Margrét hætti með snuð og fékk hjálp frá forsetanum Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar 7. nóvember 2017 19:30 Eliza, Margrét og Guðni á þessum merkisdegi. Mynd / Úr einkasafni „Þau fóru í lestina eins og þau gera alltaf og lögðu svo leið sína að duddutrénu, sem eru reyndar hreindýrahorn. Þau voru bara tvö þannig að afinn sneri sér að næsta manni til að spyrja hvort hann væri til í að taka mynd og þá var það enginn annar en forsetinn. Mjög viðeigandi að hann væri þarna staddur við þessa miklu athöfn,“ segir dansarinn Kara Hergils. Dóttir hennar, Margrét Hergils Owensdóttir, fór með afa sínum, Valdimar Jóhannessyni, í Fjölskyldu- og húsdýragarðinn síðustu helgi til að færa garðinum snuðið sitt. Er þetta táknræn athöfn sem margir foreldrar kannast við og gera mörg börn þetta á ári hverju til að marka þau tímamót að hætta að nota snuð. Að segja skilið við dagana sem lítið barn og ganga í raðir stærri krakka. Það sem gerði þessa stund enn tilkomumeiri var að forsetahjónin, herra Guðni Th. Jóhannesson og Eliza Reid, voru í garðinum á sama tíma með börnum sínum. „Fyrir henni var þetta bara ósköp indæll karl,” segir Kara, aðspurð um hvernig Margréti hafi litist á forseta vor. „Henni fannst þó mjög sniðugt að Guðni og Eliza töluðu bæði íslensku og ensku, enda er hún Margrét tvítyngd þar sem pabbi hennar er frá Bandaríkjunum,“ bætir Kara við.Margrét með afanum við duddutréð. Myndina tók sjálfur forseti Íslands.Mynd / Úr einkasafniAð sættast á duddulausa tilveru En gerði Margrét sér grein fyrir því að forseti Íslands tæki þátt í þessari mikilvægu stund? „Nei, hún fattaði það ekki, enda tiltölulega nýorðin þriggja ára. En við erum búin að ræða þetta mikið síðan, þannig að henni þykir þetta allt saman mjög merkilegt núna,“ segir Kara glöð í bragði. Aðskilnaðurinn við snuðið var búinn að vera í bígerð í dágóðan tíma að sögn Köru, enda átaknleg tímamót í lífi hvers barns. „Afi hennar, pabbi minn, hefur farið með mörg barnabörn sín á þennan stað og gert þetta að athöfn fyrir þau þegar þau eru tilbúin að hætta með duddu. Hún og afi hennar voru búin að ræða þetta í nokkra mánuði og hann sagði alltaf að hann skildi fara með henni þegar að hún væri tilbúin. Hún bað mig svo um að hringja í hann á laugardaginn síðasta og þá tilkynnti hún honum að nú væri hún tilbúin. Afinn lagði strax af stað til að sækja hana. Ég hafði ekki hugmynd um að hún vildi hringja út af þessu,“ segir Kara hlæjandi. Margréti gekk afar vel að gefa Fjölskyldu- og húsdýragarðinum snuðið sitt og auðvitað sakaði ekki að forseti Íslands veitti henni stuðning í verki. „Henni þótti þetta ekkert mál, frekar mikið sport að skilja þarna dudduna eftir,“ segir móðir Margrétar. En hvað með framhaldið, er mikill snuðsöknuður að hrjá þessa þriggja ára hnátu? „Það var smá sjokk um kvöldið þegar hún átti að fara að sofa að vita til þess að duddan hafði orðið eftir, en hún er hægt og rólega að sættast á duddulausa tilveru,“ segir Kara kímin. Forseti Íslands Mest lesið „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Lífið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Lífið Sunneva og Benedikt trúlofuð Lífið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun Chili Con Carne er hinn fullkomni haustréttur Matur Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Matargleði Evu: Dýrindis páskalamb Matur „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ Lífið Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Lífið Fleiri fréttir Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Sjá meira
„Þau fóru í lestina eins og þau gera alltaf og lögðu svo leið sína að duddutrénu, sem eru reyndar hreindýrahorn. Þau voru bara tvö þannig að afinn sneri sér að næsta manni til að spyrja hvort hann væri til í að taka mynd og þá var það enginn annar en forsetinn. Mjög viðeigandi að hann væri þarna staddur við þessa miklu athöfn,“ segir dansarinn Kara Hergils. Dóttir hennar, Margrét Hergils Owensdóttir, fór með afa sínum, Valdimar Jóhannessyni, í Fjölskyldu- og húsdýragarðinn síðustu helgi til að færa garðinum snuðið sitt. Er þetta táknræn athöfn sem margir foreldrar kannast við og gera mörg börn þetta á ári hverju til að marka þau tímamót að hætta að nota snuð. Að segja skilið við dagana sem lítið barn og ganga í raðir stærri krakka. Það sem gerði þessa stund enn tilkomumeiri var að forsetahjónin, herra Guðni Th. Jóhannesson og Eliza Reid, voru í garðinum á sama tíma með börnum sínum. „Fyrir henni var þetta bara ósköp indæll karl,” segir Kara, aðspurð um hvernig Margréti hafi litist á forseta vor. „Henni fannst þó mjög sniðugt að Guðni og Eliza töluðu bæði íslensku og ensku, enda er hún Margrét tvítyngd þar sem pabbi hennar er frá Bandaríkjunum,“ bætir Kara við.Margrét með afanum við duddutréð. Myndina tók sjálfur forseti Íslands.Mynd / Úr einkasafniAð sættast á duddulausa tilveru En gerði Margrét sér grein fyrir því að forseti Íslands tæki þátt í þessari mikilvægu stund? „Nei, hún fattaði það ekki, enda tiltölulega nýorðin þriggja ára. En við erum búin að ræða þetta mikið síðan, þannig að henni þykir þetta allt saman mjög merkilegt núna,“ segir Kara glöð í bragði. Aðskilnaðurinn við snuðið var búinn að vera í bígerð í dágóðan tíma að sögn Köru, enda átaknleg tímamót í lífi hvers barns. „Afi hennar, pabbi minn, hefur farið með mörg barnabörn sín á þennan stað og gert þetta að athöfn fyrir þau þegar þau eru tilbúin að hætta með duddu. Hún og afi hennar voru búin að ræða þetta í nokkra mánuði og hann sagði alltaf að hann skildi fara með henni þegar að hún væri tilbúin. Hún bað mig svo um að hringja í hann á laugardaginn síðasta og þá tilkynnti hún honum að nú væri hún tilbúin. Afinn lagði strax af stað til að sækja hana. Ég hafði ekki hugmynd um að hún vildi hringja út af þessu,“ segir Kara hlæjandi. Margréti gekk afar vel að gefa Fjölskyldu- og húsdýragarðinum snuðið sitt og auðvitað sakaði ekki að forseti Íslands veitti henni stuðning í verki. „Henni þótti þetta ekkert mál, frekar mikið sport að skilja þarna dudduna eftir,“ segir móðir Margrétar. En hvað með framhaldið, er mikill snuðsöknuður að hrjá þessa þriggja ára hnátu? „Það var smá sjokk um kvöldið þegar hún átti að fara að sofa að vita til þess að duddan hafði orðið eftir, en hún er hægt og rólega að sættast á duddulausa tilveru,“ segir Kara kímin.
Forseti Íslands Mest lesið „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Lífið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Lífið Sunneva og Benedikt trúlofuð Lífið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun Chili Con Carne er hinn fullkomni haustréttur Matur Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Matargleði Evu: Dýrindis páskalamb Matur „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ Lífið Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Lífið Fleiri fréttir Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Sjá meira