Framsókn neitar að greiða reikninga frá í tíð Sigmundar Jakob Bjarnar skrifar 7. nóvember 2017 12:02 Viðar er milli steins og sleggju eða Framsóknarflokksins og Sigurðar Inga annars vegar og hins vegar Sigmundar Davíðs. Framsóknarflokkurinn neitar að greiða Viðari Garðarssyni hjá Forystu ehf. fyrir kynningar- og undirbúningsþjónustu innta af hendi í formannstíð Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar. Langt er frá að um heilt sé gróið milli Framsóknar og Sigmundar og er þetta mál komið fyrir dómstóla.Einlægur stuðningsmaður Sigmundar Davíðs Í dag er fyrirtaka í forvitnilegu máli fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur en þar stefnir Forysta ehf. Framsóknarflokknum vegna vangoldinna reikninga. Forysta er kynningar- og fjölmiðlafyrirtæki sem hefur starfað fyrir Framsóknarflokkinn en Viðar Garðarsson, fyrirsvarsmaður Forystu er mikill stuðningsmaður Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar formanns Miðflokksins. Hann og fyrirtæki hans hafa meðal annars sett upp stuðningsmannavefi þar sem hans sjónarmiðum er haldið á loft. Vísir spurði Viðar út í málið en hann sagðist ekki vilja tjá sig að sinni. Málið væri á viðkvæmu stigi. Eftir því sem næst verður komist snýst þetta mál um vinnu sem Viðar og Forysta inntu af hendi í tíð Sigmundar Davíðs, þá er hann var formaður Framsóknarflokksins. Sú vinna snéri að undirbúningi fyrir kosningar sem samkvæmt öllu óbreyttu áttu að fara fram vor 2017. Síðan urðu verulegar vendingar ófyrirséðar. Kosningum er flýtt og Sigmundur Davíð í kjölfarið settur af sem formaður í blóðugum formannsslag og Sigurður Ingi Jóhannsson tekur við.Ekki um heilt gróið Svo virðist sem Framsóknarflokkurinn líti svo á að hann sé óbundinn af verkefnum sem Sigmundur Davíð lagði upp og að forsendur hafi breyst með svo afgerandi hætti; og að þetta snúi þá meira að Sigmundi Davíð og þá Miðflokki hans fremur en Framsóknarflokknum. Samkvæmt heimildum Vísis hlaupa reikningar frá Viðari á einhverjum milljónum og snúa meðal annars að einhverjum undirverktökum Forystu ehf. Málið virðist þannig að einhverju grundvallast á særindum milli fyrrum formanns og svo flokks. Sár milli Framsóknarflokksins og Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar eru djúp og langt í frá gróin. Sem svo gæti sett strik í reikninginn og haft sitt að segja í yfirstandandi stjórnarmyndunarviðræðum. Mest lesið Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Innlent „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Innlent Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Innlent „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Innlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Innlent Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Innlent „Margt óráðið í minni framtíð“ Innlent Fleiri fréttir Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Loðna fundist á stóru svæði Metfjöldi vill stíga á svið með Íslenska dansflokknum Sjá meira
Framsóknarflokkurinn neitar að greiða Viðari Garðarssyni hjá Forystu ehf. fyrir kynningar- og undirbúningsþjónustu innta af hendi í formannstíð Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar. Langt er frá að um heilt sé gróið milli Framsóknar og Sigmundar og er þetta mál komið fyrir dómstóla.Einlægur stuðningsmaður Sigmundar Davíðs Í dag er fyrirtaka í forvitnilegu máli fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur en þar stefnir Forysta ehf. Framsóknarflokknum vegna vangoldinna reikninga. Forysta er kynningar- og fjölmiðlafyrirtæki sem hefur starfað fyrir Framsóknarflokkinn en Viðar Garðarsson, fyrirsvarsmaður Forystu er mikill stuðningsmaður Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar formanns Miðflokksins. Hann og fyrirtæki hans hafa meðal annars sett upp stuðningsmannavefi þar sem hans sjónarmiðum er haldið á loft. Vísir spurði Viðar út í málið en hann sagðist ekki vilja tjá sig að sinni. Málið væri á viðkvæmu stigi. Eftir því sem næst verður komist snýst þetta mál um vinnu sem Viðar og Forysta inntu af hendi í tíð Sigmundar Davíðs, þá er hann var formaður Framsóknarflokksins. Sú vinna snéri að undirbúningi fyrir kosningar sem samkvæmt öllu óbreyttu áttu að fara fram vor 2017. Síðan urðu verulegar vendingar ófyrirséðar. Kosningum er flýtt og Sigmundur Davíð í kjölfarið settur af sem formaður í blóðugum formannsslag og Sigurður Ingi Jóhannsson tekur við.Ekki um heilt gróið Svo virðist sem Framsóknarflokkurinn líti svo á að hann sé óbundinn af verkefnum sem Sigmundur Davíð lagði upp og að forsendur hafi breyst með svo afgerandi hætti; og að þetta snúi þá meira að Sigmundi Davíð og þá Miðflokki hans fremur en Framsóknarflokknum. Samkvæmt heimildum Vísis hlaupa reikningar frá Viðari á einhverjum milljónum og snúa meðal annars að einhverjum undirverktökum Forystu ehf. Málið virðist þannig að einhverju grundvallast á særindum milli fyrrum formanns og svo flokks. Sár milli Framsóknarflokksins og Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar eru djúp og langt í frá gróin. Sem svo gæti sett strik í reikninginn og haft sitt að segja í yfirstandandi stjórnarmyndunarviðræðum.
Mest lesið Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Innlent „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Innlent Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Innlent „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Innlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Innlent Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Innlent „Margt óráðið í minni framtíð“ Innlent Fleiri fréttir Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Loðna fundist á stóru svæði Metfjöldi vill stíga á svið með Íslenska dansflokknum Sjá meira