Matarkarfan í Costco hækkað verulega á fáeinum mánuðum Sigurður Mikael Jónsson skrifar 3. nóvember 2017 06:30 Ekkert lát er á miklum viðskiptum Íslendinga við Costco en verð hafa hækkað frá því í sumar. vísir/Ernir Matvöruverð hefur hækkað um allt að 26 prósent í verslun Costco í Kauptúni síðustu mánuði. Þetta leiddi verðathugun Fréttablaðsins og samanburður við niðurstöður Verðlagseftirlits ASÍ í ljós. Fréttablaðið skoðaði verð á fimmtán völdum vörum úr verðlagsathugunum ASÍ 5. september síðastliðinn annars vegar og 3. júlí hins vegar og kannaði verð þeirra í versluninni í dag. Af þessum fimmtán vörum reyndust níu hafa hækkað nokkuð í verði, verð fjögurra hafði haldist óbreytt en aðeins tvær höfðu lækkað í verði.Nokkur umræða hefur verið um það á samfélagsmiðlum undanfarið að neytendur séu farnir að finna fyrir hækkunum á verði hjá Costco sem kom eins og stormsveipur inn á íslenskan neytendamarkað í maí síðastliðnum. Kostakjör Costco og lægra vöruverð en áður hafði þekkst á mörgum vörutegundum hérlendis vakti mikla lukku meðal neytenda og rann sannkallað Costco-æði á Íslendinga í sumar. Fréttablaðið hefur áður greint frá því að eldsneytisverðið hafi hækkað nokkuð hjá Costco á undanförnum mánuðum, en sömu sögu er að segja af matvörunni. Mest er hækkunin í athugun blaðsins á smjörva, eða 26,4%. 400 g askja kostaði 379 krónur í verðkönnun ASÍ 4. júlí síðastliðinn en í gær, 2. nóvember, kostaði hún 479 krónur. Þá hefur 20% hækkun orðið á 400 g öskju af rjómaosti frá MS síðan í verðkönnun ASÍ 5. september. Sama prósentuhækkun hefur orðið á lítraverði Coca-Cola í 1,75 lítra flöskum. Bananar hafa hækkað um tæp 16 prósent. Mesta verðlækkunin er á 500 g dós af hreinu MS skyri, sem kostaði 438 krónur í verðkönnun ASÍ 4. júlí en 217 krónur í athugun Fréttablaðsins í gær. Hin varan sem lækkaði í verði er poki af rauðum eplum, þar sem lægsta kílóverðið hefur lækkað um 13 prósent. Líkt og hjá Verðlagseftirliti ASÍ skráði Fréttablaðið niður hilluverð vöru sem er það verð sem neytandinn hefur upplýsingar um inni í búðinni að hann eigi að greiða fyrir vöruna. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins eru það fleiri en hinn almenni neytandi sem fundið hafa fyrir hærra vöruverði hjá Costco því smásöluaðilar sem samið hafa við vöruhúsið sem birgi segjast einnig finna fyrir þessum sviptingum til hækkana. Það er þó ekki samdóma álit því aðrir verslunareigendur sem blaðið ræddi við sögðust sáttir og að sveiflur á verði væru viðbúnar. Í heildina væru þeir sáttir. Costco Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Erlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Erlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Innlent Fleiri fréttir Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Sjá meira
Matvöruverð hefur hækkað um allt að 26 prósent í verslun Costco í Kauptúni síðustu mánuði. Þetta leiddi verðathugun Fréttablaðsins og samanburður við niðurstöður Verðlagseftirlits ASÍ í ljós. Fréttablaðið skoðaði verð á fimmtán völdum vörum úr verðlagsathugunum ASÍ 5. september síðastliðinn annars vegar og 3. júlí hins vegar og kannaði verð þeirra í versluninni í dag. Af þessum fimmtán vörum reyndust níu hafa hækkað nokkuð í verði, verð fjögurra hafði haldist óbreytt en aðeins tvær höfðu lækkað í verði.Nokkur umræða hefur verið um það á samfélagsmiðlum undanfarið að neytendur séu farnir að finna fyrir hækkunum á verði hjá Costco sem kom eins og stormsveipur inn á íslenskan neytendamarkað í maí síðastliðnum. Kostakjör Costco og lægra vöruverð en áður hafði þekkst á mörgum vörutegundum hérlendis vakti mikla lukku meðal neytenda og rann sannkallað Costco-æði á Íslendinga í sumar. Fréttablaðið hefur áður greint frá því að eldsneytisverðið hafi hækkað nokkuð hjá Costco á undanförnum mánuðum, en sömu sögu er að segja af matvörunni. Mest er hækkunin í athugun blaðsins á smjörva, eða 26,4%. 400 g askja kostaði 379 krónur í verðkönnun ASÍ 4. júlí síðastliðinn en í gær, 2. nóvember, kostaði hún 479 krónur. Þá hefur 20% hækkun orðið á 400 g öskju af rjómaosti frá MS síðan í verðkönnun ASÍ 5. september. Sama prósentuhækkun hefur orðið á lítraverði Coca-Cola í 1,75 lítra flöskum. Bananar hafa hækkað um tæp 16 prósent. Mesta verðlækkunin er á 500 g dós af hreinu MS skyri, sem kostaði 438 krónur í verðkönnun ASÍ 4. júlí en 217 krónur í athugun Fréttablaðsins í gær. Hin varan sem lækkaði í verði er poki af rauðum eplum, þar sem lægsta kílóverðið hefur lækkað um 13 prósent. Líkt og hjá Verðlagseftirliti ASÍ skráði Fréttablaðið niður hilluverð vöru sem er það verð sem neytandinn hefur upplýsingar um inni í búðinni að hann eigi að greiða fyrir vöruna. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins eru það fleiri en hinn almenni neytandi sem fundið hafa fyrir hærra vöruverði hjá Costco því smásöluaðilar sem samið hafa við vöruhúsið sem birgi segjast einnig finna fyrir þessum sviptingum til hækkana. Það er þó ekki samdóma álit því aðrir verslunareigendur sem blaðið ræddi við sögðust sáttir og að sveiflur á verði væru viðbúnar. Í heildina væru þeir sáttir.
Costco Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Erlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Erlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Innlent Fleiri fréttir Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Sjá meira