Alltaf þegar ég loka augunum þá sé ég Korsíku Magnús Guðmundsson skrifar 2. nóvember 2017 10:00 Ange Leccia á Listasafni Íslands þar sem sýningin hans verður opnuð í dag í nýrri mynd eins og hún gerir í hvert eitt sinn. Visir/Eyþór Það er stundum haft á orði að fólk sem er borið og barnfætt á eyju sé eilítið öðruvísi en þeir sem eiga rætur sínar á meginlandi. Að það að lifa og deyja umkringdur hafinu móti manneskjuna á einhvern óræðan hátt. Franski myndlistarmaðurinn Ange Leccia er fæddur árið 1952 á Korsíku, en sérstaða eyjunnar hefur alla tíð heillað hann sem skapandi myndhverfing á mörkum tíma og rúms. Í dag verður opnuð í Listasafni Íslands sýning á hans þekktasta verki, La Mer (Hafið), en verkið er í stöðugri mótun og umbreytingu enda aðlagar hann það að sýningarrýminu hverju sinni. Leccia vinnur með vídeólistina og í verkinu gefur að líta hafið við æskuslóðir hans á Korsíku sem hann myndar aftur og aftur, sífellt með nýjum tækjum. Tíminn birtist sem röð kyrrstæðra ramma eða í runu augnablika sem þjóta hjá, síflæðandi eins og aldan sem brotnar á ströndinni, líkt og endurtekið söngl án upphafs, miðju og endis. Æsa Sigurjónsdóttir er sýningarstjóri á sýningu Leccia í Listasafni Íslands og hún segir að hann sé ótvíræður frumkvöðull í vídeólistinni. „Leccia er einn af þessum þekktu vídeólistamönnum í Frakklandi og hefur einnig kennt fjölmörgum af þeim sem hafa komið í kjölfarið, listamönnum á borð við Dominique Gonzalez-Foerster og Philippe Parreno. Þannig að það má vel segja að hann sé brautryðjandi í þessari tækni og nálgun. Hann var í hópi þeirra fyrstu í Frakklandi sem tóku til við að byggja brú á milli kvikmyndaformsins, þá einkum nýbylgjunnar, og vídeótækninnar. Brú á milli kvikmyndatjaldsins og safnarýmisins á sjöunda og áttunda áratugnum. Hann vinnur mikið úr þeim menningararfi og varð tvímælalaust fyrir miklum áhrifum frá Jean-Luc Godard og fleiri kvikmyndagerðarmönnum af þeirri kynslóð en var á sama tíma einn fyrsti listamaðurinn til þess að flytja þessa list inn í safnarýmið. Verk hans eru ekki bara eitthvað sem var varpað á vegg heldur eru í raun heildstæð innsetning inni í sýningarrýminu. Rannsókn á fagurfræði miðlanna er eitt af viðfangsefnum hans enda mótar sú fagurfræði sjónheim okkar samtíma.“Stilla úr vídeóverkinu La Mer eftir Ange Leccia.Ange Leccia er staddur hér á landi í tilefni af opnun sýningarinnar og næsta sunnudag kl. 14 ætlar Æsa að spjalla við listamanninn á safninu. Leccia segir sjálfur að hann hafi ungur að árum verið í tilraunaskóla fyrir listir á Korsíku en að þaðan hafi leiðin legið til Parísar. „Ég fór í Sorbonne og þar var ég að læra tilraunakennda kvikmyndalist en á sama tíma var upphafið að vídeólistinni að gerjast. Þetta var svona frá 1972 til 1977 og þessum tíma var nýbylgjan að ryðja sér til rúms í Frakklandi og listamenn þessa tíma höfðu mikil áhrif á mig. Þetta var svona ákveðin uppljómun.“ Leccia segir að á sama tíma og hann hafi verið að heillast af þessari list í París þá hafi hann upplifað sig sem aðeins öðruvísi komandi frá Korsíku. „Ég held að þetta sé eins með ykkur Íslendinga og okkur á Korsíku – hafið umlykur okkur og við þurfum að horfa á heiminn frá ströndinni. Fyrir mér þá eru þessi tengsl við hafið ákaflega mikilvæg og því hefur það orðið mér að yrkisefni í öll þessi ár.“ Leccia segir að verkið sem hann hafi með sér til Íslands, La Mer, sé skotið á strönd sem hann þekki vel. „Ég byrjaði á þessu verki eftir nokkuð langa dvöl í Japan, þar sem ég kynntist náttúrunni og ákveðinni nálgun við að skoða hana á heimspekilegan máta. Þegar ég kom svo heim til Korsíku þá horfði ég á landið mitt, landslagið og hafið með öðrum hætti en áður og byrjaði þá að vinna að þessu verki. Þannig að þetta verk hefði í raun aldrei orðið til ef ekki hefði verið fyrir Japansferðina og það sem ég kynntist þar. Ég held að sú upplifun að koma til landa og í menningu sem stendur okkur fjær fái okkur til þess að horfa á heimili okkar og æskustöðvar með nýjum hætti. Hér á Íslandi er gríðarlega afgerandi og mögnuð náttúra og fyrir mér er þetta eins og að horfa á einhvers konar upphaf lífsins. Ég vona að Íslendingar sjái hvað þetta er einstakt og að þeim lánist að vernda þessa náttúru, byggi ekki of marga vegi, of stór hús o.s.frv. vegna þess að þessi náttúra er einstök. Sjálfur bý ég í París, er stundum í New York eða einhvers staðar í stórborgum víða um heim en það breytir því ekki að þegar ég loka augunum þá sé ég eyjuna mína. Þá sé ég Korsíku. Þannig að alltaf þegar ég þarf að taka stóra ákvörðun í mínu lífi þá fer ég til Korsíku vegna þess að þar er og verður alltaf heimili mitt. Korsíka er alltaf heim.“Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 2. nóvember. Menning Mest lesið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Lífið Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Lífið Fleiri fréttir Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar Sjá meira
Það er stundum haft á orði að fólk sem er borið og barnfætt á eyju sé eilítið öðruvísi en þeir sem eiga rætur sínar á meginlandi. Að það að lifa og deyja umkringdur hafinu móti manneskjuna á einhvern óræðan hátt. Franski myndlistarmaðurinn Ange Leccia er fæddur árið 1952 á Korsíku, en sérstaða eyjunnar hefur alla tíð heillað hann sem skapandi myndhverfing á mörkum tíma og rúms. Í dag verður opnuð í Listasafni Íslands sýning á hans þekktasta verki, La Mer (Hafið), en verkið er í stöðugri mótun og umbreytingu enda aðlagar hann það að sýningarrýminu hverju sinni. Leccia vinnur með vídeólistina og í verkinu gefur að líta hafið við æskuslóðir hans á Korsíku sem hann myndar aftur og aftur, sífellt með nýjum tækjum. Tíminn birtist sem röð kyrrstæðra ramma eða í runu augnablika sem þjóta hjá, síflæðandi eins og aldan sem brotnar á ströndinni, líkt og endurtekið söngl án upphafs, miðju og endis. Æsa Sigurjónsdóttir er sýningarstjóri á sýningu Leccia í Listasafni Íslands og hún segir að hann sé ótvíræður frumkvöðull í vídeólistinni. „Leccia er einn af þessum þekktu vídeólistamönnum í Frakklandi og hefur einnig kennt fjölmörgum af þeim sem hafa komið í kjölfarið, listamönnum á borð við Dominique Gonzalez-Foerster og Philippe Parreno. Þannig að það má vel segja að hann sé brautryðjandi í þessari tækni og nálgun. Hann var í hópi þeirra fyrstu í Frakklandi sem tóku til við að byggja brú á milli kvikmyndaformsins, þá einkum nýbylgjunnar, og vídeótækninnar. Brú á milli kvikmyndatjaldsins og safnarýmisins á sjöunda og áttunda áratugnum. Hann vinnur mikið úr þeim menningararfi og varð tvímælalaust fyrir miklum áhrifum frá Jean-Luc Godard og fleiri kvikmyndagerðarmönnum af þeirri kynslóð en var á sama tíma einn fyrsti listamaðurinn til þess að flytja þessa list inn í safnarýmið. Verk hans eru ekki bara eitthvað sem var varpað á vegg heldur eru í raun heildstæð innsetning inni í sýningarrýminu. Rannsókn á fagurfræði miðlanna er eitt af viðfangsefnum hans enda mótar sú fagurfræði sjónheim okkar samtíma.“Stilla úr vídeóverkinu La Mer eftir Ange Leccia.Ange Leccia er staddur hér á landi í tilefni af opnun sýningarinnar og næsta sunnudag kl. 14 ætlar Æsa að spjalla við listamanninn á safninu. Leccia segir sjálfur að hann hafi ungur að árum verið í tilraunaskóla fyrir listir á Korsíku en að þaðan hafi leiðin legið til Parísar. „Ég fór í Sorbonne og þar var ég að læra tilraunakennda kvikmyndalist en á sama tíma var upphafið að vídeólistinni að gerjast. Þetta var svona frá 1972 til 1977 og þessum tíma var nýbylgjan að ryðja sér til rúms í Frakklandi og listamenn þessa tíma höfðu mikil áhrif á mig. Þetta var svona ákveðin uppljómun.“ Leccia segir að á sama tíma og hann hafi verið að heillast af þessari list í París þá hafi hann upplifað sig sem aðeins öðruvísi komandi frá Korsíku. „Ég held að þetta sé eins með ykkur Íslendinga og okkur á Korsíku – hafið umlykur okkur og við þurfum að horfa á heiminn frá ströndinni. Fyrir mér þá eru þessi tengsl við hafið ákaflega mikilvæg og því hefur það orðið mér að yrkisefni í öll þessi ár.“ Leccia segir að verkið sem hann hafi með sér til Íslands, La Mer, sé skotið á strönd sem hann þekki vel. „Ég byrjaði á þessu verki eftir nokkuð langa dvöl í Japan, þar sem ég kynntist náttúrunni og ákveðinni nálgun við að skoða hana á heimspekilegan máta. Þegar ég kom svo heim til Korsíku þá horfði ég á landið mitt, landslagið og hafið með öðrum hætti en áður og byrjaði þá að vinna að þessu verki. Þannig að þetta verk hefði í raun aldrei orðið til ef ekki hefði verið fyrir Japansferðina og það sem ég kynntist þar. Ég held að sú upplifun að koma til landa og í menningu sem stendur okkur fjær fái okkur til þess að horfa á heimili okkar og æskustöðvar með nýjum hætti. Hér á Íslandi er gríðarlega afgerandi og mögnuð náttúra og fyrir mér er þetta eins og að horfa á einhvers konar upphaf lífsins. Ég vona að Íslendingar sjái hvað þetta er einstakt og að þeim lánist að vernda þessa náttúru, byggi ekki of marga vegi, of stór hús o.s.frv. vegna þess að þessi náttúra er einstök. Sjálfur bý ég í París, er stundum í New York eða einhvers staðar í stórborgum víða um heim en það breytir því ekki að þegar ég loka augunum þá sé ég eyjuna mína. Þá sé ég Korsíku. Þannig að alltaf þegar ég þarf að taka stóra ákvörðun í mínu lífi þá fer ég til Korsíku vegna þess að þar er og verður alltaf heimili mitt. Korsíka er alltaf heim.“Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 2. nóvember.
Menning Mest lesið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Lífið Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Lífið Fleiri fréttir Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar Sjá meira