Sport

Raisman segist hafa verið kynferðislega misnotuð af lækni landsliðsins

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Raisman hefur ákveðið að opna sig í von um að slík misnotkun eigi sér ekki aftur stað innan landsliðsins.
Raisman hefur ákveðið að opna sig í von um að slík misnotkun eigi sér ekki aftur stað innan landsliðsins. vísir/getty
Fyrirliði bandaríska kvennalandsliðsins í fimleikum, Aly Raisman, hefur bæst í hóp þeirra fimleikakvenna sem saka lækni landsliðsins, Lawrence G. Nassar, um kynferðislega misnotkun.

Raisman var fyrirliði landsliðsins sem vann til gullverðlauna á ÓL í London 2016 sem og í Ríó á síðasta ári.

Nassar er í fangelsi í Michigan í dag og ekki útlit fyrir að hann sleppi þaðan á næstunni. Yfir 100 konur hafa nefnilega ákveðið að fara í mál við hann út af kynferðislegri misnotkun. Hann var einnig gripinn með barnaklám í tölvunni sinni. Hann neitar öllum ásökunum.

„Þessi maður er skrímsli,“ sagði Bill Schuette, saksóknari í Michigan, um Nassar.

Konur sem hafa lent í klónum á Nassar eru enn að stíga fram og segja sína sögu eins og Raisman gerir í 60 Minutes sem í bók sem hún er að gefa út.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×