Símtal Geirs H. Haarde og Davíðs Oddssonar opinberað: „Ég býst við því að við fáum þessa peninga ekki til baka“ Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 18. nóvember 2017 08:00 Geir H. Haarde og Davíð Oddsson Endurrit af símtali Geirs H. Haarde og Davíðs Oddssonar frá 6. október 2008, daginn sem neyðarlögin voru sett, er birt í heild sinni í Morgunblaðinu í dag. Í þessu símtali ræddu Davíð, þáverandi seðlabankastjóri og Geir, þáverandi forsætisráðherra um örlög bankakerfisins. Símtalið var tekið upp af Seðlabankanum en lengi hefur verið kallað eftir opinberun þess. Í símtalinu segir Davíð meðal annars að Seðlabankinn geti „skrapað saman 500 milljónir evra,“ til að fleyta Kaupþingi áfram í nokkra daga. Segir hann jafnframt að þá væri Seðlabankinn kominn inn að beini og gæti ekki hjálpað Landsbankanum líka. Geir spyr þá hvort ákvörðunin muni leiða til gjaldþrots Landsbankans og svarar þá Davíð: „Já, þá myndi hann fara á hausinn í dag væntanlega.“ Í kjölfarið ræddu þeir að Glitnir færi líklega í gjaldþrot degi síðar. Davíð segir í símtalinu að 500 milljón evra lánið yrði ekki endurgreitt af bankanum. „Ég býst við því að við fáum þessa peninga ekki til baka. Þeir segja að þeir muni borga okkur eftir fjóra fimm daga en ég held að það séu ósannindi eða við skulum segja óskhyggja.“ Þeir virtust sammála um að þetta lán yrði ekki veitt nema með ýtrustu veðum. Það kemur fram í símtalinu að búið hafi verið að leita til danskra banka en ekki komið svar við því. Davíð segir: „Við erum að fara alveg niður að rassgati og ætlum meir að segja að draga á Danina, sem ég talaði við í gær og sagði að við myndum ekki gera.“ Ræða þeir um að kynna þetta fyrir Fjármálaeftirlitinu og formönnum stjórnmálaflokkanna og hversu einlægir menn eigi að vera. Þá segir Geir að hann hafi sagt þeim þetta allt, og ætli að segja að þetta sé samtal í fyllstu einlægni um alvarlegustu vandamál sem hafa komið upp í þjóðfélaginu, að hann treysti þeim til að fara ekki með það. Ræddu þeir svo að lögin yrðu að lögum um sjöleytið. Sagði Geir þá: „Ég er búinn að undirbúa það að þetta geti fengið hraða afgreiðslu.“ Seðlabanki Íslands lánaði Kaupþingi 500 milljónir evra 6. október 2008. Kaupþing hrundi tveimur dögum síðar og Fjármálaeftirlitið tók yfir rekstur þess þann 9. október 2008. Seðlabankinn tapaði um 35 milljörðum á láninu. Endurrit símtalsins má lesa í heild sinni á vef MBL. Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Innlent Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Innlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Innlent Af hverju langar Trump í Grænland? Erlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Innlent Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Innlent Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Innlent Fleiri fréttir Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Eyddu tundurduflinu á botni Eyjafjarðar Gæsluvarðhald vegna stunguárásar framlengt 333 veðurviðvaranir gefnar út á nýliðnu ári Sárt að vera sakaður um að maka krókinn á ósiðlegan hátt Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Bein útsending: Útför Egils Þórs Jónssonar Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Efla vöktun við Ljósufjöll vegna jarðhræringa Gagnrýna aðbúnað í hjólhýsabyggðinni á Höfðanum Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Kettlingur í Reykjavík greindur með H5N5 Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Skjálftar við Grjótárvatn og Bárðarbungu Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Stefnir ríkinu vegna plastbarkamálsins „Hann kom víða við og snerti marga“ Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis „Þetta er sannarlega mikill heiður“ Innri endurskoðun tekur ferlíkið við Álfabakka fyrir Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Sjá meira
Endurrit af símtali Geirs H. Haarde og Davíðs Oddssonar frá 6. október 2008, daginn sem neyðarlögin voru sett, er birt í heild sinni í Morgunblaðinu í dag. Í þessu símtali ræddu Davíð, þáverandi seðlabankastjóri og Geir, þáverandi forsætisráðherra um örlög bankakerfisins. Símtalið var tekið upp af Seðlabankanum en lengi hefur verið kallað eftir opinberun þess. Í símtalinu segir Davíð meðal annars að Seðlabankinn geti „skrapað saman 500 milljónir evra,“ til að fleyta Kaupþingi áfram í nokkra daga. Segir hann jafnframt að þá væri Seðlabankinn kominn inn að beini og gæti ekki hjálpað Landsbankanum líka. Geir spyr þá hvort ákvörðunin muni leiða til gjaldþrots Landsbankans og svarar þá Davíð: „Já, þá myndi hann fara á hausinn í dag væntanlega.“ Í kjölfarið ræddu þeir að Glitnir færi líklega í gjaldþrot degi síðar. Davíð segir í símtalinu að 500 milljón evra lánið yrði ekki endurgreitt af bankanum. „Ég býst við því að við fáum þessa peninga ekki til baka. Þeir segja að þeir muni borga okkur eftir fjóra fimm daga en ég held að það séu ósannindi eða við skulum segja óskhyggja.“ Þeir virtust sammála um að þetta lán yrði ekki veitt nema með ýtrustu veðum. Það kemur fram í símtalinu að búið hafi verið að leita til danskra banka en ekki komið svar við því. Davíð segir: „Við erum að fara alveg niður að rassgati og ætlum meir að segja að draga á Danina, sem ég talaði við í gær og sagði að við myndum ekki gera.“ Ræða þeir um að kynna þetta fyrir Fjármálaeftirlitinu og formönnum stjórnmálaflokkanna og hversu einlægir menn eigi að vera. Þá segir Geir að hann hafi sagt þeim þetta allt, og ætli að segja að þetta sé samtal í fyllstu einlægni um alvarlegustu vandamál sem hafa komið upp í þjóðfélaginu, að hann treysti þeim til að fara ekki með það. Ræddu þeir svo að lögin yrðu að lögum um sjöleytið. Sagði Geir þá: „Ég er búinn að undirbúa það að þetta geti fengið hraða afgreiðslu.“ Seðlabanki Íslands lánaði Kaupþingi 500 milljónir evra 6. október 2008. Kaupþing hrundi tveimur dögum síðar og Fjármálaeftirlitið tók yfir rekstur þess þann 9. október 2008. Seðlabankinn tapaði um 35 milljörðum á láninu. Endurrit símtalsins má lesa í heild sinni á vef MBL.
Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Innlent Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Innlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Innlent Af hverju langar Trump í Grænland? Erlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Innlent Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Innlent Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Innlent Fleiri fréttir Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Eyddu tundurduflinu á botni Eyjafjarðar Gæsluvarðhald vegna stunguárásar framlengt 333 veðurviðvaranir gefnar út á nýliðnu ári Sárt að vera sakaður um að maka krókinn á ósiðlegan hátt Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Bein útsending: Útför Egils Þórs Jónssonar Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Efla vöktun við Ljósufjöll vegna jarðhræringa Gagnrýna aðbúnað í hjólhýsabyggðinni á Höfðanum Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Kettlingur í Reykjavík greindur með H5N5 Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Skjálftar við Grjótárvatn og Bárðarbungu Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Stefnir ríkinu vegna plastbarkamálsins „Hann kom víða við og snerti marga“ Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis „Þetta er sannarlega mikill heiður“ Innri endurskoðun tekur ferlíkið við Álfabakka fyrir Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Sjá meira