„Eðlilegt að kona borgi hálfa milljón fyrir Big Mac“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 9. nóvember 2017 12:30 Það hefur mikið breyst hjá sænska fótboltaliðinu Kristianstad, sem Elísabet Gunnarsdóttir stýrir, á einu ári. Í fyrra var félagið nánast gjaldþrota og bjargaði sér frá falli í næstefstu deild í lokaumferðinni. Í ár hefur gengið öllu betur; fjárhagurinn er kominn í betra lag og Kristianstad situr í 6. sæti sænsku úrvalsdeildarinnar. Elísabet þykir hafa náð mjög góðum árangri með Kristianstad, svo góðum að hún er tilnefnd sem þjálfari ársins. „Það hefur breyst ótrúlega mikið á einu og hálfu ári. Fyrir nákvæmlega ári síðan redduðum við okkur frá falli á síðustu sekúndu og björguðum fjárhagnum,“ sagði Elísabet í samtali við Hjört Hjartarson í útvarpsþættinum Akraborginni í gær. Kristianstad er sem áður sagði í 6. sæti sænsku úrvalsdeildarinnar. Með sigri í lokaumferðinni getur liðið komist upp í 5. sætið. Elísabet segir að það hafi gengið framar vonum í ár. „Jú, við áttum möguleika á 3. sætinu fyrir síðustu umferð. Það var svekkjandi að gera jafntefli við Hammarby. Þetta er langt fyrir ofan allar væntingar sem voru gerðar til okkar. Markmiðið var að vera um miðja deild og við erum alveg á pari þar,“ sagði Elísabet sem skrifaði nýlega undir tveggja ára samning við Kristianstad.Elísabet náði frábærum árangri með Val á sínum tíma.vísir/stefánHún hefur verið lengi hjá félaginu og hlakkar til komandi tíma. „Það hefur verið gaman að ganga í gegnum ýmsa hluti með félaginu og allt það. Við erum að fara á nýjan völl. Næsta ár verður mitt tíunda og þá verður félagið 20 ára,“ sagði Elísabet. Mikla athygli vakti þegar engin sænsk sjónvarpsstöð vildi sýna leik Rosengård í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu. Elísabet segir að kvennaboltinn búi við annan veruleika en karlaboltinn. „Það segir svo mikið um þessa vitleysu. Þetta er algjör þvæla. Ég skal koma með skemmtilega samlíkingu. Ég var á fyrirlestri í fyrradag hjá fyrrveranda framkvæmdastjóra Rosengård. Hann hefur átt í miklu stríði við UEFA hvað varðar þessa Meistaradeildarpeninga. Hann kom með mjög skemmtilegan samanburð á því sem UEFA finnst eðlilegt og þá erum við að tala um muninn á peningunum sem fara í styrki til félaganna sem taka þátt í Meistaradeildinni. Út frá þeim samanburði er eðlilegt að karlmaður borgi 45 sænskar krónur fyrir BigMac og kona borgi 42.000 sænskar krónur, eða hálfa milljón íslenskar,“ sagði Elísabet. „Ef þetta á að vera munurinn á milli kynjanna er vandamálið stórt. Og það byrjar hjá UEFA og FIFA. Það er fullt af peningum til staðar en þeir hafa valið að setja þá nánast að öllu leyti karlamegin. Ég mun aldrei segja að það eigi að vera jafnt í öllu. Það er allt önnur innkoma á karlaleikjum í Meistaradeildinni en það er svakalegur munur að fá ekkert eða brjálæðislega mikið.“ Hlusta má á viðtalið í heild sinni í spilaranum hér að ofan. Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Íslandsmeistarinn úr leik og þrettán ára gutti stal senunni Sport „Ég bað ekki um fjögur stig en fékk fjögur stig“ Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Körfubolti Arftaki De Rossi entist í aðeins átta leiki Fótbolti Inter klúðraði gullnu tækifæri til að komast á toppinn Fótbolti Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Enski boltinn Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Orri Steinn spilaði hálftíma í sigri á toppliði Barcelona Fótbolti Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Sport Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Körfubolti Fleiri fréttir Inter klúðraði gullnu tækifæri til að komast á toppinn Arftaki De Rossi entist í aðeins átta leiki „Frammistaðan var góð“ Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Orri Steinn spilaði hálftíma í sigri á toppliði Barcelona Ingibjörg á skotskónum og Cecilía Rán varði víti og hélt hreinu Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Nýliðarnir sóttu þrjú stig til Tottenham og Newcastle skellti Forest United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Sævar Atli skoraði og fiskaði mikilvægt víti fyrir Lyngby „Velkomin í dal draumanna“ Gleymdi að kjósa Vinicius Junior Barnið þriggja vikna þegar mamman kom inn á og varð sænskur meistari Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Juventus vann grannaslaginn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Tvær breytingar á landsliðshópnum Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Milan missteig eftir sigurinn frækna á Real Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð Hermann Hreiðars tekur við HK Bayern jók forystuna á toppnum á meðan Dortmund og Leverkusen töpuðu stigum Liðsfélaginn náði þriggja marka forskoti á Emilíu Kiær Birkir Bjarna kom aftur inn á og skoraði Sjá meira
Það hefur mikið breyst hjá sænska fótboltaliðinu Kristianstad, sem Elísabet Gunnarsdóttir stýrir, á einu ári. Í fyrra var félagið nánast gjaldþrota og bjargaði sér frá falli í næstefstu deild í lokaumferðinni. Í ár hefur gengið öllu betur; fjárhagurinn er kominn í betra lag og Kristianstad situr í 6. sæti sænsku úrvalsdeildarinnar. Elísabet þykir hafa náð mjög góðum árangri með Kristianstad, svo góðum að hún er tilnefnd sem þjálfari ársins. „Það hefur breyst ótrúlega mikið á einu og hálfu ári. Fyrir nákvæmlega ári síðan redduðum við okkur frá falli á síðustu sekúndu og björguðum fjárhagnum,“ sagði Elísabet í samtali við Hjört Hjartarson í útvarpsþættinum Akraborginni í gær. Kristianstad er sem áður sagði í 6. sæti sænsku úrvalsdeildarinnar. Með sigri í lokaumferðinni getur liðið komist upp í 5. sætið. Elísabet segir að það hafi gengið framar vonum í ár. „Jú, við áttum möguleika á 3. sætinu fyrir síðustu umferð. Það var svekkjandi að gera jafntefli við Hammarby. Þetta er langt fyrir ofan allar væntingar sem voru gerðar til okkar. Markmiðið var að vera um miðja deild og við erum alveg á pari þar,“ sagði Elísabet sem skrifaði nýlega undir tveggja ára samning við Kristianstad.Elísabet náði frábærum árangri með Val á sínum tíma.vísir/stefánHún hefur verið lengi hjá félaginu og hlakkar til komandi tíma. „Það hefur verið gaman að ganga í gegnum ýmsa hluti með félaginu og allt það. Við erum að fara á nýjan völl. Næsta ár verður mitt tíunda og þá verður félagið 20 ára,“ sagði Elísabet. Mikla athygli vakti þegar engin sænsk sjónvarpsstöð vildi sýna leik Rosengård í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu. Elísabet segir að kvennaboltinn búi við annan veruleika en karlaboltinn. „Það segir svo mikið um þessa vitleysu. Þetta er algjör þvæla. Ég skal koma með skemmtilega samlíkingu. Ég var á fyrirlestri í fyrradag hjá fyrrveranda framkvæmdastjóra Rosengård. Hann hefur átt í miklu stríði við UEFA hvað varðar þessa Meistaradeildarpeninga. Hann kom með mjög skemmtilegan samanburð á því sem UEFA finnst eðlilegt og þá erum við að tala um muninn á peningunum sem fara í styrki til félaganna sem taka þátt í Meistaradeildinni. Út frá þeim samanburði er eðlilegt að karlmaður borgi 45 sænskar krónur fyrir BigMac og kona borgi 42.000 sænskar krónur, eða hálfa milljón íslenskar,“ sagði Elísabet. „Ef þetta á að vera munurinn á milli kynjanna er vandamálið stórt. Og það byrjar hjá UEFA og FIFA. Það er fullt af peningum til staðar en þeir hafa valið að setja þá nánast að öllu leyti karlamegin. Ég mun aldrei segja að það eigi að vera jafnt í öllu. Það er allt önnur innkoma á karlaleikjum í Meistaradeildinni en það er svakalegur munur að fá ekkert eða brjálæðislega mikið.“ Hlusta má á viðtalið í heild sinni í spilaranum hér að ofan.
Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Íslandsmeistarinn úr leik og þrettán ára gutti stal senunni Sport „Ég bað ekki um fjögur stig en fékk fjögur stig“ Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Körfubolti Arftaki De Rossi entist í aðeins átta leiki Fótbolti Inter klúðraði gullnu tækifæri til að komast á toppinn Fótbolti Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Enski boltinn Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Orri Steinn spilaði hálftíma í sigri á toppliði Barcelona Fótbolti Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Sport Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Körfubolti Fleiri fréttir Inter klúðraði gullnu tækifæri til að komast á toppinn Arftaki De Rossi entist í aðeins átta leiki „Frammistaðan var góð“ Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Orri Steinn spilaði hálftíma í sigri á toppliði Barcelona Ingibjörg á skotskónum og Cecilía Rán varði víti og hélt hreinu Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Nýliðarnir sóttu þrjú stig til Tottenham og Newcastle skellti Forest United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Sævar Atli skoraði og fiskaði mikilvægt víti fyrir Lyngby „Velkomin í dal draumanna“ Gleymdi að kjósa Vinicius Junior Barnið þriggja vikna þegar mamman kom inn á og varð sænskur meistari Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Juventus vann grannaslaginn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Tvær breytingar á landsliðshópnum Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Milan missteig eftir sigurinn frækna á Real Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð Hermann Hreiðars tekur við HK Bayern jók forystuna á toppnum á meðan Dortmund og Leverkusen töpuðu stigum Liðsfélaginn náði þriggja marka forskoti á Emilíu Kiær Birkir Bjarna kom aftur inn á og skoraði Sjá meira