Ólafía Þórunn missti flugið á seinni níu Kristinn Páll Teitsson skrifar 18. nóvember 2017 19:00 Ólafía Þórunn Kristinsdóttir er örugg með þátttökurétt á LPGA-mótaröðinni á næsta ári. vísir/getty Ólafía Þórunn Kristinsdóttir úr GR, átti misjafnan dag á þriðja degi CME-mótsins sem er lokamót LPGA-mótaraðarinnar á þessu tímabili en eftir fína spilamennsku framan af komu fjórir skollar á seinni níu holunum. Ólafía er þegar þetta er skrifað í 60-64. sæti þegar þónokkrir kylfingar eiga eftir að ljúka leik en lokadagur þessa síðasta móts ársins á LPGA-mótaröðinni fer fram á morgun. Ólafía sem hóf þriðja hring á tíundu flöt var að slá vel og langt af teig í dag en innáhöggin og púttin voru að stríða henni. Það kom hinsvegar ekki að sök framan af þar sem hún fékk par á öllum holunum á fyrri níu og var á parinu þegar hringurinn var hálfnaður. Eftir tíunda parið í röð komu tveir skollar á þremur holum og var Ólafía skyndilega komin tveimur höggum yfir parið. Þrjú pör fylgdu því áður en þriðji skollinn leit dagsins ljós á áttundu braut, næst síðustu holu dagsins hjá henni. Hún lauk svo leik á skolla á níundu braut vallarins en þetta var þriðja skiptið í röð sem Ólafía fær skolla á þessari braut sem hefur reynst henni erfið. Hún var líkt og fyrri dagana að slá vel af teig og slá töluvert lengra en á fyrsta degi en hún púttaði 33 sinnum í dag, 5 sinnum oftar en á fyrsta hring. Hún fær tækifæri til að svara fyrir þetta á lokadegi mótsins á morgun en hún vill eflaust bæta upp fyrir spilamennsku dagsins á síðasta hring hennar á þessari sterkustu mótaröð heims á þessu ári. Hún þarf þó ekki að örvænta en eins og áður hefur komið fram á Vísi hefur hún þegar tryggt sér fullan þátttökurétt á mótaröðinni á næsta ári eftir gott nýliðaár á þessari sterkustu mótaröð heims.
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir úr GR, átti misjafnan dag á þriðja degi CME-mótsins sem er lokamót LPGA-mótaraðarinnar á þessu tímabili en eftir fína spilamennsku framan af komu fjórir skollar á seinni níu holunum. Ólafía er þegar þetta er skrifað í 60-64. sæti þegar þónokkrir kylfingar eiga eftir að ljúka leik en lokadagur þessa síðasta móts ársins á LPGA-mótaröðinni fer fram á morgun. Ólafía sem hóf þriðja hring á tíundu flöt var að slá vel og langt af teig í dag en innáhöggin og púttin voru að stríða henni. Það kom hinsvegar ekki að sök framan af þar sem hún fékk par á öllum holunum á fyrri níu og var á parinu þegar hringurinn var hálfnaður. Eftir tíunda parið í röð komu tveir skollar á þremur holum og var Ólafía skyndilega komin tveimur höggum yfir parið. Þrjú pör fylgdu því áður en þriðji skollinn leit dagsins ljós á áttundu braut, næst síðustu holu dagsins hjá henni. Hún lauk svo leik á skolla á níundu braut vallarins en þetta var þriðja skiptið í röð sem Ólafía fær skolla á þessari braut sem hefur reynst henni erfið. Hún var líkt og fyrri dagana að slá vel af teig og slá töluvert lengra en á fyrsta degi en hún púttaði 33 sinnum í dag, 5 sinnum oftar en á fyrsta hring. Hún fær tækifæri til að svara fyrir þetta á lokadegi mótsins á morgun en hún vill eflaust bæta upp fyrir spilamennsku dagsins á síðasta hring hennar á þessari sterkustu mótaröð heims á þessu ári. Hún þarf þó ekki að örvænta en eins og áður hefur komið fram á Vísi hefur hún þegar tryggt sér fullan þátttökurétt á mótaröðinni á næsta ári eftir gott nýliðaár á þessari sterkustu mótaröð heims.
Golf Mest lesið Í beinni: Ísland - Tyrkland | Strákarnir geta tryggt sig inn á EM Körfubolti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Enski boltinn Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Handbolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Fleiri fréttir Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Gunnlaugur í besta sæti Íslendings Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Sjá meira