Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir og stöllur í Vålerenga mættu Avaldsnes í úrslitum norsku bikarkeppninnar í dag.
Elise Thorsnes skoraði eina mark leiksins strax á upphafsmínútunum og tryggði Avaldsnes sinn fyrsta bikarmeistaratitil.
Vålerenga var nálægt því að jafna leikinn á ótrúlegan hátt er markvörður Avaldsnes, Katlynn Fraine, missti boltann í slánna. Hún slapp þó með skrekkinn.
Miðað við einkunnagjöf norska blaðsins VG þá var leikurinn ekki upp á marka fiska, en aðeins einn leikmaður fékk hærra en sex í einkunn, Cecilie Pedersen hjá Avaldsnes fékk 7.
Gunnhildur Yrsa hlaut 5 í einkunnagjöf norksa blaðsins.
Fótbolti