Heilu brettin af Arnaldi mokast út Jakob Bjarnar skrifar 6. nóvember 2017 15:48 Sjö þúsund eintök af nýjustu bók Arnaldar eru nú farin af lager. Forleggjari hans lætur prenta heilu stæðurnar af Myrkrið veit. Sjö þúsund eintök nýju bókar Arnaldar Indriðasonar, Myrkrið veit, hafa nú verið send af lager forleggjara hans í búðir. „Þetta er um 35 prósenta aukning frá í fyrra á sama tíma,“ segir Egill Örn Jóhannsson framkvæmdastjóri Forlagsins. Hann segir að þetta komi sér mjög á óvart. „Enda allir miðlar undirlagðir af kosningaumfjöllun og af stjórnarmyndun. En segir mér það að þjóðinni þyrstir í annars konar afþreyingu en þá sápuóperu sem er á boðstólnum,“ segir Egill Örn. Víst er að kosningarnar og svo stjórnarmyndunarviðræðurnar komu flatt uppá marga, ekki síst bókaútgefendur sem eru komnir í spreng með sitt jólabókaflóð; það ætti að vera farið að flæða að með bækurnar ef allt væri eðlilegt. „Ég held jafnframt líka að þjóðin hafi jafnvel vaknað til vitundar um mikilvægi bóklestrar í kjölfar frétta af versnandi stöðu bókaútgáfunnar, en við höfum fundið gríðarlegan meðbyr meðal almennings síðan þetta birtist í fréttum og sala almennt tekið góðan kipp,“ segir útgefandinn brattur. Forlagið lætur prenta vel á 3. tug þúsunda bóka hverju sinni þegar Arnaldur á í hlut. Þannig hefur það verið mörg undanfarin ár. Egill Örn segir Arnald hafa verið söluhæstan í fyrra, sem svo oft áður og öruggur á toppnum. Forleggjarar eru tregir að gefa út upplagstölur en Arnaldur seldi um 20 þúsund eintök í fyrra. Samkvæmt því hvernig gangurinn er á þessu nú þarf eitthvað mikið að koma til ef einhver nær að velta þessum konungi bóksölunnar af stalli þetta árið. Mest lesið Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Innlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Innlent Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Innlent „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Innlent Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Innlent Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Innlent „Margt óráðið í minni framtíð“ Innlent Fleiri fréttir Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Loðna fundist á stóru svæði Sjá meira
Sjö þúsund eintök nýju bókar Arnaldar Indriðasonar, Myrkrið veit, hafa nú verið send af lager forleggjara hans í búðir. „Þetta er um 35 prósenta aukning frá í fyrra á sama tíma,“ segir Egill Örn Jóhannsson framkvæmdastjóri Forlagsins. Hann segir að þetta komi sér mjög á óvart. „Enda allir miðlar undirlagðir af kosningaumfjöllun og af stjórnarmyndun. En segir mér það að þjóðinni þyrstir í annars konar afþreyingu en þá sápuóperu sem er á boðstólnum,“ segir Egill Örn. Víst er að kosningarnar og svo stjórnarmyndunarviðræðurnar komu flatt uppá marga, ekki síst bókaútgefendur sem eru komnir í spreng með sitt jólabókaflóð; það ætti að vera farið að flæða að með bækurnar ef allt væri eðlilegt. „Ég held jafnframt líka að þjóðin hafi jafnvel vaknað til vitundar um mikilvægi bóklestrar í kjölfar frétta af versnandi stöðu bókaútgáfunnar, en við höfum fundið gríðarlegan meðbyr meðal almennings síðan þetta birtist í fréttum og sala almennt tekið góðan kipp,“ segir útgefandinn brattur. Forlagið lætur prenta vel á 3. tug þúsunda bóka hverju sinni þegar Arnaldur á í hlut. Þannig hefur það verið mörg undanfarin ár. Egill Örn segir Arnald hafa verið söluhæstan í fyrra, sem svo oft áður og öruggur á toppnum. Forleggjarar eru tregir að gefa út upplagstölur en Arnaldur seldi um 20 þúsund eintök í fyrra. Samkvæmt því hvernig gangurinn er á þessu nú þarf eitthvað mikið að koma til ef einhver nær að velta þessum konungi bóksölunnar af stalli þetta árið.
Mest lesið Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Innlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Innlent Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Innlent „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Innlent Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Innlent Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Innlent „Margt óráðið í minni framtíð“ Innlent Fleiri fréttir Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Loðna fundist á stóru svæði Sjá meira