Erum að hugsa tvö til þrjú ár fram í tímann Henry Birgir Gunnarsson skrifar 14. nóvember 2017 06:00 Heimir Hallgrímsson nýtur lífsins í Katar. vísir/eyþór „Síðustu dagar hafa verið mjög góðir. Þessi ferð er blanda af afslöppun og að hrista hópinn saman á öðrum sviðum en fótbolta. Það hefur í raun allt heppnast þannig að ég held að það séu allir ánægðir með þetta,“ segir Heimir Hallgrímsson landsliðsþjálfari en á meðan mörg af stærstu landsliðum Evrópu berjast um sæti á HM er íslenska landsliðið að sleikja sólina í Katar og leika sér á sjóköttum og kameldýrum. Það er þó verið að spila fótbolta líka. Strákarnir eru þegar búnir að spila við Tékka og í dag spila þeir gegn heimamönnum í Katar. „Það er hart að dæma menn eftir leikinn gegn Tékkum því hann var erfiður á margan hátt. Við höfum samt notað nokkra punkta úr þeim leik til að búa okkur undir Katar-leikinn. Það verður allt öðruvísi leikur,“ segir Heimir en hvernig leik er hann að búast við?Gæti verið opinn leikur „Þetta gæti orðið opinn leikur. Katar er með léttleikandi og hraða leikmenn. Góðir með boltann og vilja taka menn á. Spila hratt með jörðinni. Við ætlum aftur á móti að skipta leiknum í tvennt og gera tvo mismunandi hluti. Við munum skipta mörgum inn í hálfleik. Við munum jafnvel vera með sitt hvora leikaðferðina í hvorum hálfleik.“ Heimir gaf það út fyrir ferðina að þessir leikir væru tækifæri fyrir þá sem hefðu minna spilað til þess að sanna sig. „Við viljum sjá alla spila og það munu allir fá einhvern tíma á vellinum. Það er líka jákvætt að sem flestir fái að spila til þess að auka breiddina og fleiri séu tilbúnir að stökkva inn. Það er tilgangurinn með þessu verkefni. Ekki endilega að ná í jákvæð úrslit,“ segir þjálfarinn sem hefur verið ánægður með framlag leikmanna á æfingum. „Við höfum getað æft marga praktíska hluti og við erum líka að hugsa lengra en til Rússlands. Erum að hugsa tvö til þrjú ár fram í tímann þar sem bíða mörg erfið og skemmtileg verkefni. Þá viljum við geta leitað í stóran og breiðan hóp.“Diego á ferðinni í sínum fyrsta landsleik.vísir/gettyNýtt að vera með leikmann sem talar ekki íslensku Á meðal leikmanna sem eru að fá tækifæri núna er spænski Íslendingurinn Diego Jóhannesson. „Strákarnir hafa tekið honum vel. Það er nýtt fyrir okkur að vera með leikmann sem talar ekki íslensku en allir okkar fundir fara eðlilega fram á íslensku. Svo verður að túlka það mikilvægasta fyrir hann eftir fundinn. Það verður gaman að sjá hvað hann hefur fram að færa í leiknum gegn Katar. Ég veit að það eru aðrir, sem hafa minna séð til hans, sem bíða spenntari. Þetta er strákur sem spilar í góðu liði í góðri deild og er fínasti leikmaður. Öðruvísi týpa en við erum með. Sérstaklega góður sóknarlega og það tekur tíma að slípa sig inn í varnarleik eins og við spilum,“ segir Heimir en hann ætlar að láta Gylfa Þór Sigurðsson spila í dag.Gylfi spilar líklega „Þeir sem komu ekki heilir heilsu eins og Aron og Alfreð eru allir að koma til. Þeir geta vonandi farið inn í byrjunarlið sinna liða eftir þetta verkefni. Ég er aftur á móti nokkuð viss um að Gylfi muni spila í þessum leik,“ segir landsliðsþjálfarinn léttur. HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur Handbolti „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Körfubolti Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Handbolti Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Enski boltinn Sonur Ronaldo spilaði fyrsta landsleikinn fyrir Portúgal Fótbolti Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Enski boltinn Dæmdur fyrir að keyra yfir eiginkonu sína eftir rifrildi um eldhúsinnréttingu Sport Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Enski boltinn Stólarnir klárir og vita hvað fór úrskeiðis í leik tvö: „Við misstum hausinn“ Körfubolti Fleiri fréttir Hákon Arnar kveður kollega sinn í framlíninu sem getur valið úr tilboðum Sampdoria fallið í C-deildina í fyrsta sinn Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Sonur Ronaldo spilaði fyrsta landsleikinn fyrir Portúgal Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn Stendur ekki steinn yfir steini hjá Orra-lausu Sociedad Þór komið áfram eftir öruggan sigur á Suðurlandi Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta Víðir og Reynir ekki í eina sæng Logi á leið í burtu en ekki til Freys Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Sonur Ancelottis orðaður við Rangers Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Uppbótartíminn: „Ég hef miklar áhyggjur af þeim“ Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Alonso tekur við Real fyrir HM félagsliða Þróttur skoraði sex og flaug áfram Valur marði Fram í framlengingu Íslendingaliðið sló óvænt stórlið Bodø/Glimt úr bikarnum Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Mikael Egill spilaði allan leikinn þegar Venezia komst upp úr fallsæti Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Ancelotti tekur við Brasilíu Fjölskylda Glódísar sá hana taka við meistaraskildinum Sjá meira
„Síðustu dagar hafa verið mjög góðir. Þessi ferð er blanda af afslöppun og að hrista hópinn saman á öðrum sviðum en fótbolta. Það hefur í raun allt heppnast þannig að ég held að það séu allir ánægðir með þetta,“ segir Heimir Hallgrímsson landsliðsþjálfari en á meðan mörg af stærstu landsliðum Evrópu berjast um sæti á HM er íslenska landsliðið að sleikja sólina í Katar og leika sér á sjóköttum og kameldýrum. Það er þó verið að spila fótbolta líka. Strákarnir eru þegar búnir að spila við Tékka og í dag spila þeir gegn heimamönnum í Katar. „Það er hart að dæma menn eftir leikinn gegn Tékkum því hann var erfiður á margan hátt. Við höfum samt notað nokkra punkta úr þeim leik til að búa okkur undir Katar-leikinn. Það verður allt öðruvísi leikur,“ segir Heimir en hvernig leik er hann að búast við?Gæti verið opinn leikur „Þetta gæti orðið opinn leikur. Katar er með léttleikandi og hraða leikmenn. Góðir með boltann og vilja taka menn á. Spila hratt með jörðinni. Við ætlum aftur á móti að skipta leiknum í tvennt og gera tvo mismunandi hluti. Við munum skipta mörgum inn í hálfleik. Við munum jafnvel vera með sitt hvora leikaðferðina í hvorum hálfleik.“ Heimir gaf það út fyrir ferðina að þessir leikir væru tækifæri fyrir þá sem hefðu minna spilað til þess að sanna sig. „Við viljum sjá alla spila og það munu allir fá einhvern tíma á vellinum. Það er líka jákvætt að sem flestir fái að spila til þess að auka breiddina og fleiri séu tilbúnir að stökkva inn. Það er tilgangurinn með þessu verkefni. Ekki endilega að ná í jákvæð úrslit,“ segir þjálfarinn sem hefur verið ánægður með framlag leikmanna á æfingum. „Við höfum getað æft marga praktíska hluti og við erum líka að hugsa lengra en til Rússlands. Erum að hugsa tvö til þrjú ár fram í tímann þar sem bíða mörg erfið og skemmtileg verkefni. Þá viljum við geta leitað í stóran og breiðan hóp.“Diego á ferðinni í sínum fyrsta landsleik.vísir/gettyNýtt að vera með leikmann sem talar ekki íslensku Á meðal leikmanna sem eru að fá tækifæri núna er spænski Íslendingurinn Diego Jóhannesson. „Strákarnir hafa tekið honum vel. Það er nýtt fyrir okkur að vera með leikmann sem talar ekki íslensku en allir okkar fundir fara eðlilega fram á íslensku. Svo verður að túlka það mikilvægasta fyrir hann eftir fundinn. Það verður gaman að sjá hvað hann hefur fram að færa í leiknum gegn Katar. Ég veit að það eru aðrir, sem hafa minna séð til hans, sem bíða spenntari. Þetta er strákur sem spilar í góðu liði í góðri deild og er fínasti leikmaður. Öðruvísi týpa en við erum með. Sérstaklega góður sóknarlega og það tekur tíma að slípa sig inn í varnarleik eins og við spilum,“ segir Heimir en hann ætlar að láta Gylfa Þór Sigurðsson spila í dag.Gylfi spilar líklega „Þeir sem komu ekki heilir heilsu eins og Aron og Alfreð eru allir að koma til. Þeir geta vonandi farið inn í byrjunarlið sinna liða eftir þetta verkefni. Ég er aftur á móti nokkuð viss um að Gylfi muni spila í þessum leik,“ segir landsliðsþjálfarinn léttur.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur Handbolti „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Körfubolti Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Handbolti Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Enski boltinn Sonur Ronaldo spilaði fyrsta landsleikinn fyrir Portúgal Fótbolti Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Enski boltinn Dæmdur fyrir að keyra yfir eiginkonu sína eftir rifrildi um eldhúsinnréttingu Sport Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Enski boltinn Stólarnir klárir og vita hvað fór úrskeiðis í leik tvö: „Við misstum hausinn“ Körfubolti Fleiri fréttir Hákon Arnar kveður kollega sinn í framlíninu sem getur valið úr tilboðum Sampdoria fallið í C-deildina í fyrsta sinn Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Sonur Ronaldo spilaði fyrsta landsleikinn fyrir Portúgal Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn Stendur ekki steinn yfir steini hjá Orra-lausu Sociedad Þór komið áfram eftir öruggan sigur á Suðurlandi Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta Víðir og Reynir ekki í eina sæng Logi á leið í burtu en ekki til Freys Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Sonur Ancelottis orðaður við Rangers Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Uppbótartíminn: „Ég hef miklar áhyggjur af þeim“ Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Alonso tekur við Real fyrir HM félagsliða Þróttur skoraði sex og flaug áfram Valur marði Fram í framlengingu Íslendingaliðið sló óvænt stórlið Bodø/Glimt úr bikarnum Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Mikael Egill spilaði allan leikinn þegar Venezia komst upp úr fallsæti Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Ancelotti tekur við Brasilíu Fjölskylda Glódísar sá hana taka við meistaraskildinum Sjá meira
Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast
Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn