„Yfirleitt erum við á svipaðri blaðsíðu“ Guðný Hrönn skrifar 14. nóvember 2017 17:15 Melkorka og Brynja feta í fótspor Kormáks og Skjaldar. VÍSIR/ANTON BRINK Vinirnir Kormákur Geirharðsson og Skjöldur Sigurjónsson hafa stundað viðskipti saman í áraraðir og rekið Herrafataverzlun Kormáks og Skjaldar og Ölstofu Kormáks og Skjaldar. Þegar Kormákur mætir á svæðið er Skjöldur aldrei langt undan. Og nú hafa dætur þeirra, Brynja Skjaldardóttir og Melkorka Kormáksdóttir, tekið við keflinu og reka saman Kvenfataverzlun Kormáks og Skjaldar. Spurðar út í hvort þær séu jafn gott teymi og feður þeirra eru segir Brynja: „Þeir eru náttúrulega búnir að vinna saman í meira en 20 ár og vera vinir frá því áður en Melkorka fæddist, svo við erum kannski ekki alveg jafn vel smurð vél og þeir. En við höfum báðar svipaða eiginleika og þeir, þannig við bætum hvor aðra upp á svipaðan hátt og þeir. Ég myndi segja að það sé mjög gott að vinna með Melkorku, hún er frekar fín pía.“ Melkorka tekur undir með Brynju. „Auðvitað hafa þeir þekkst mun lengur en við Brynja.“„Að auki er örlítill aldurs- og reynslumunur á milli okkar en við náum að balansera hvor aðra frekar vel og mér finnst samstarfið hingað til hafa verið rosa gott.“ Þær eru sammála um að þær hafi svipaðar hugmyndir hvað rekstur varðar. „Já, yfirleitt erum við á svipaðri blaðsíðu,“ segir Brynja sem lærði fatahönnun í París og New York. Melkorka útskrifaðist af listdansbraut í MH og fór svo á flakk í hálft ár. Síðan þá hefur hún staðið vaktina í Kormáki og Skildi á Skólavörðustíg. Aðspurðar hvort það hafi alltaf verið planið að feta í fótspor feðra sinna, segir Brynja: „Já og nei, ég vann á Ölstofunni þegar ég var nýútskrifuð úr menntaskóla og tók alltaf jólatarnirnar í herrafataversluninni áður en ég flutti til Parísar. Þegar ég fór í fatahönnun hugsaði ég alltaf að það gæti verið gaman að gera eitthvað skemmtilegt með pabba, en það var ekkert sem ég stefndi beint að. Þetta gerðist bara. Eftir námið fór ég að vinna sem stílisti í New York og ætlaði ekkert að koma heim. En síðan kom ég heim í jólafrí um síðustu jól og ákvað þá að taka vaktir í búðinni. Út frá því fórum við pabbi að tala saman um búðina þegar ég kom heim eftir vaktir. Mér fannst búðin helst til lítil til að vera með föt fyrir bæði kynin, þar að auki er herrafataverslunin gríðarstór, þannig að ég stakk upp á því að breyta henni í kvenfataverslun. Pabbi stakk þá upp á því að ég kæmi heim og hjálpaði til. Ég var orðin þreytt á New York og saknaði fjölskyldunnar, þannig að ég ákvað að slá til.“ Nú hafa þær breytt búðinni alfarið í kvenfataverslun. Melkorka hefur svipaða sögu að segja. „Ég tók alltaf jólatörn hjá þeim frá því ég var á fyrsta ári í menntaskóla og þangað til að ég varð tvítug. Tæplega hálfu ári seinna opnuðu þeir búðina á Skólavörðustíg og báðu mig um að vinna þar. Það var aldrei í planinu að fara vinna hjá þeim fulla vinnu en ég er glöð að ég gerði það. Þetta er búið að vera skemmtilegt ævintýri að breyta versluninni í Kvenfataverzlun Kormáks og Skjaldar.“ Tíska og hönnun Mest lesið Lög sem mönnum yrði slaufað fyrir í dag Tónlist Dönsku keppendurnir hafi hætt að abbast upp á hana eftir samtalið Lífið Kessler-tvíburarnir fengu aðstoð við að deyja Lífið Tárvotir endurfundir sögulegra feðga Lífið Von á þriðju stúlkunni: „Brotnaði um stund við fregnirnar“ Lífið Ragnheiður Guðfinna og Hjörtur að hittast Lífið Síðasta púslið væntanlegt í maí Lífið Sérhönnuð krem frá O´Keeffe´s fyrir þurra og sprungna húð Lífið kynningar Stjörnulífið: Kvaddi kollvikin í Istanbúl Lífið Seld sú hugmynd að grannur líkami sé það eina sem er aðlaðandi Lífið Fleiri fréttir Kessler-tvíburarnir fengu aðstoð við að deyja Tárvotir endurfundir sögulegra feðga Síðasta púslið væntanlegt í maí Dönsku keppendurnir hafi hætt að abbast upp á hana eftir samtalið Banastuð í bókateiti breska sendiráðsins Ísadóra á lista svölustu stelpna Bretlands „Loksins fékk drengurinn okkar nafnið sitt“ Von á þriðju stúlkunni: „Brotnaði um stund við fregnirnar“ Ragnheiður Guðfinna og Hjörtur að hittast Hefði getað blindast ef æxlið hefði ekki uppgötvast Labubu-fígúran mætir á hvíta tjaldið Íslenskur læknanemi keppir til úrslita í Bakaraslagnum Óða boðflennan fangelsuð Stjörnulífið: Kvaddi kollvikin í Istanbúl „Peningar hafa þann eiginleika að hafa vald yfir okkur“ Auglýsir eftir eiganda poka með hvítu dufti Langar að prófa „anal“ en er stressuð Birti gamalt bréf til Guðna: „Íslanzka mín er ekki gott“ Grey's Anatomy stjarna með krabbamein Þegar allt sauð upp úr „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Krakkatían: Skrekkur, Hamlet og höfuðborgir Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Litlu munaði að þyrlan þyrfti að nauðlenda „Fólk hló og grét til skiptis“ Fréttatía vikunnar: Staða íslenskunnar, ríkislögreglustjóri og formannskjör Tíu stellingar sem örva G-blettinn Sjá meira
Vinirnir Kormákur Geirharðsson og Skjöldur Sigurjónsson hafa stundað viðskipti saman í áraraðir og rekið Herrafataverzlun Kormáks og Skjaldar og Ölstofu Kormáks og Skjaldar. Þegar Kormákur mætir á svæðið er Skjöldur aldrei langt undan. Og nú hafa dætur þeirra, Brynja Skjaldardóttir og Melkorka Kormáksdóttir, tekið við keflinu og reka saman Kvenfataverzlun Kormáks og Skjaldar. Spurðar út í hvort þær séu jafn gott teymi og feður þeirra eru segir Brynja: „Þeir eru náttúrulega búnir að vinna saman í meira en 20 ár og vera vinir frá því áður en Melkorka fæddist, svo við erum kannski ekki alveg jafn vel smurð vél og þeir. En við höfum báðar svipaða eiginleika og þeir, þannig við bætum hvor aðra upp á svipaðan hátt og þeir. Ég myndi segja að það sé mjög gott að vinna með Melkorku, hún er frekar fín pía.“ Melkorka tekur undir með Brynju. „Auðvitað hafa þeir þekkst mun lengur en við Brynja.“„Að auki er örlítill aldurs- og reynslumunur á milli okkar en við náum að balansera hvor aðra frekar vel og mér finnst samstarfið hingað til hafa verið rosa gott.“ Þær eru sammála um að þær hafi svipaðar hugmyndir hvað rekstur varðar. „Já, yfirleitt erum við á svipaðri blaðsíðu,“ segir Brynja sem lærði fatahönnun í París og New York. Melkorka útskrifaðist af listdansbraut í MH og fór svo á flakk í hálft ár. Síðan þá hefur hún staðið vaktina í Kormáki og Skildi á Skólavörðustíg. Aðspurðar hvort það hafi alltaf verið planið að feta í fótspor feðra sinna, segir Brynja: „Já og nei, ég vann á Ölstofunni þegar ég var nýútskrifuð úr menntaskóla og tók alltaf jólatarnirnar í herrafataversluninni áður en ég flutti til Parísar. Þegar ég fór í fatahönnun hugsaði ég alltaf að það gæti verið gaman að gera eitthvað skemmtilegt með pabba, en það var ekkert sem ég stefndi beint að. Þetta gerðist bara. Eftir námið fór ég að vinna sem stílisti í New York og ætlaði ekkert að koma heim. En síðan kom ég heim í jólafrí um síðustu jól og ákvað þá að taka vaktir í búðinni. Út frá því fórum við pabbi að tala saman um búðina þegar ég kom heim eftir vaktir. Mér fannst búðin helst til lítil til að vera með föt fyrir bæði kynin, þar að auki er herrafataverslunin gríðarstór, þannig að ég stakk upp á því að breyta henni í kvenfataverslun. Pabbi stakk þá upp á því að ég kæmi heim og hjálpaði til. Ég var orðin þreytt á New York og saknaði fjölskyldunnar, þannig að ég ákvað að slá til.“ Nú hafa þær breytt búðinni alfarið í kvenfataverslun. Melkorka hefur svipaða sögu að segja. „Ég tók alltaf jólatörn hjá þeim frá því ég var á fyrsta ári í menntaskóla og þangað til að ég varð tvítug. Tæplega hálfu ári seinna opnuðu þeir búðina á Skólavörðustíg og báðu mig um að vinna þar. Það var aldrei í planinu að fara vinna hjá þeim fulla vinnu en ég er glöð að ég gerði það. Þetta er búið að vera skemmtilegt ævintýri að breyta versluninni í Kvenfataverzlun Kormáks og Skjaldar.“
Tíska og hönnun Mest lesið Lög sem mönnum yrði slaufað fyrir í dag Tónlist Dönsku keppendurnir hafi hætt að abbast upp á hana eftir samtalið Lífið Kessler-tvíburarnir fengu aðstoð við að deyja Lífið Tárvotir endurfundir sögulegra feðga Lífið Von á þriðju stúlkunni: „Brotnaði um stund við fregnirnar“ Lífið Ragnheiður Guðfinna og Hjörtur að hittast Lífið Síðasta púslið væntanlegt í maí Lífið Sérhönnuð krem frá O´Keeffe´s fyrir þurra og sprungna húð Lífið kynningar Stjörnulífið: Kvaddi kollvikin í Istanbúl Lífið Seld sú hugmynd að grannur líkami sé það eina sem er aðlaðandi Lífið Fleiri fréttir Kessler-tvíburarnir fengu aðstoð við að deyja Tárvotir endurfundir sögulegra feðga Síðasta púslið væntanlegt í maí Dönsku keppendurnir hafi hætt að abbast upp á hana eftir samtalið Banastuð í bókateiti breska sendiráðsins Ísadóra á lista svölustu stelpna Bretlands „Loksins fékk drengurinn okkar nafnið sitt“ Von á þriðju stúlkunni: „Brotnaði um stund við fregnirnar“ Ragnheiður Guðfinna og Hjörtur að hittast Hefði getað blindast ef æxlið hefði ekki uppgötvast Labubu-fígúran mætir á hvíta tjaldið Íslenskur læknanemi keppir til úrslita í Bakaraslagnum Óða boðflennan fangelsuð Stjörnulífið: Kvaddi kollvikin í Istanbúl „Peningar hafa þann eiginleika að hafa vald yfir okkur“ Auglýsir eftir eiganda poka með hvítu dufti Langar að prófa „anal“ en er stressuð Birti gamalt bréf til Guðna: „Íslanzka mín er ekki gott“ Grey's Anatomy stjarna með krabbamein Þegar allt sauð upp úr „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Krakkatían: Skrekkur, Hamlet og höfuðborgir Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Litlu munaði að þyrlan þyrfti að nauðlenda „Fólk hló og grét til skiptis“ Fréttatía vikunnar: Staða íslenskunnar, ríkislögreglustjóri og formannskjör Tíu stellingar sem örva G-blettinn Sjá meira