Tilbúinn í bardaga Lára G. Sigurðardóttir skrifar 6. nóvember 2017 07:00 Augu hans loguðu og hann stóð grafkyrr. Hendur voru með hliðum og hann hallaði sér örlítið að mér eins og hann væri að búa sig undir átök. Hann hafði verið að spila tölvuleik, nánar tiltekið fyrstu-persónu skotleik, þegar ég truflaði til að segja honum að kvöldmaturinn væri klár. Tölvuleikurinn hafði ræst taugakerfið hans. Hjartslátturinn var hraðari og blóðþrýstingur hærri. Blóðið streymdi frá meltingu til útlima og hjarta. Adrenalín streymdi um æðarnar. Barnið var tilbúið að takast á við yfirvofandi hættu – hlaupa undan eða berjast. Það sem heldur barninu límdu við skjáinn er sæluefnið dópamín. Umbunarkerfið fer í gang og dópamín eykst í heilanum þegar barnið fær stig eða kemst á næsta leikjaborð. Nú er búið að gulltryggja að barnið velur leikinn fram yfir annað. Það fær ekki jafnmikla sælu með því að lesa bók eða leika úti. En Adam var ekki lengi í paradís. Þegar barnið hættir að spila er líklegt að það eigi erfitt með einbeitingu, stjórna tilfinningum, hafa hömlur á hvötum, fylgja fyrirmælum, vera skapandi, sýna samkennd og koma hlutum í verk. Ástæðan er m.a. sú að blóðflæðið minnkar í þeim hluta heilans sem gerir okkur að vitsmunaverum og eykst í frumstæðari svæðum heilans sem sjá til þess að við lifum af. Þegar skotleikur hefur ræst taugakerfið getur smá truflun auðveldlega vakið reiði. Að horfast í augu getur vakið frumstæðar kenndir um ögrun og komið barninu í uppnám. Ég, eins og líklega fleiri, hef ekki verið nógu dugleg við að setja börnunum mörk en ég geri engum greiða með því. Það eru til tölvuleikir sem hafa jákvæð áhrif á heilann en skotleikir eru ekki á meðal þeirra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bakþankar Lára G. Sigurðardóttir Skoðun Mest lesið Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Börn í meðferð eiga rétt á fagfólki orð duga ekki lengur! Steindór Þórarinsson Skoðun Greindarskerðing eða ofurgáfur með gervigreind Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun 112. liðurinn í aðgerðaáætlun í menntamálum? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson Skoðun
Augu hans loguðu og hann stóð grafkyrr. Hendur voru með hliðum og hann hallaði sér örlítið að mér eins og hann væri að búa sig undir átök. Hann hafði verið að spila tölvuleik, nánar tiltekið fyrstu-persónu skotleik, þegar ég truflaði til að segja honum að kvöldmaturinn væri klár. Tölvuleikurinn hafði ræst taugakerfið hans. Hjartslátturinn var hraðari og blóðþrýstingur hærri. Blóðið streymdi frá meltingu til útlima og hjarta. Adrenalín streymdi um æðarnar. Barnið var tilbúið að takast á við yfirvofandi hættu – hlaupa undan eða berjast. Það sem heldur barninu límdu við skjáinn er sæluefnið dópamín. Umbunarkerfið fer í gang og dópamín eykst í heilanum þegar barnið fær stig eða kemst á næsta leikjaborð. Nú er búið að gulltryggja að barnið velur leikinn fram yfir annað. Það fær ekki jafnmikla sælu með því að lesa bók eða leika úti. En Adam var ekki lengi í paradís. Þegar barnið hættir að spila er líklegt að það eigi erfitt með einbeitingu, stjórna tilfinningum, hafa hömlur á hvötum, fylgja fyrirmælum, vera skapandi, sýna samkennd og koma hlutum í verk. Ástæðan er m.a. sú að blóðflæðið minnkar í þeim hluta heilans sem gerir okkur að vitsmunaverum og eykst í frumstæðari svæðum heilans sem sjá til þess að við lifum af. Þegar skotleikur hefur ræst taugakerfið getur smá truflun auðveldlega vakið reiði. Að horfast í augu getur vakið frumstæðar kenndir um ögrun og komið barninu í uppnám. Ég, eins og líklega fleiri, hef ekki verið nógu dugleg við að setja börnunum mörk en ég geri engum greiða með því. Það eru til tölvuleikir sem hafa jákvæð áhrif á heilann en skotleikir eru ekki á meðal þeirra.
Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson Skoðun
Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun
Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson Skoðun
Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun