Leiðrétting Þórarinn Þórarinsson skrifar 20. október 2017 07:00 Hætt er við að alþingiskosningarnar eftir rúma viku verði hið mesta feigðarflan þar sem mannvalið á þingi hefur einhvern veginn orðið stöðugt galnara með hverjum kosningum frá hruni. Þau sem sitja nú á þingi eru í raun búin að vera í árslöngu atvinnuviðtali og nú er komið að því að ganga frá fastráðningunni. Eða ekki. Bömmer fyrir þau hversu stutt þetta var. En gott fyrir okkur að fá tækifæri til að leiðrétta atkvæðin okkar frá því í fyrra og því miður þurfum við að reka ansi marga. Þar sem ég er óháður öllum flokkum ætla ég að leyfa mér að mæla með endurráðningu eftirfarandi: Gunnar Hrafn Jónsson er drengur góður og öflugur málsvari okkar sem glímum við andleg veikindi. Þórhildur Sunna Ævarsdóttir er stjarna þessa stutta þings. Orðin ómissandi. Einörð, heiðarleg og ekta. Kolbeinn Óttarsson Proppé er málglaður og gegnheill kommi. Framlag slíkra ætti aldrei að vanmeta. Lilja Alfreðsdóttir gnæfir yfir meðalmennskunni í Framsóknarflokknum. Klár, yfirveguð og töff. Logi Einarsson, sprelligosi Samfylkingarinnar, hefur komið skemmtilega á óvart. Höldum honum. Unnur Brá Konráðsdóttir hefur vaxið mjög sem forseti Alþingis og á skilið að fá annan séns. Brynjari Níelssyni verðum við svo að halda. Mikilvægt að hafa einn svona háðskan tröllkall sem lætur allt flakka og tryllir lýðinn. Vera Bjartrar framtíðar og Viðreisnar í andlausustu ríkisstjórn lýðveldissögunnar er síðan ígildi uppsagnar sem rétt er að taka gilda. Vandið ykkur svo við að kjósa. Ekkert víst að við fáum að leiðrétta þessar kosningar eftir ár. Höfundur er pistlahöfundur Fréttablaðsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2017 Þórarinn Þórarinsson Mest lesið Lygar og helvítis lygar Alexandra Briem Skoðun Auðvitað er gripið til hræðsluáróðurs Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun Óður til opinberra starfsmanna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun Við erum ekki ein og höfum ekki verið það lengi Gunnar Dan Wiium Skoðun Frumkvöðlastarf Bata Akademíunnar - íslenska leiðin Ólafur Ágúst Hraundal Skoðun Að kasta steinum úr glerhúsi Páll Steingrímsson Skoðun „Mikil málamiðlun af okkar hálfu“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun
Hætt er við að alþingiskosningarnar eftir rúma viku verði hið mesta feigðarflan þar sem mannvalið á þingi hefur einhvern veginn orðið stöðugt galnara með hverjum kosningum frá hruni. Þau sem sitja nú á þingi eru í raun búin að vera í árslöngu atvinnuviðtali og nú er komið að því að ganga frá fastráðningunni. Eða ekki. Bömmer fyrir þau hversu stutt þetta var. En gott fyrir okkur að fá tækifæri til að leiðrétta atkvæðin okkar frá því í fyrra og því miður þurfum við að reka ansi marga. Þar sem ég er óháður öllum flokkum ætla ég að leyfa mér að mæla með endurráðningu eftirfarandi: Gunnar Hrafn Jónsson er drengur góður og öflugur málsvari okkar sem glímum við andleg veikindi. Þórhildur Sunna Ævarsdóttir er stjarna þessa stutta þings. Orðin ómissandi. Einörð, heiðarleg og ekta. Kolbeinn Óttarsson Proppé er málglaður og gegnheill kommi. Framlag slíkra ætti aldrei að vanmeta. Lilja Alfreðsdóttir gnæfir yfir meðalmennskunni í Framsóknarflokknum. Klár, yfirveguð og töff. Logi Einarsson, sprelligosi Samfylkingarinnar, hefur komið skemmtilega á óvart. Höldum honum. Unnur Brá Konráðsdóttir hefur vaxið mjög sem forseti Alþingis og á skilið að fá annan séns. Brynjari Níelssyni verðum við svo að halda. Mikilvægt að hafa einn svona háðskan tröllkall sem lætur allt flakka og tryllir lýðinn. Vera Bjartrar framtíðar og Viðreisnar í andlausustu ríkisstjórn lýðveldissögunnar er síðan ígildi uppsagnar sem rétt er að taka gilda. Vandið ykkur svo við að kjósa. Ekkert víst að við fáum að leiðrétta þessar kosningar eftir ár. Höfundur er pistlahöfundur Fréttablaðsins.
“Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun
“Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun