir önnur kona. Aðrar sögur lýsa kynferðislegri áreitni, reiðiköstum, einelti, hótunum og öðrum atvikum þar sem karlkyns samstarfsmenn fróuðu sér, sýndu á sér kynfærin eða létu kvenkyns meðleikkonur snerta sig. „Við þegjum ekki lengur,“ segja þær sem skrifa undir. „Við munum láta fólk axla ábyrgð og leyfa réttarkerfinu að vinna sitt verk í þeim tilvikum þar sem þess er þörf. Við munum skila skömminni til þeirra sem eiga hana skilið – til gerenda og þeirra sem verja þá.“ Ríkisstjórnin krefst breytinga Alice Bah Kuhnke, menningarmálaráðherra Svíþjóðar, hélt neyðarfund með yfirmönnum stærstu leikhúsa Svíþjóðar í gær. „Ég gerði þeim það ljóst hve alvarlega ríkisstjórnin lítur á þetta mál. Við krefjumst breytinga,“ sagði Kuhnke í viðtali við SvD eftir fundinn. „Ég var hneyksluð, fylltist viðbjóð og reiði,“ sagði Kuhnke aðspurð hvernig sögur kvennanna höfðu snert við henni. Þessar tæpu 600 leikkonur bætast í hóp kvenna sem hafa tjáð sig um kynferðislega áreitni í skemmtanabransanum að undanförnu. Hver karlmaðurinn á fætur öðrum hefur verið sakaður um kynferðislega áreitni eftir að upp komst um brot framleiðandans Harvey Weinstein.
Svíþjóð MeToo Bíó og sjónvarp Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Sjá meira