Skramba slæm byrjun hjá Ólafíu sem söng svo fuglasöng en kom í hús á pari Tómas Þór Þórðarson skrifar 8. nóvember 2017 07:32 Ólafía Þórunn Kristinsdóttir er á parinu. vísir/getty Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, atvinnukylfingur úr GR, er á pari eftir fyrsta hringinn á Bláfjarðamótinu á LPGA-mótaröðinni sem var spilaður í Kína í nótt. Ólafía byrjaði ekki vel því hún fékk skramba, eða tvöfaldan skolla, strax á fyrstu holu þegar að hún lét par fjögur holu á sex höggum. Hún var ekki lengi að bæta upp fyrir það og fékk fugl á annarri holu og var þá einu höggi yfir pari. Hún hélt áfram að syngja fuglasöng þegar að hún bætti við fuglum á áttundu og níundu braut sem og þeirri elleftu en þá var hún komin tvö högg undir parið. Reykvíkingurinn hélt það því miður ekki út því Ólafía fékk tvo skolla í röð á tólftu og þrettándu braut áður en hún paraði svo restina og kom í hús á 72 höggum eða á pari vallarins. Hún er sem stendur í 34.-40. sæti mótsins en ekki verður skorið niður eftir tvo hringi. Aðstæður voru erfiðar í nótt vegna mikils vinds en ekki hafa allir kylfingar lokið keppni. Blue Bay Open er fjögurra ára gamalt mót þar sem heildarverðlaunafé er 2,1 milljónir dollara. Þetta er 25. mótið sem Ólafía Þórunn tekur þátt í á LPGA-mótaröðinni í ár. Golf Mest lesið Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Enski boltinn Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Fótbolti Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Körfubolti Popovich fékk heilablóðfall Körfubolti Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Enski boltinn Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Handbolti Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? Handbolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, atvinnukylfingur úr GR, er á pari eftir fyrsta hringinn á Bláfjarðamótinu á LPGA-mótaröðinni sem var spilaður í Kína í nótt. Ólafía byrjaði ekki vel því hún fékk skramba, eða tvöfaldan skolla, strax á fyrstu holu þegar að hún lét par fjögur holu á sex höggum. Hún var ekki lengi að bæta upp fyrir það og fékk fugl á annarri holu og var þá einu höggi yfir pari. Hún hélt áfram að syngja fuglasöng þegar að hún bætti við fuglum á áttundu og níundu braut sem og þeirri elleftu en þá var hún komin tvö högg undir parið. Reykvíkingurinn hélt það því miður ekki út því Ólafía fékk tvo skolla í röð á tólftu og þrettándu braut áður en hún paraði svo restina og kom í hús á 72 höggum eða á pari vallarins. Hún er sem stendur í 34.-40. sæti mótsins en ekki verður skorið niður eftir tvo hringi. Aðstæður voru erfiðar í nótt vegna mikils vinds en ekki hafa allir kylfingar lokið keppni. Blue Bay Open er fjögurra ára gamalt mót þar sem heildarverðlaunafé er 2,1 milljónir dollara. Þetta er 25. mótið sem Ólafía Þórunn tekur þátt í á LPGA-mótaröðinni í ár.
Golf Mest lesið Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Enski boltinn Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Fótbolti Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Körfubolti Popovich fékk heilablóðfall Körfubolti Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Enski boltinn Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Handbolti Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? Handbolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira