Reyfarakennd bókajól í vændum Jakob Bjarnar skrifar 9. nóvember 2017 10:26 Bókatíðindum, sem marka upphaf jólabókaflóðs, verður dreift í næstu viku. Þrátt fyrir virðisaukaskattsbarlóm bókafólks hefur útgáfan sjaldan verið blómlegri. „Ef það er eitthvað sem segja má að einkenni íslenskan bókamarkað þá eru það gæði og fjölbreytileiki. Og enn og aftur má sjá afrakstur þess í Bókatíðindum ársins, þar sem kynntar eru hátt í átta hundruð bækur, gefnar út á árinu. Hvergi á byggðu bóli eru gefnir út jafn margir titlar sé miðað við hina frægu höfðatölu,“ segir Egill Örn Jóhannsson formaður Félags íslenskra bókaútgefenda (Fibut) í inngangi að Bókatíðindum sem byrjað verður að dreifa í næstu viku. Egill Örn, sem lætur af formennsku Fibut snemma á komandi ári, segir að töluvert hafi verið þrengt að íslenskri bókaútgáfu, og vísar þar til virðisaukaskatts á bækur, en ánægjuleg sé að sjá að á árinu koma út hátt í 200 nýjar barna- og unglingabækur. Og eins séu um 150 nýjar skáldsögur að koma út.Aldrei fleiri glæpasögur í boðiBókatíðindin marka upphaf jólabókaflóðs. Þar er að finna yfirlit yfir þær bækur sem gefnar eru út á árinu og keppa um hylli lesenda í þessari séríslensku jólabókavertíð. Ótrúlega hátt hlutfall íslenskrar bókaútgáfu selst í desembermánuði. Bryndís Loftsdóttir er framkvæmdastjóri Fibut og þekkir manna best til útgáfunnar og bóksölu undanfarinna ára. Hún segir íslenskar spennusögur fyrirferðamiklar þetta árið, líklega fleiri titlar en nokkru sinni áður. Vísir hefur undanfarin ár birt aðalbóksölulistann og verður svo eftir sem áður. Þeir sem fylgst hafa með þeim lista vita sem er að þar eru konungur og drottning, Arnaldur Indriðason og Yrsa Sigurðardóttir með sínar glæpasögur. Bryndís telur víst að þau tvö haldi stöðu sinni.Glæpasagnahöfundarnir Arnaldur og Yrsa hafa verið á toppi bóksölulista undanfarin árin en nú eru fleiri um hituna en nokkru sinni fyrr.„En þessi tugur annarra glæpasagnahöfunda sem nú eru að senda frá sér ný verk mun örugglega valda nettum skjálfta í toppbaráttuna og ekki ólíklegt að salan muni dreifast meira í glæpageiranum en áður.“Gróska meðal yngri skáldsagnahöfundaBryndís bendir einnig á að gróskan sé mikil hjá nýrri kynslóð höfunda, þessum sem hafa kannski gefið út eina eða fleiri bækur út áður en ekki verið í toppsætum listanna. „Það verður því spennandi að sjá hvort einhver þeirra nái að skjótast ofar á listana í ár. Annars munu þeir Jón Kalman, Einar Már og Ólafur Jóhann Ólafsson líkast til vera þarna í baráttu við Yrsu og Arnald,“ segir Bryndís. Og hún væntir þess einnig barnabókahöfundarnir Gunnar Helgason og Ævar vísindamaður muni ætla sér sinn skerf af bóksölunni. „Gunnar sendir frá sér sína þriðju bók um Stellu og fjölskyldu hennar, Amma best.“Mikael mun slást við Helga dansaraÞrátt fyrir virðisaukaskattsbarlóm formanns, sem notar hvert tækifæri sem gefst til að minna á frumvarp Lilju Daggar Alfreðsdóttur um niðurfellingu á þeim skatti, er gróska hvert sem litið er. Þýdd skáldverk hafa styrkst mikið í ár, þau eru fleiri og betri en undanfarin ár og það gæti alveg komið einhver óvæntur smellur úr þeirri átt, að sögn Bryndísar.Jafnan ríkir spenna í ævisagna- og endurminningaflokknum og þar gerir Bryndís ráð fyrir því að Mikael og Helgi Tómasson muni slást á toppnum.Ævisögur og endurminningar er flokkur sem jafnan ríkir spenna um. Stundum hefur þessi flokkur gert sig breiðan í bóksölunni og það virðist eins og með rjúpnastofninn á þeim miðum; gengur á með árvissum sveiflum. „Það kennir ýmissa grasa í ævisögunum, þar er Helgi Tómasson líklegur til þess að vera áberandi ásamt Mikael Torfasyni og Claessen en spurning hvort einhver þeirra skáki mest seldu ævisögu ársins hingað til í heildarsölu en það er bókin Með lífið að veði, eftir Yeonmi Park. Lesendur þeirra bóka munu ef til vill leita í ævisögu Malölu Yousafazai, Ég er Malala.“Besti titillinn fundinn Í jólabókaflóði finnur fjölmiðlafólk sé eitt og annað til dundurs og efna jafnan til samkvæmisleikja á síðum miðla sinna. Þannig er hefð fyrir því að efnt sé til óformlegs kjörs um bestu bókakápurnar og svo besta bókatitilinn. Vonandi einhendir sér einhver duglegur blaðamaður í það þarfa verk. Og hér kemur óvænt tilnefning frá framkvæmdastjóra Fibut: „Besti titillinn sem ég hef hnotið um er Formaður húsfélagsins eftir Friðgeir Einarsson – mér segir svo hugur að hún muni mögulega rata til margra úttaugaðra fyrrum og núverandi húsfélagsformanna,“ segir Bryndís Loftsdóttir. Eins og áður segir mun Vísir fylgjast með bóksölu fyrir þessi jólin sem fyrr. Bóksala er að hefjast um þessar mundir en ekki er að vænta marktæks lista fyrr en eftir um það bil hálfan mánuð. Mest lesið Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Innlent „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Innlent Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Innlent „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Innlent Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Innlent „Margt óráðið í minni framtíð“ Innlent Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Innlent Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Innlent Fleiri fréttir Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Loðna fundist á stóru svæði Metfjöldi vill stíga á svið með Íslenska dansflokknum Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Aðeins tíu prósent sem leita til Stígamóta kæra ofbeldið Spyr hvort að Rúv finnist hún „hundleiðinleg t***a“ „Örstutt þunglyndi yfir niðurstöðunum“ Sjá meira
„Ef það er eitthvað sem segja má að einkenni íslenskan bókamarkað þá eru það gæði og fjölbreytileiki. Og enn og aftur má sjá afrakstur þess í Bókatíðindum ársins, þar sem kynntar eru hátt í átta hundruð bækur, gefnar út á árinu. Hvergi á byggðu bóli eru gefnir út jafn margir titlar sé miðað við hina frægu höfðatölu,“ segir Egill Örn Jóhannsson formaður Félags íslenskra bókaútgefenda (Fibut) í inngangi að Bókatíðindum sem byrjað verður að dreifa í næstu viku. Egill Örn, sem lætur af formennsku Fibut snemma á komandi ári, segir að töluvert hafi verið þrengt að íslenskri bókaútgáfu, og vísar þar til virðisaukaskatts á bækur, en ánægjuleg sé að sjá að á árinu koma út hátt í 200 nýjar barna- og unglingabækur. Og eins séu um 150 nýjar skáldsögur að koma út.Aldrei fleiri glæpasögur í boðiBókatíðindin marka upphaf jólabókaflóðs. Þar er að finna yfirlit yfir þær bækur sem gefnar eru út á árinu og keppa um hylli lesenda í þessari séríslensku jólabókavertíð. Ótrúlega hátt hlutfall íslenskrar bókaútgáfu selst í desembermánuði. Bryndís Loftsdóttir er framkvæmdastjóri Fibut og þekkir manna best til útgáfunnar og bóksölu undanfarinna ára. Hún segir íslenskar spennusögur fyrirferðamiklar þetta árið, líklega fleiri titlar en nokkru sinni áður. Vísir hefur undanfarin ár birt aðalbóksölulistann og verður svo eftir sem áður. Þeir sem fylgst hafa með þeim lista vita sem er að þar eru konungur og drottning, Arnaldur Indriðason og Yrsa Sigurðardóttir með sínar glæpasögur. Bryndís telur víst að þau tvö haldi stöðu sinni.Glæpasagnahöfundarnir Arnaldur og Yrsa hafa verið á toppi bóksölulista undanfarin árin en nú eru fleiri um hituna en nokkru sinni fyrr.„En þessi tugur annarra glæpasagnahöfunda sem nú eru að senda frá sér ný verk mun örugglega valda nettum skjálfta í toppbaráttuna og ekki ólíklegt að salan muni dreifast meira í glæpageiranum en áður.“Gróska meðal yngri skáldsagnahöfundaBryndís bendir einnig á að gróskan sé mikil hjá nýrri kynslóð höfunda, þessum sem hafa kannski gefið út eina eða fleiri bækur út áður en ekki verið í toppsætum listanna. „Það verður því spennandi að sjá hvort einhver þeirra nái að skjótast ofar á listana í ár. Annars munu þeir Jón Kalman, Einar Már og Ólafur Jóhann Ólafsson líkast til vera þarna í baráttu við Yrsu og Arnald,“ segir Bryndís. Og hún væntir þess einnig barnabókahöfundarnir Gunnar Helgason og Ævar vísindamaður muni ætla sér sinn skerf af bóksölunni. „Gunnar sendir frá sér sína þriðju bók um Stellu og fjölskyldu hennar, Amma best.“Mikael mun slást við Helga dansaraÞrátt fyrir virðisaukaskattsbarlóm formanns, sem notar hvert tækifæri sem gefst til að minna á frumvarp Lilju Daggar Alfreðsdóttur um niðurfellingu á þeim skatti, er gróska hvert sem litið er. Þýdd skáldverk hafa styrkst mikið í ár, þau eru fleiri og betri en undanfarin ár og það gæti alveg komið einhver óvæntur smellur úr þeirri átt, að sögn Bryndísar.Jafnan ríkir spenna í ævisagna- og endurminningaflokknum og þar gerir Bryndís ráð fyrir því að Mikael og Helgi Tómasson muni slást á toppnum.Ævisögur og endurminningar er flokkur sem jafnan ríkir spenna um. Stundum hefur þessi flokkur gert sig breiðan í bóksölunni og það virðist eins og með rjúpnastofninn á þeim miðum; gengur á með árvissum sveiflum. „Það kennir ýmissa grasa í ævisögunum, þar er Helgi Tómasson líklegur til þess að vera áberandi ásamt Mikael Torfasyni og Claessen en spurning hvort einhver þeirra skáki mest seldu ævisögu ársins hingað til í heildarsölu en það er bókin Með lífið að veði, eftir Yeonmi Park. Lesendur þeirra bóka munu ef til vill leita í ævisögu Malölu Yousafazai, Ég er Malala.“Besti titillinn fundinn Í jólabókaflóði finnur fjölmiðlafólk sé eitt og annað til dundurs og efna jafnan til samkvæmisleikja á síðum miðla sinna. Þannig er hefð fyrir því að efnt sé til óformlegs kjörs um bestu bókakápurnar og svo besta bókatitilinn. Vonandi einhendir sér einhver duglegur blaðamaður í það þarfa verk. Og hér kemur óvænt tilnefning frá framkvæmdastjóra Fibut: „Besti titillinn sem ég hef hnotið um er Formaður húsfélagsins eftir Friðgeir Einarsson – mér segir svo hugur að hún muni mögulega rata til margra úttaugaðra fyrrum og núverandi húsfélagsformanna,“ segir Bryndís Loftsdóttir. Eins og áður segir mun Vísir fylgjast með bóksölu fyrir þessi jólin sem fyrr. Bóksala er að hefjast um þessar mundir en ekki er að vænta marktæks lista fyrr en eftir um það bil hálfan mánuð.
Mest lesið Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Innlent „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Innlent Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Innlent „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Innlent Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Innlent „Margt óráðið í minni framtíð“ Innlent Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Innlent Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Innlent Fleiri fréttir Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Loðna fundist á stóru svæði Metfjöldi vill stíga á svið með Íslenska dansflokknum Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Aðeins tíu prósent sem leita til Stígamóta kæra ofbeldið Spyr hvort að Rúv finnist hún „hundleiðinleg t***a“ „Örstutt þunglyndi yfir niðurstöðunum“ Sjá meira