Stöðug spilamennska hjá Ólafíu á lokahring tímabilsins Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 19. nóvember 2017 20:00 Ólafía lék á pari vallarins í dag. vísir/getty Ólafía Þórunn Kristinsdóttir hefur lokið leik á CME Group Tour Championship, lokamóti tímabilsins á LPGA-mótaröðinni sem fer fram í Flórída. Ólafía náði sér mun betur á strik en í gær og spilamennska hennar var mjög stöðug í dag. Hún lék á parinu og endaði á samtals fjórum höggum yfir pari. Hún er, þegar þetta er skrifað, í 59.-60. sæti. Ólafía byrjaði á 10. holu, líkt og á fimmtudaginn og laugardaginn. Hún paraði fyrstu tvær holurnar en fékk svo fyrsta skollann á 12. holu. Ólafía svaraði fyrir hann með fugli og þremur pörum áður en hún fékk annan skolla á 17. holu. Hún paraði 18. holuna og var því á einu höggi yfir pari og samtals á fimm höggum yfir pari eftir fyrri níu. Ólafíu gekk illa á seinni níu í gær þar sem hún fékk fjóra skolla. Í dag fékk hún aðeins einn skolla en tvo fugla. Ólafía lék seinni níu holurnar á einu höggi undir pari. Eini skollinn kom á 3. holu en á síðustu sex holunum fékk hún einn fugl og fimm pör. Hún hitti brautina í 13 af 14 skiptum á hringnum í dag, púttaði 29 sinnum á 18 holum og var 11/18 í innáhöggum. Ólafía hefur lokið leik á sínu fyrsta tímabili á LPGA-mótaröðinni. Og hún spilaði nógu vel til að fá annað tímabil á þessari sterkustu mótaröð í heimi. Ólafía endaði í 73. sæti peningalista LPGA-mótaraðarinnar og fær því fullan keppnisrétt á næsta ári. Markmiðið að vera í hópi 80 efstu kylfinga náðist og það er það mikilvægasta.
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir hefur lokið leik á CME Group Tour Championship, lokamóti tímabilsins á LPGA-mótaröðinni sem fer fram í Flórída. Ólafía náði sér mun betur á strik en í gær og spilamennska hennar var mjög stöðug í dag. Hún lék á parinu og endaði á samtals fjórum höggum yfir pari. Hún er, þegar þetta er skrifað, í 59.-60. sæti. Ólafía byrjaði á 10. holu, líkt og á fimmtudaginn og laugardaginn. Hún paraði fyrstu tvær holurnar en fékk svo fyrsta skollann á 12. holu. Ólafía svaraði fyrir hann með fugli og þremur pörum áður en hún fékk annan skolla á 17. holu. Hún paraði 18. holuna og var því á einu höggi yfir pari og samtals á fimm höggum yfir pari eftir fyrri níu. Ólafíu gekk illa á seinni níu í gær þar sem hún fékk fjóra skolla. Í dag fékk hún aðeins einn skolla en tvo fugla. Ólafía lék seinni níu holurnar á einu höggi undir pari. Eini skollinn kom á 3. holu en á síðustu sex holunum fékk hún einn fugl og fimm pör. Hún hitti brautina í 13 af 14 skiptum á hringnum í dag, púttaði 29 sinnum á 18 holum og var 11/18 í innáhöggum. Ólafía hefur lokið leik á sínu fyrsta tímabili á LPGA-mótaröðinni. Og hún spilaði nógu vel til að fá annað tímabil á þessari sterkustu mótaröð í heimi. Ólafía endaði í 73. sæti peningalista LPGA-mótaraðarinnar og fær því fullan keppnisrétt á næsta ári. Markmiðið að vera í hópi 80 efstu kylfinga náðist og það er það mikilvægasta.
Golf Mest lesið Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikur í enska og NFL á fullt Sport Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti Íslandsmetin falla í bunkum á Íslandsmótinu í sundi Sport „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Handbolti Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Körfubolti Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Formúla 1 Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Fótbolti „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Fleiri fréttir Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira