Gerði aðventukrans í stíl við bílinn Ásta Hrafnhildur Garðarsdóttir skrifar 18. nóvember 2017 11:00 Ólafur Stephensen framkvæmdastjóri í Blómavali að kanna hráefni í næsta aðventukrans. Visir/Antonbrink Aðventan er í huga margra rómantískur tími en jafnframt tími hefða. Fyrsta sunnudag í aðventu ber upp á sunnudaginn 3. desember, aðventan hefst því nokkuð seint í ár. Aðventukransagerð er að margra mati ómissandi hluti af tilverunni á þessum tíma og sumir hafa sterkar skoðanir á því hvernig kransinn eigi að líta út. Útlit þeirra er ekki óháð tískusveiflum frekar en annað. Á tímabili var í tísku að vera með könglakransa eða einungis kerti á bakka með einhverju skrautlegu í stíl en í huga margra er hinn hefðbundni grenikrans sá eini rétti – helst heimagerður.„Ég er enn að melta það hvernig krans ég geri í ár,“ segir Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda, en hann er einn þeirra sem halda fast í þá hefð að gera sinn eigin krans á aðventu. „Ég hef gert minn eigin krans frá því að ég flutti úr foreldrahúsum. Ég vil gera þetta eins og mamma gerði, ég vef hann sjálfur og nota þrjár gerðir af greinum og fjóra klasa af kúlum. Einfaldleikinn er ríkjandi hjá mér, sjaldnast eitthvert dúllerí, mamma var bara með greni en ég skreyti minn aðeins. Fyrir tveimur árum var ég með krans sem ég föndraði inni í bílskúr og svo áttaði ég mig á því þegar ég var búinn með hann að hann var í litasjetteringu við fjölskyldubílinn. Það var skemmtileg tilviljun en ég fór hefðbundnari leið í fyrra. Var með há hvít kerti og rauð ber en plaststjaka og það endaði ekki vel því á aðfangadag kviknaði í kransinum.“ Á hverju ári er varað við eldhættu þegar kertaskreytingar fylla stofur landsmanna, það er greinilega aldrei of varlega farið. „Ég fer praktísku leiðina í þetta sinn, held mig við eldhelda kramarhúsastjaka sem ég hef oft verið með áður og skipti út sprittkertum eftir þörfum.“ Margir eiga ljúfar æskuminningar um notalega fjölskyldustund þegar kveikt var á aðventukertunum. „Eftir að börnin mín urðu eldri er viðhöfnin minni, en þegar þau voru yngri var oft lesin einhver viðeigandi saga þegar kveikt var á kertinu.“ Föndur Jól Mest lesið Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Lífið Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Lífið Tók tíu klukkustundir að komast í búninginn Lífið Dagur Sig genginn í það heilaga Lífið Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Lífið Tchéky Karyo látinn Lífið „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Lífið Krakkatían: Dóra landkönnuður, Neyðarlínan og „borgin eilífa“ Lífið Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Tíska og hönnun Fleiri fréttir Spenna á rafíþróttaæfingu fyrir eldri borgara Dagur Sig genginn í það heilaga Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Tók tíu klukkustundir að komast í búninginn Krakkatían: Dóra landkönnuður, Neyðarlínan og „borgin eilífa“ Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Tchéky Karyo látinn Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Heillandi raðhús Evu Maríu og Trausta til sölu Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Fresta hrekkjavöku til að tryggja öryggi lítilla skrímsla Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Atli Steinn fann ástina á ný „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Már Gunnars genginn út Verk Þórdísar Erlu munu prýða auglýsingaskilti borgarinnar Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Hvenær má byrja að spila jólalög? Stílhrein og stílíseruð útsýnisíbúð við Heiðmörk Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Ótrúlegur bílskúr Hönnu Rúnar: „Hvar ertu?“ Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Sviti, mjólk og hóstakast eftir að hafa manað hvor annan Yfir 170 góðgerðafélög hlutu styrk í áheitasöfnun Reykjavíkurmaraþons Sigurjón og Sóley gjörbreyttu eldhúsinu með einstakri útkomu „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Sjá meira
Aðventan er í huga margra rómantískur tími en jafnframt tími hefða. Fyrsta sunnudag í aðventu ber upp á sunnudaginn 3. desember, aðventan hefst því nokkuð seint í ár. Aðventukransagerð er að margra mati ómissandi hluti af tilverunni á þessum tíma og sumir hafa sterkar skoðanir á því hvernig kransinn eigi að líta út. Útlit þeirra er ekki óháð tískusveiflum frekar en annað. Á tímabili var í tísku að vera með könglakransa eða einungis kerti á bakka með einhverju skrautlegu í stíl en í huga margra er hinn hefðbundni grenikrans sá eini rétti – helst heimagerður.„Ég er enn að melta það hvernig krans ég geri í ár,“ segir Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda, en hann er einn þeirra sem halda fast í þá hefð að gera sinn eigin krans á aðventu. „Ég hef gert minn eigin krans frá því að ég flutti úr foreldrahúsum. Ég vil gera þetta eins og mamma gerði, ég vef hann sjálfur og nota þrjár gerðir af greinum og fjóra klasa af kúlum. Einfaldleikinn er ríkjandi hjá mér, sjaldnast eitthvert dúllerí, mamma var bara með greni en ég skreyti minn aðeins. Fyrir tveimur árum var ég með krans sem ég föndraði inni í bílskúr og svo áttaði ég mig á því þegar ég var búinn með hann að hann var í litasjetteringu við fjölskyldubílinn. Það var skemmtileg tilviljun en ég fór hefðbundnari leið í fyrra. Var með há hvít kerti og rauð ber en plaststjaka og það endaði ekki vel því á aðfangadag kviknaði í kransinum.“ Á hverju ári er varað við eldhættu þegar kertaskreytingar fylla stofur landsmanna, það er greinilega aldrei of varlega farið. „Ég fer praktísku leiðina í þetta sinn, held mig við eldhelda kramarhúsastjaka sem ég hef oft verið með áður og skipti út sprittkertum eftir þörfum.“ Margir eiga ljúfar æskuminningar um notalega fjölskyldustund þegar kveikt var á aðventukertunum. „Eftir að börnin mín urðu eldri er viðhöfnin minni, en þegar þau voru yngri var oft lesin einhver viðeigandi saga þegar kveikt var á kertinu.“
Föndur Jól Mest lesið Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Lífið Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Lífið Tók tíu klukkustundir að komast í búninginn Lífið Dagur Sig genginn í það heilaga Lífið Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Lífið Tchéky Karyo látinn Lífið „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Lífið Krakkatían: Dóra landkönnuður, Neyðarlínan og „borgin eilífa“ Lífið Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Tíska og hönnun Fleiri fréttir Spenna á rafíþróttaæfingu fyrir eldri borgara Dagur Sig genginn í það heilaga Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Tók tíu klukkustundir að komast í búninginn Krakkatían: Dóra landkönnuður, Neyðarlínan og „borgin eilífa“ Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Tchéky Karyo látinn Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Heillandi raðhús Evu Maríu og Trausta til sölu Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Fresta hrekkjavöku til að tryggja öryggi lítilla skrímsla Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Atli Steinn fann ástina á ný „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Már Gunnars genginn út Verk Þórdísar Erlu munu prýða auglýsingaskilti borgarinnar Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Hvenær má byrja að spila jólalög? Stílhrein og stílíseruð útsýnisíbúð við Heiðmörk Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Ótrúlegur bílskúr Hönnu Rúnar: „Hvar ertu?“ Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Sviti, mjólk og hóstakast eftir að hafa manað hvor annan Yfir 170 góðgerðafélög hlutu styrk í áheitasöfnun Reykjavíkurmaraþons Sigurjón og Sóley gjörbreyttu eldhúsinu með einstakri útkomu „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Sjá meira